2.9.2021 | 07:19
Varist vinstri - slysin
Vinstri - flokkarnar boða aðeins að þeir vilja eyða meira af okkar pengingum.
Það merkir einfaldlega hærri og nýjir skattar á heimili og fyrirtæki.
Afleiðingin fyrir fyrirtækin og heimili eru að fyrirtækin eiga erfiðara með að ráða nýtt, fólk, borga betri laun þ.e reksturinn gangi betur og fyrir heimilin þýðir þetta minni ráðstööfunartekjur.
Skattastefna vinstri - flokkana er ávísun á meiri fátækt. 2009 - 2013.
Mótvægið er Sjálfstæðisflokkurinn sem er eini hægri flokkurinn í framboði sem vill hafa lága skatta, stækka kökuna og auka lífsgæði fólksins í landi tæifæranna.
Lausnarorðið er vöxtur úr kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það smá sjá langt að, að höfundur er tekinn við að leggja sitt lóð á vogaskálar kosningbaráttu síns flokks.
Þess flokks sem skilur nú við Ríkissjóð með 600 milljarða halla.
Þess flokks sem hefur boðað stórfelldan niðurskurð á þjónustu til íbúa samfélagins árið 2023.
Þess flokks sem stýrir Atvinnumálaráðuneytinu og nú með eitt mesta atvinnuleysi í áraraðir.
Þess flokks sem vill ekki gefa upp skýrt og greinilega hvað þeir sem hafa auðgast á sameiginlegum auðlindum hafsins, hafa fært auð sinn út í aðrar atvinnustarfsemi.
Þess flokks sem vill enn lækka veiðigjöld
Þess flokks sem kemur í veg fyrir stjórnarskrábreytingar í kjölfar þjóaratkvæðagreiðslu 2012.
Þess flokks sem tveir fyrrum Dómsmálaráðherrar hafa hröklast frá sínum störfum vegna vanrækslu og lögbrota.
Þess flokks sem stendur rækilegan vörð um það eina prósent sem á meirihluta allra eigna hér á landi.
Sjálfstæðisflokkurinn er og verður flokkur sumra, sá flokkur hefur engan áhuga að gera neitt fyrur öryrkja, aldraða.
Að telja e-m trú um að Sjálfstæðisflokkurinn sé best treyst til að stýra samfélaginu okkar er í besta falli kjánaskapur.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.9.2021 kl. 10:54
Sigfús Ómar - Samfylkingin er ekki að neinu leyti líkur Alþúðuflokknum sem var jafnarðarmannaflokkur sem skyldi að aðeins með öflugu atvinnulífi gætum við verið með öflug velferðarkerfi.
Það má segja að Þjóðvaki, Alþýðubandalagið og Kvennalistinn hafi í raun yfirtekið Samfylkinguna.
Þetta gerðist á vakt Jóhönnu Sigurðardóttur.
Útilokunarstefna Samfylkingarinnar , heiðarlegt segið þið, ég vil ekki búa í samfélagi þar sem fólk með ákveðnar skoðanir er útilokað , það er ástæðan fyrir því að hér fá allir að segja sína skoðun.
Óðinn Þórisson, 2.9.2021 kl. 16:43
Þú byrjar að ræða Sjálfstæðisflokkinn, færir þig svo yfir í söguskýra einn af stjórnarandstöðuflokkunum.
Gott og vel.
Það að einn flokkur komi fram og hafni samstarfi við annan flokk er í raun mjög ábyrgt og sýnir þá sterku hlið þess flokks sem velur að gera það, að bjóða kjósendum upp á valkost. Að sá hinn sami flokkur hafi hreinlega ekki áhuga á því að fara í samstarf við þann flokk sem vill ekki gera breytingar á stjórnarskrá, vill ekki gera breytinar á fiskveiðikerfinu, vill ekki mæta kröfum aldraða og örykja, vill ekki færa skattbyrðina yfir af þeim sem minnst hafa tekjurnar.
Það yrði vond ríkistjórn með of mikið af málamiðlunum, sem myndi henta Sjálfstæðisflokknum.
Nei takk, sama og þegið.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.9.2021 kl. 19:11
Sigfús Ómar - í ljósi sögunnar og þá hvernig Samfylkingin breyttist stefnu og hugmyndafræðilega frá því að hann var stofnaður er mikilvægt til að fólk átti sig á því að Samfylkingin er í dag er gjörólíkur flokkur frá þeim sem var stofnaður 2000.
Samfylkingin gerir þetta sem er nýtt að úthýsa samsarfi við flokk sem hefur aðra sýn , vill ekki skatta allt í drasl og vill bæta samfálagið en ekki brjóta niður.
En það er mikilvægt að kjósendur átti sig á því að það að setja x - við S er ávísun að hærri skatta og minni ráðstöfunartekjur.
Sósíalistar lofa alltaf því sama, að eyða meira af peningum okkar.
Óðinn Þórisson, 2.9.2021 kl. 20:54
Jóhas Ómar - bara þetta þar sem þú minnist á tillögur frá nefnd út í bæ varðandi stjórnarskrárbreytingar. Já þá liggur það alveg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki að taka þær í einu lagi og gera að nýrri stjórnarskrá.
Eins og Kristrún Heimisdóttir fór vel yfir þá fór þessi nefnd lang yfir sitt hlutverk.
Óðinn Þórisson, 3.9.2021 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.