11.7.2021 | 12:16
Fátækt verður ekki leyst með nýjum og hærri sköttum
Til þess að velferðarkefi þjóðar geti verið sem best verður að vera til staðar öflugt atvinnulíf.
Ríkið verður að halda álögum á fólk og fyrirtæki sem minnst þannig að atvinnulífið geti gefið fyrirtækjum tækifæri til að þess vaxa og dafna til að geta gefið þeim tækifæri til að geta borgað sínu starfsfólki hærri laun.
Háir skattar og álögur á fólk og fyrirtæki sem lausn á fátækt eins og Sósíalistar og Samfylkingin leggja til getur aldrei leitt til annars en meiri fátæktar.
![]() |
Segir Sósíalistaflokkinn ekki jafn trúverðugan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri miklu gagnlegra að fjalla um hvernig fátækt verður leyst heldur en að fjalla um hvernig hún verður ekki leyst. Sem passar einmitt við það hver lausnin raunverulega er, hún er sú að taka upp nýja og breytta forgangsröðun, þar sem lausnir á fátækt eru í forgangi en ekki-lausnir á henni koma síðast eða þeim er einfaldlega bara sleppt.
Svo eru ekki allir á vinnumarkaði þannig að þó að geta fyrirtækja til að borga hærri laun sé fínt markmið er það samt ekki lausn á fátækt allra.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.7.2021 kl. 17:03
Guðmundur það er hárrétt hjá þér að það eru ekki allir á vinnumarkaði , það eru forréttindi að fá tækifæri til vinna.
Ef við skoðum svo leið Pírata , að fólk fái borgarð fyrir að gera ekki neitt, fólk sem getur vel unniið og svo að útvega fólki frí eiturlyf er leið sem mér huggnast ekki.
Það er fólk sem þarf aðstoð út frá örorku, langvinnum veikindum, veikindi sem dæma fólk út af vinnumarkaði, það er réttlætanlegt og á að aðsta alla sem eru í þeirri stöðu.
“Lægri álögum fylgir öflugra atvinnulíf og aukin hagsæld vinnandi fólks. Við munum halda áfram að létta byrðarnar og örva framfarir. Það leggur grunninn að velferð fyrir alla.” Bjarni Ben.
Óðinn Þórisson, 11.7.2021 kl. 17:31
Ég hef aldrei heyrt eða séð Pírata leggja til neitt af því sem þú heldur fram að þeir hafi gert. Ef þú getur vísað á heimildir máttu gjarnan leiðrétta mig.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.7.2021 kl. 17:42
Guðmundur - borgaralaun og neysluskammtar, þetta hafa þeir talað mjög skýrt fyrir.
Óðinn Þórisson, 11.7.2021 kl. 18:45
Það á enginn að þurfa að vera á atvinnuleysisbótum. Það væri ráð að ríkið væri með einhverja leið til að það fólk sem lendir utan vinnumarkaðar fái að vinna í stað þess að hanga heima á bótum. Hvort sem þetta væri stofnun hjá ríkinu eða eitthvað annað úrræði væri það til bóta vegna þess að það er mannskemmandi að hafa ekkert fyrir stafni og svona úrræði kæmi auk þess í veg fyrir að einhverjir iðkuðu svörtu vinnuna verandi á bótum frá ríkinu. Að mínu mati eiga allir landsmenn rétt á því að geta unnið að því marki sem geta hvers og eins leyfir. Örorka er mismunandi og þó fólk geti ekki unnið alla vinnu þá er ýmislegt sem það getur lagt af mörkum.
Jósef Smári Ásmundsson, 11.7.2021 kl. 18:54
Jósef Smári - atvinnuleysi hjá fólki sem getur unnið er mjög vont bæði fyrir það sjálft og hagkefið.
Það þarf að hjálpa fólki við að hjálpa sér sjálft.
Sammála það þarf að finna fleiri úrræði fyrir fólk með skerta starfsgetu vegna öroku af einhverjum ástæðum þannig að það finni fyrir því að það skipti máli.
Það þarf að tækla miklu betur að fólk hafni vinnu til að halda bara áfram á bótum.
Óðinn Þórisson, 11.7.2021 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.