Sorglegt Búið spil hjá Miðflokknum

Miðflokkurinn þegar hann kom fram hafði ótrúlega möguleika að verða sterkt og jákvætt afl í íslenskum stjórnmálum.

Ákvörðun Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs að leggja niður varaformannsembættið þegar Vigdís Hauksdóttir bauð sig fram til embættisins var upphafið að endinum hjá flokknum.

Ég vil óska Birgi til hamingju að vera gengin til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti og öflugasti flokkur landsins sem stendur fyrir frelsi einstaklingsins, öflugt atvinnulíf sem er forsenda öflugs velferðakerfis, réttarríkið og stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt.


mbl.is Birgir skilur við Miðflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 1% minna fylgi í alþingiskosningunum í september síðastliðnum en í alþingiskosningunum fyrir fjórum árum, þegar flokkurinn tapaði um 4% fylgi. cool

Miðflokkurinn rétt skreið núna yfir 5% mörkin og undirritaður gæti best trúað að flokkurinn fái engan borgarfulltrúa í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum 28. maí næstkomandi.

Fólk er einfaldlega búið að fá nóg af öllu ruglinu í Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Vigdísi Hauksdóttur.

Miðflokkurinn fékk núna engan þingmann í Reykjavík en meirihlutaflokkarnir í borginni, Samfylkingin, Vinstri grænir, Viðreisn og Píratar, fengu um 60% þingmanna Reykjavíkur, 13 af 22. cool

Þorsteinn Briem, 9.10.2021 kl. 10:34

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Briem - þetta hefur örugglega verið mjög erfið ákvörðun hjá heiðursmanninum Birgi Þórarinssyni að ákveða segja skilið við flokkinn á þessum tímapunkti.

Svona ákvarðanir eru teknar í rauntíma og geri ég ekki ráð fyrir að þessi ákvöun hafi verið tekin í aðraganda kosninga. 


En það er sorgletgt að jafn jákvætt stjórnmálaafl sé búið að vera en það er margt sem kemur þar inn í sem leiddi til þessarar niðustöððu. Gunnar Bragi á stóran þátt í þessari niðurstöðu.

Hvað gera Sigmundur Davíð og Bergþór veit ég ekki en best fyrir þá vinna sem mest með hagsmunum íslands og styðja við bakið á stærsta og öflugsta stjórnmálaafli íslands.

Óðinn Þórisson, 9.10.2021 kl. 12:48

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er þetta kannski einhvern ný brella hjá Miðflokknum, að koma útsendara sínum inn í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2021 kl. 16:06

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - það held ég ekki. Birgir var einfaldlega ekki sáttur , vildi breyta til, fólk á ekki að vera í stjórnmálaflokki ef það er ekki sátt þar. Best að fara þangað sem hjarta fólks er.

Óðinn Þórisson, 9.10.2021 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband