Frambjóðandi Rúv Gegn Samherja ?

"Hann tel­ur vert að skoða stöðu Rík­is­út­varps­ins á aug­lýs­inga­markaði vand­lega en þó þannig að rekst­ur þess sé tryggðu"

Hversvegna eiga skattgreiðendur að halda úti ríkisfjölmðili, Rúv er Bleiki fílinn í stofunni, Rúv er vandmála frjálsra fjölmiðla.

Er ekki Viðreisn að breytast í einhvarja skrítna blöndu af Kvennaframboðinu, Bjartri Framtíð og Besta flokknum.

Ef rétt er hversvegna var stofnanda flokksins og fyrrv. formanni boðið neðsta sætið ?

Hversvegna fær varaformaður flokksins aðeins 2 sætið á lista flokksins í Reykjavík ?


mbl.is Heilög barátta að standa vörð um tjáningarfrelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það þyrfti ða gera einhverskonar SKOÐANA-KÖNNUN um það hvað fólk vil sjá meira af og hvað mæti missa sín hjá rúv?

Almenningur þarf að geta valið eða kosið um eitthvað tengt dagskrá rúv- með einhverjum hætti.

Jón Þórhallsson, 28.5.2021 kl. 16:49

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - skylduskatturinn er aðalvandamáli, að skylda fólk til að borga fyrir ríkisfjölmiðil.

Ath.semdakerfi Rúv.is er lokað og almenningur hefur lítið sem ekkert að setja til um hvað er gert við þeirra peninga.

Óðinn Þórisson, 28.5.2021 kl. 17:02

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það sem Sigmar segir er náttúrulega hárrétt. Það á að standa vörðum um tjáningafrelsið. Það gildir líka um tjáningafrelsi Samherjarmanna. En niður með RÚV. Og sennilega alla fjölmiðla í dag eftir þessi nýju gjölmiðlalög sem skyldar almenning til að styrkja alla fjölmiðla.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.5.2021 kl. 17:46

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að fólk er óánægt með rúv,

að þá ætti allt kastljósið að beinast að útvapsstjóranum

og síðan menntamaálaráðherranum sem að réð viðkomandi til starfa.

= "AÐ EFTIR HÖFÐINU DANSI LIMIRNIR?"

Jón Þórhallsson, 28.5.2021 kl. 18:04

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - sammála Sigmari að það verður að standa vörð um tjáningarfrelsið og Rúv verður að sætta sig á sig.

Tjáningarfrelsið er ekki bara fyrir fjölmiðla heldur fyrir alla landsmenn. Það eru okkar grundvarllarmannréttidi að fá að tjá skoðanir okkar.

Fjölmiðalalög sem fela sér að frjálsir fjölmiðlar fái greitt frá ríkinu er ekki leiðin til að efla frjálsa fjölmiðla.

Óðinn Þórisson, 28.5.2021 kl. 18:15

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jón, ef fólk er óánægt með RÚV þá ætti það að eiga þess kost að þurfa ekki að borga útvarpsgjaldið.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.5.2021 kl. 18:16

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - rétt menntamálaráðherra er æðsti maður Rúv og útvarpsstjórinn ber ábyrð á rekstri og öllu sem Rúv gerir.

Lilja hefur verið mjög dapur ráðherra og þetta fjölmiðalfrumvarp hennar hjálpar ekki frjálsum fjölmiðlum og tekur að engu leyti á RúvVandanum.

Óðinn Þórisson, 28.5.2021 kl. 18:18

8 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er hægt að réttlæta rúv að einhverju leiti;

en eins og staðan er í dag að þá er allt of mikið af rugli og ringulreið sem að tröll-ríður 78% af dagskánni.

Jón Þórhallsson, 28.5.2021 kl. 18:25

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóesef Smári - þú þú beinir þessari ath.semd ekki beint til mín en það hefur verið mín skoðun lengi að það sem þarf að gerast með Rúv er annarsvegar taka Rúv af auglýsingamarkaði og hinsvegar að hætta með Rúv skylduskattinn.

