12.12.2021 | 13:04
Menningarstrið borgarstjórnar"meirihlutans" við Reykvíkinga
Sú hugmyndafræði Pírata Samfylkingarinnar og hækjuflokksins að reyna með pólitíku afli að hafa áhrif á það hvernig fólk ferðast um borgina er hreinn og klár sósíalismi.
Að vilja ekki lækka álögur á borgarbúa og fyrirtæki og taka bara meiri lán og skuldsetja borgina meira og meira getur aðeins leitt til gjaldþrots borgarinnar. Álfanes.
Það kom fram að borgin hafi farið fram á neyðar-ríkis-fjárhagsaðstoð sem er í raun grafalverlegt og hversvegna hefur Dagur B. æðsi embættismaður borgarinnar ekki axlað pólitíska ábyrgð og sagt af sér út af því og öllum misökunum og klúður málum kjörtímabilsins.
Þéttingarstefna borgarinnar hefur haft þær skelfegu afleiðingar í för með sér að bæði fólk og fyrirtæki eru að flýja þær skelfilegu breytingar sem eru að gerast í Reykjavík.
14 mai 2022 fá Reykvíkingar tækifæri til að taka borgina til sín aftur.
Segir Sjálfstæðisflokkinn þríklofinn í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá árinu 1929 fyrst og fremst verið kosningabandalag frjálslyndra og íhaldsmanna.
"Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn aðhyllist einstaklingshyggju, frjálslyndi, frjálshyggju eða íhaldsstefnu."
Meira kraðak er nú varla til í einum stjórnmálaflokki og samstaðan oft lítil, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn margsinnis klofnað og brot úr flokknum myndað ríkisstjórn með öðrum stjórnmálaflokkum.
Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík, Samfylkingin, Vinstri grænir, Viðreisn og Píratar, fengu um 60% þingmanna Reykjavíkur í alþingiskosningunum í september síðastliðnum, 13 af 22.
14.8.2020:
Meirihlutinn í Reykjavík fengi þrjá borgarfulltrúa til viðbótar
4.3.2021:
Flokkarnir sem mynda meirihlutann í Reykjavík bæta allir við sig fylgi frá síðustu borgarstjórnarkosningum
Og Miðflokkurinn fær trúlega engan borgarfulltrúa í borgarstjórnarkosningunum í maí næstkomandi, enda er fólk búið að fá nóg af öllu ruglinu í Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Vigdísi Hauksdóttur.
21.10.2021:
Miðflokkurinn fengi núna 3,2% atkvæða á landinu öllu en fékk 5,4% í alþingiskosningunum
22.10.2020:
Minni skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur á hvern íbúa en annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna.
Byggð verður þétt við Borgarlínuna, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu og Reykjavíkurflugvöllur fer af svæðinu, enda er nú verið að þétta byggð á öllu höfuðborgarsvæðinu og íbúum svæðisins mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugina.
Í Reykjavík einni hefur til að mynda heil Akureyri bæst við íbúafjöldann síðastliðna tvo áratugi.
mbl.is 6.10.2021:
"Tómas Már [Sigurðsson forstjóri HS Orku] segir aðspurður að eldgosið í Geldingadölum hafi komið upp á besta stað fyrir HS Orku.
Hugsanlegt sé að þar verði jarðhitasvæði í framtíðinni og gæti svæðið því orðið orkulind í tímans rás."
Nú er sem sagt í góðu lagi að leggja nýja Suðurnesjalínu og virkja úti um allar koppagrundir á Reykjanesskaganum, jafnvel í Geldingadölum, og reisa ný hús fyrir tugmilljarða króna í Hafnarfirði og Garðabæ, sem byggðir eru á gömlum hraunum.
En alls ekki má leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna þess að hraun gæti runnið yfir flugvöllinn.
Þorsteinn Briem, 12.12.2021 kl. 15:32
30.9.2021:
Þétting út frá miðkjarna borgarinnar hagstæðust
Íbúum Reykjavíkur hefur fjölgað um heila Akureyri síðastliðna tvo áratugi og væntanlega hafa þeir sjálfir valið að búa í Reykjavík.
Með lögheimili í Reykjavík:
Árið 2001: 111.544,
árið 2021: 133.262.
Þeim sem eiga lögheimili í Reykjavík hefur því fjölgað um 21.718 síðastliðna tvo áratugi, eða 19,5%, um þrisvar sinnum fleiri en þeir sem eiga lögheimili á Akranesi, og færri eiga lögheimili á Akureyri, eða 19.219 um síðustu áramót.
