13.9.2021 | 07:00
Er það rétt leið hjá Pírötum að taka lán fyrir borgaralaunum ?
Þetta er kannski eitt það áhugaverðasta sem komið hefur fram í umræðunni á síðustu dögum en þetta sagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata í þættinum Dagmál á MBL.
Eru það öfgar hjá Pírötum að komist þeir í ríkissstjórn að lýsa yfir neyðarástandi í loftlangsmálum meðan Kína og Indland ætla ekkert að gera í þessum málum næstu áratugina. ?
Eru það öfgar hjá Pírötum að ætla að skipta út æðsta plaggi lýðveldisins, stjórnarskrá íslenska lýðveldisins fyrir plagg frá nefnd út í bæ og ofan á það útiloka þeir ríkisstjórnarstarf nema þessi krafa þeirra verði samþykkt. ?
Ég ætla ekki að minnast á neysluskammtana.
Fylgi framboða komið á hreyfingu inn á miðju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:05 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gamla mýtan um meinta nauðsyn þess að "fjármagna" hallarekstur ríkissjóðs með lántökum (skuldsetningu) virðist enn vera ótrúlega lífseig á 21. öldinni.
Ríkissjóður er ekki "sjóður" sem getur tæmst, líkt og t.d. peningatankur Jóakims Aðalandar. Ríkissjóður er bara reikningur í seðlabankanum með ótakmarkaða yfirdráttarheimild. Það þarf ekkert nema pennastrik eða músarsmell til að millifæra af þeim reikningi til að greiða útgjöld ríkisins, en það þarf ekki að fara neitt til sækja samsvarandi peninga því þeir verða einfaldlega til þegar ríkið ráðstafar þeim í umferð. Ef það leiðir svo til þess að sá reikningur fari í mínus er það bara tala í tölvu hjá seðlabankanum. Ekkert kemur í veg fyrir að hægt sé reka ríkissjóð með halla um skemri eða lengri tíma, heldur er það bara spurning um afleiðingarnar af því. Hið rétta er því að ríkið þarf aldrei taka lán til að fjármagna útgjöld sín (í íslenskum krónum) eða hallarekstur, því það getur alltaf átt fyrir þeim útgjöldum. Hvort og hvernig skuli svo nýta þann eiginleika er aftur á móti pólitískt álitaefni.
Kjósendur ættu að hafa þessar staðreyndir í huga þegar þeir heyra frambjóðendur á sviði stjórnmála tala í orðræðu sinni um "skuldsetningu ríkissjóðs" eða mikilvægi þess að "greiða niður ríkisskuldir", og geri það svo upp við sig hvort þeir treysta fólki til að reka ríkissjóð sem skilur ekki hvernig hann virkar, eða hvort þeir kjósi einhvern sem gerir það.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.9.2021 kl. 14:14
Guðmundur - ríkisstjóður er bara við skattgreiðendur og flokkar sem lofa allskonar fyrir alla er ótrúlega ábyrgðarlaust.
Að taka lán sem jú þarf að borga til að greiða fólki laun til þeirra sem nenna ekki að gera neitt er einfaldklega vitlaust, skyjla Píratar ekki að það þarf að borga lán.
Ábyrg hagstjórn þar sem er hagvöktur, lágir skattar fyrir fyrirtæki og heimili þannig að fólk hafi meiri ráðstöfunartekjur og fyrirtæki geti vaxið og ráðið fleira fólk og borgað betri laun.
Óðinn Þórisson, 14.9.2021 kl. 06:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.