Óðinn Þórisson, 28.5.2021 kl. 18:34

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - þetta snýst allt um valfersli almennings hvort það vill yfir höfð borga fyrir Rúv. Gísli Marteinn má vera með sína lélegu þætti og tala gegn þjóðin sem honum líkar ekki við í eurovision en þá verður að breyta fjölmiðlalögum þannig að fólk sé ekki skyldað fólk til að borga fyrir eitthvað sem það hefur engan áhuga á.

Það á að vera valfrelsi hvers og eins hvort hann vilji yfir höfð borga fyrir fjölmiðla og þá hvaða fjölmiðla.

Óðinn Þórisson, 28.5.2021 kl. 18:37

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Óðinn. Mín skoðun er að hætta með RÚV skylduskattinn og fólki sé frjálst að borga ef það hefur áhuga gegnum lykil eins og hjá Stöð 2. t.d. Engin þörf þá að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Þar eiga allir að sitja við sama borð.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.5.2021 kl. 19:00

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - ef einhver vill borga fyrir að horfa á þátt Gísla Marteins þá bara endilega gefa viðkomandi aðila möguleika með myndlykli.

Rúv situr ekki við sama borð varðandi auglýsingar, hefur margoft komið fram að í aðdraganda og á meðan á t.d íþróttamótum stendur rigsugar auglýsingardeild allt upp, litlir frjálsir fjölmiðlar eiga enga möguleika. Með hagmuni frjálsra fjölmiðla að leiðarljósi þá að loka auglýsingadeild Rúv. 

Óðinn Þórisson, 28.5.2021 kl. 19:17

13 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þegar þú tekur þennan pólinn í hæðina ertu að taka hagsmuni litlu frjálsu fjölmiðlanna framfyrir hagsmuni almennings.Í núverandi ástandi myndi "taka RÚV af auglýsingamarkaði" leiða óhjákvæmilega til þess að útvarpsgjaldið yrði hækkað til mótvægis við lægri tekna. Slæmt fyrir almenning en gott fyrir litlu fjölmiðlana. En í færslu 11. var ég reyndar að tala um landslagið ef RÚV yrði skikkað til að nota myndlykil. Þar með myndi RÚV ekki sitja lengur við háborðið og ryksugað allt upp kringum íþróttamót og annað. Litlu fjölmiðlarnir sætu þá við sama borð og RÚV og hagsmunir almennings tryggðir.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.5.2021 kl. 19:58

14 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það mætti líka velta upp þeirri hugmynd að skipta rúv-sjónvarpi upp í

mismunandi PAKKA-ÁSKRFTIR

þar sem að fólk gæti bara borgað fyrir þær pakka-áskrftir sem að þeim hugnaðist: 

Dæmi:

1.Frétta og fræðslupakki.

2.Afþreyingarpakki/kvikmyndir/tónlistarmyndbönd.

3.Íþróttapakki.

4.Barna og unglingapakki.

Jón Þórhallsson, 28.5.2021 kl. 20:14

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - ég er að tala um algera lágmarkskröfu um að skylduskattur verði tekinn af burt séð frá starfsemi Rúv eins og auglýsingadeildinni. 


Markmiðið hlítur að vera skýrt, þar sem erfitt verður að loka Rúv sem er besta niðurstaðan að allt verði gert til að minnka Rúv eins mikið og hægt er.

Óðinn Þórisson, 28.5.2021 kl. 20:26

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - það gæti verið hugmynd að ríkið myndi selja húsið við Efstaleiti og svo kæmu rekstrarðilar sem myndu leigja húsnæðið af félagi sem ætti húsið og þessir rekstrarðilar myndu móta fjölmiðil sem myndi gefa fólki tækifæri til að velja hvaða efni það vill eða vill ekki borga fyrir.

Óðinn Þórisson, 28.5.2021 kl. 20:29

17 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Merkilegt að lesa margt af því sem hér kemur fram. 

Það spyr sig samt enginn af þvi að ef ekki væri RÚV núna til, værum við þá að hafa fréttir af meintum misgjörðum útgerðafyrirtækja ?

Ég gíska á nei, nei og aftur nei.

Útgerðirnar eiga nú MBL, eiga talsverðar hluta í Sýn.

Halda menn og konur að þá fyrst yrðu "réttur" fréttaflutningur ?