Þar að auki starfa þúsundir manna í Reykjavík sem ekki búa þar, til að mynda Seltirningar, enda er nánast engin atvinnustarfsemi á Seltjarnarnesi.
Og nú gapir flautaþyrillinn og jólasveinninn Ómar Ragnarsson um "flótta frá Reykjavík".
Karluglan er yfirleitt á móti því að byggt sé í Reykjavík, nema þá "úti í sveit". Ekkert megi til að mynda byggja á Vatnsmýrarsvæðinu vegna þess að þar eigi að vera flugvöllur og alls ekki megi stækka Landspítalann við Hringbraut.
Og karlinn vill að Þjóðleikhúsið sé í Ártúnsholtinu, sem hann heldur að sé miðbærinn í Reykjavík. Hann er því að mörgu leyti öfgahægrikarl.
Á Vatnsmýrarsvæðinu verða um 740 íbúðir á Hlíðarenda og um 700 íbúðir í Nýja Skerjafirði, samtals um 1.440 íbúðir.
Og þessar íbúðir verða nálægt stærstu vinnustöðum landsins. Landspítalinn er með um fimm þúsund starfsmenn, Háskóli Íslands með um sextán þúsund nemendur og kennara og Háskólinn í Reykjavík um fjögur þúsund nemendur og kennara, samtals um 25 þúsund manns.
Verið er að byggja íbúðir fyrir mörg hundruð nemendur Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á Vatnsmýrarsvæðinu og þar er verið að reisa Vísindagarða.
Um 300 íbúðir verða á Héðinsreit, rétt hjá matvöruverslunum á Granda, til að mynda Bónus, en ekki var pláss fyrir þá verslun á Seltjarnarnesi.
Verið er að reisa eða nýbúið að byggja um 360 íbúðir við Útvarpshúsið í Efstaleiti, um 100 á Höfðatorgi, um 300 á Kirkjusandi og um 1.500 íbúðir í Vogabyggð.
16.11.2018:
"Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1.344 íbúðir í borginni á fyrstu tíu mánuðum ársins og árið er orðið metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík."
"Framkvæmdir á nýjum íbúðum eru hafnar á 32 byggingarsvæðum í Reykjavík, þar sem má byggja alls 4.828 íbúðir."
Metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík - Um fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi í borginni
4.10.2021:
""Í fyrra voru teknar í notkun 1.572 nýjar íbúðir í Reykjavík. Það var met.
Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru þær orðnar 1.422. Það stefnir því í annað met.
Og verið er að byggja tvö þúsund íbúðir í þessum töluðu orðum," segir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar."
Þorsteinn Briem, 12.12.2021 kl. 15:44
Þorsteinn Briem - Úrslit borgarstjórnarkosninganna 2018 eru eftirfarandi:
1.870
4.812
Óðinn Þórisson, 12.12.2021 kl. 20:15
Þosteinn Breim - Umfæða í Réttarholtsskóla um bústaðahverfi, "Hún sagði fyrirliggjandi hugmyndirnar sérstakar og lagði beinlínis til að borgarsjtórinn hætti við þær hér og uppskar mikið lófatkak meðal gesta." Lilja Dögg ráðherra Framsóknarflokksins
Framsókn er ekki á sama stað og "meirihlutinn" Hvað gerir hann ef hann nær sæti í borgarstjórn , mun flokkurinn styðja áframhaldandi veru Dags B. sem borgarstjóra ?
Óðinn Þórisson, 12.12.2021 kl. 20:30
Þorsteinn Briem - ég hef verulegar áhyggjur af framtíð Reykjavíkur og hagsmunum borgarinnar ef flokkar sem eru jafn óábyrgir í fjármálum og jafn forræðishyggjusinnaðir fá að halda hér völdum.
Reykvíkingar verða líka að skoða braggaklúðrið, fossvogskólaklúðrið, aðförina að fjölskyldubílinum, aðförina að reykjavíkurflugvelli, hvað það er ótrúlega óábyrt og eykur óöryggi landsbyggðarinnar ef fluvellinum verður lokað áður en fundin verður staður til að byggja nýjan flugvöll og hvað eiga þeir peningar að koma ef borgin er því næst gjaldþrota.
Stætó , hversvegena hefur ekki gengið neitt að fjölga fólki til að nota strætó , ca. 4 % nota strætó, tómir vagnar keyra um götur borgarinnar á hverjum degi fyrir utan kannski 4 tíma á háannatíma.
Óðinn Þórisson, 12.12.2021 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.