22.6.2021 | 09:54
Strætólínan Óútfylltur Tékki fyrir Framtíðarkynslóðir Íslands
Kostnaður við strætólínuna gæti dottið á framtíðarkynslóðir upp á nokkur hundruðir milljarða.
Þeir sem tala fyrir þessari strætólínu verða að skýra út hvað framtíðarkynslóðir muni eiga von á því að þurfa lengi að borga þetta, er það næst 20 - 25 árin og hvað svo jú það þarf að halda þessu við, viðhaldskostnaður o.s.frv.
Það er gríðarleg óvissa með þeesa strætólínu og miðað við tæknibreytingar sem verða á næstu árum gæti þetta í raun verið 19 aldar framkvæmd.
Peningarnir komi ekki af himnum ofan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem mér finnst alveg furðulegt við þetta mál er hversu almenningur virðist fullkomlega ómeðvitaður um hvaða vitleysa er í gangi. En það er alltaf verið að tala um þessa "Borgarlínu" eins og hún eigi bara að bjarga öllu EN ENGINN TALAR UM ÞAÐ AÐ MEÐFRAM BORGARLÍNU Á AÐ REKA STRÆTÓ LÍKA. EN ÞAÐ GEFUR AUGA LEIÐ AÐ EINHVERN VEGINN VERÐUR AÐ FLYTJA FÓLKIÐ AÐ BORGARLÍNUNNI.........
Jóhann Elíasson, 22.6.2021 kl. 10:23
Jóhann - við almenningur hefur fengið mjög litlar eða engar útskýringar á hvað þessi framkvæmd er, hvað hún muni kosta og hvaða ef einhverjar breytingar til góðs framkvæmdin mun skila fyrir okkur.
Rétt þetta er lína sem þarf aðrar línur frá henni út í sveitarfélgögin.
Hvað með nágrannassveitarfélögin, fólk sem sækir vinnu á höfuborgarsvæðið frá t.d Reykjanesbæ, Árborg, Akranesi o.s.frv. verður ekki að byggja bílastæðahús fyrir þetta fólk t.d Hamraborg, Ártúnshöfða o.s.frv þannig að þetta fólk geti nýtt sér þessa línu.
Óðinn Þórisson, 22.6.2021 kl. 11:00
Staksteinar í dag
"Hvar eru fulltrúar skattgreiðeinda Morgunblaðinu í dag er rætt við Karen Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, um Borgarlínu í tilefni af bókun hennar á bæjarráðsfundi á dögunum. Þar lýsir hún áhyggjum af því að enn sé ekki ljóst hver rekstrarkostnaður Borgarlínu verði, „né hvort sveitarfélögunum sé einum ætlað að bera þann kostnað“. Þá minnir hún á að það sé ábyrgðarhluti að fara með fjármuni almennings, en sú ábyrgð virðist hafa gleymst í ákafanum við að ausa milljarðatugum, eða þaðan af hærri fjárhæðum, í þennan risastrætisvagn. Loks bendir Karen á að tillaga Áhugafólks um betri samgöngur setji þær skyldur á kjörna fulltrúa að fjalla um hana.
Þetta er auðvitað hárrétt ábending hjá Karen og skiljanlegar áhyggjur. Það hlýtur að vera einsdæmi að mál af slíkri stærðargráðu sé keyrt áfram jafn illa undirbúið, vanhugsað og órökstutt og Borgarlínan er.
Fyrir þær fjárhæðir sem ætlunin er að sóa í Borgarlínuna er hægt að gera gríðarlegar umbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu, samhliða því að efla almenningssamgöngur á hagkvæman hátt. Borgarlínan er hins vegar einungis fjáraustur og skilar í besta falli litlu, sennilega engu og jafnvel minna en það í samgöngubótum á svæðinu.
Hvernig má það vera að fleiri kjörnir fulltrúar láti ekki í sér heyra en raun ber vitni? "
Óðinn Þórisson, 22.6.2021 kl. 11:25
Meira að segja mundu kommarnir á Neskaupstað aldrei skrifa undir óútfylltan tékka eins og sjálstæðisflokkarnir á Höfuðborgarsvæðinu gera og það fyrir Dag sem er ekki "bílavænn"! Hvað er í gangi???
Sigurður I B Guðmundsson, 22.6.2021 kl. 16:11
Sigurður - allir þingmenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík með hagsmuni Reykvíkinga að leiðarljósi eiga að hafna þessum óútfyllta tékka Dags B.
Óðinn Þórisson, 22.6.2021 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.