Gleymum því ekki að einn af frambjóðenum Sjálfsstæðismanna hér í borg, dæmd frú Andersen er á þerri skoðun að útgerðarfyrirtækin í dag eigi fiskinn í sjónum, ekki þjóðin vegna þess að stjórnarskráin segir svo um.

Þennan frambjóðanda vill svo höfundur fá á þing, ég segi nei og aftur nei.

Hvað varðar RÚV, þá er vert að minnast á það að í nóvember sl var mælt traust til fréttamiðla og hver var hæstur ? Jú, Fréttastofa RÚV, sjá hér : https://bit.ly/3vyDQs7 , ríflega 70% þeirra sem spurðir voru treystu Fréttastofun RÚV best, segi aftur; Treysti Fréttastofu RÚV best ! 

Hvers vegna ætli það sé ? Af því kannski að hér úti eru aðilar sem svífast einskis til að auka eignaójöfnuð ? Greiða ekki það sem þeim ber að greiða til samfélagsins ? Maður spyr sig.

Þetta svo að lokum, það er enn undarlega að sjá hvernig aðilar hér vilja loka RÚV og halda þá að öll þjóðin geti valið sér áskriftarstöðvar til að horfa á. 

Fjarri lagi. Mjög margar fjölskyldur og einstaklingar sem ekki hafa mikið á milli sinna handa hafa ekki efni á því að eyða 5% eða um það af sínum ráðstöfunartekjum í einkarekna, lokaða miðla. 

Þar sema all margir Sjálfsstæðismenn skifa hér, þá hlýtu spurningin að beinast að ykkur, ykkar flokkur hefur stýrt Menntamálaráðuneytinu, þar með borið ábyrgð á rekstri RÚV, síðán vorið ´83 með þrem undantekningum, Svavar Gests, Kata Jak og nú Lilja Alfreðs. Ef RÚV er svona dýrt, því hefur ykkar flokkur bæði látið það vaxa svona mikið og um leið ekkert gert það sem þið biðjið nú um ?

Gæti það verið að það er mikill meirihluti þjóðar sem treystir RÚV og nýtur vel það sem þar er framleitt fyrir peninginn ? 

Getur það verið ? Maður spyr sig.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.5.2021 kl. 00:01

18 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sigfús Ómar. Það kemur niður á eitt hvort fólk borgar fyrir áskriftina beint eða í gegnum skattinn. Ef mikill meirihluti þjóðar treystir RÚV og nýtur( sem ég held að sé alveg rétt hjá þér), hlýtur sá meirihluti að eiga jafn létt með að borga áskriftargjaldið eins og útvarpsgjaldið í gegn um skattinn.

Jósef Smári Ásmundsson, 29.5.2021 kl. 06:36

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - Rúv getur sinnt mjög ítarlegri og að mér finnst stundum mjög hlutdrægri og skoðanamyndandi fréttamennsku vegna þess að skattgreyðindur verða að borga fyrir Rúv.

Fjálsir fjölmiðlar væru mun stekri án ríkisrekins fjölmiðils sem tekur til sín allt of mikið og það er mín skoðun að ríkið eigi ekki að reka fjölmiðil , það bara úrelt.

Þorgerður Katrín  formaður Viðreisnar er arikitektinn af Rúv OHF og sá flokkur frekar en aðair hafa ekki viljað taka á Rúv Vandanum. 

Nú hef ég aldrei fengið símtal um afstöðu mín til Rúv og veit ekki um neinn sem hefur fengið svona símtal, er þetta fyrirfram ákveinn listi sem hringt er í til að fá ákveðna niðurstöðu ?

Ríksfjölmill hefur ekkert  hlutverk í dag en eins og hér hefur verið komið inn á hjá Jóni þá er eflaust hægt að finna einhverja leið fyrir þá sem vilja borga fyrir að horfa á þáttinn hans Gísla Marteins að horfa á hann. Ekki vil ég borga fyrir Rúv , hvorki umfjöll Helga Seljan eða " skemmtiþátt " Gísla Marteins.

Óðinn Þórisson, 29.5.2021 kl. 08:33

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - það er hægt að útfæra þannig í skattaskýrlunni að almenningur ákveði hvaða fjölmiðil það styður styður ef þá einhvern. Fólk hefur enn tækifæri til að styðja Rúv.

Óðinn Þórisson, 29.5.2021 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband