"Meirihlutinn" stjórnar hann ekki með sátt að leiðarljósi við borgarbúa ?

Borgarfulltrúar eru þjónustufulltrúar borgarbúa og eiga að vinna í sátt við borgarbúa en ekki efna til deilna við borgarbúa um miklvæg mál.

Þetta kjörtímabil hefur verið eitt stórt megaklúður.

Miklar deilur við borgarbúa og það er spurning hvort það verði ekki pólitísk uppgjör borgarbúa við " meirihlutann " vorið 2022.


Braggaklúðrið, Fossvogsskólaklúðrið, Hlemm mathöll, götur í tætlum, 10 milljarða verk án úborðs.

Er ekki kominn Dagur að kveldi hjá Degi B. og hans flokki við óstjórn borgarinnar.


mbl.is „Náttúrulega algjörlega galið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hinn "Frjálslyndi lýðræðisflokkur" Glúms og Gúnda fékk 0,4% atkvæða á landinu öllu í alþingiskosningunum í september síðastliðnum. cool

Glúmur bjó í einbýlishúsi í Hafnarfirði, þar sem Rósa Guðbjartsdóttir í Sjálfstæðisflokknum er bæjarstjóri, en er nú fluttur í blokk í vesturbæ Reykjavíkur, enda finnst öfgahægrikörlunum best að búa í Reykjavík.

Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík, Samfylkingin, Vinstri grænir, Viðreisn og Píratar, fengu núna um 60% þingmanna Reykjavíkur í alþingiskosningunum, 13 af 22. cool

Sósíalistaflokkurinn er með einn borgarfulltrúa í Reykjavík en Framsóknarflokkurinn engan, enda þótt flokkurinn vilji að sjálfsögðu ráða því hvort flugvöllur er á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og enda þótt mörlenskir hægrimenn hafi miklar áhyggjur af því að hraun renni yfir flugvöll við Hafnarfjörð hafa þeir engar áhyggjur af nýju hraunrennsli í Hafnarfirði og Garðabæ, sem byggðir eru á gömlum hraunum, og ætla að reisa þar ný hús fyrir tugmilljarða króna. cool

Þorsteinn Briem, 8.10.2021 kl. 08:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.9.2021:
 
Þétting út frá miðkjarna borgarinnar hagstæðust 

Íbúum Reykjavíkur hefur fjölgað um heila Akureyri síðastliðna tvo áratugi og væntanlega hafa þeir sjálfir valið að búa í Reykjavík. cool

Með lögheimili í Reykjavík:

Árið 2001: 111.544,

árið 2021: 133.262.

Þeim sem eiga lögheimili í Reykjavík hefur því fjölgað um 21.718 síðastliðna tvo áratugi, eða 19,5%, um þrisvar sinnum fleiri en þeir sem eiga lögheimili á Akranesi, og færri eiga lögheimili á Akureyri, eða 19.219 um síðustu áramót. cool

Þar að auki starfa þúsundir manna í Reykjavík sem ekki búa þar, til að mynda Seltirningar, enda er nánast engin atvinnustarfsemi á Seltjarnarnesi.

Og nú gapir flautaþyrillinn og jólasveinninn Ómar Ragnarsson um "flótta frá Reykjavík". cool

Karluglan er yfirleitt á móti því að byggt sé í Reykjavík, nema þá "úti í sveit". Ekkert megi til að mynda byggja á Vatnsmýrarsvæðinu vegna þess að þar eigi að vera flugvöllur og alls ekki megi stækka Landspítalann við Hringbraut.

Og karlinn vill að Þjóðleikhúsið sé í Ártúnsholtinu, sem hann heldur að sé miðbærinn í Reykjavík. Hann er því að mörgu leyti öfgahægrikarl. cool

Á Vatnsmýrarsvæðinu verða um 740 íbúðir á Hlíðarenda og um 700 íbúðir í Nýja Skerjafirði, samtals um 1.440 íbúðir.

Og þessar íbúðir verða nálægt stærstu vinnustöðum landsins. Landspítalinn er með um fimm þúsund starfsmenn, Háskóli Íslands með um sextán þúsund nemendur og kennara og Háskólinn í Reykjavík um fjögur þúsund nemendur og kennara, samtals um 25 þúsund manns. cool

Verið er að byggja íbúðir fyrir mörg hundruð nemendur Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á Vatnsmýrarsvæðinu og þar er verið að reisa Vísindagarða.

Um 300 íbúðir verða á Héðinsreit, rétt hjá matvöruverslunum á Granda, til að mynda Bónus, en ekki var pláss fyrir þá verslun á Seltjarnarnesi. cool

Verið er að reisa eða nýbúið að byggja um 360 íbúðir við Útvarpshúsið í Efstaleiti, um 100 á Höfðatorgi, um 300 á Kirkjusandi og um 1.500 íbúðir í Vogabyggð.

16.11.2018:

"Gef­in hafa verið út bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir 1.344 íbúðir í borg­inni á fyrstu tíu mánuðum árs­ins og árið er orðið metár í bygg­ingu nýrra íbúða í Reykja­vík." cool

"Fram­kvæmd­ir á nýj­um íbúðum eru hafn­ar á 32 bygg­ing­ar­svæðum í Reykja­vík, þar sem má byggja alls 4.828 íbúðir."

Metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík - Um fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi í borginni

4.10.2021 (síðastliðinn mánudag):


""Í fyrra voru tekn­ar í notk­un 1.572 nýj­ar íbúðir í Reykja­vík. Það var met.

Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru þær orðnar 1.422. Það stefn­ir því í annað met. cool

Og verið er að byggja tvö þúsund íbúðir í þess­um töluðu orðum," segir Pawel Bartoszek formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur­borg­ar." cool

4.809 íbúðir eru á framkvæmdastigi í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 8.10.2021 kl. 09:04

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Briem - það má segja til hróss til Dags B. og hans flokks og stefnu að nágrannasveitarfélög Reykjavíkur hafa vaxið og dafnað. Það sjáum við hvert sem litið er.

Niðurstaða alþingiskosninganna voru mikil vonbrigði fyrir stjórnarandstöðuna og þá sérstaklega Samfylkingun sem var í raun stóri taparinn.

Eins og ég kem inn á færslunni þá hefur þetta verið hörungartímabil fyrir þennan " meirihluta " og það að æðsti embættismaður borgarinnar hafi á engum tímapunkti hugað að afsögn er mjög sérstakt.

Viðreisn hefur sýnt að hann er í raun ekkert fram að færa nema að samþykkja það sem kemur frá móðurflokknum en það er það hlutverk sem þeir hafa viljað hafa. Völd langt yfir fjölda atkvæða greitt flokknum.

Það var ákvein krafa frá borgarbúa í síðustu borgarstjórnarkosningum þar sem þáverandi meirihluti féll en flott hjá Degi B. að fá Viðreisn sem hækju sem hefur ekki beint haft neitt fram að færa.

Samfylkingin byggir sitt á hatri á Sjálfstæðisflokknum eins og gera Píratar, ríkisstjórnarflokkarnir bæta við sig og Samfylkingin kemur út sem smáflokkur sem er orðinn minni en VG ótrúlegt.

Reykjavíkurflugvöllur það er í raun mjög óábyrgt annað en að ríkið taki skipulagsvaldið þá a.m.k tímabundið meðan Samfylkingin er við völd í Reykjavík þannig að öryggi í flugsamgöngum landsbyggðarinnar við höfuðborgina verði tryggðar.

Óðinn Þórisson, 8.10.2021 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband