11.2.2022 | 09:23
Hvað gerir Viðreisn ?
Stóra spurningin hvort Viðreisn ætlar að vera áfram hækja Samfylkingarinnar í borgarstjórn eða hvort hann ætlar að ákveða að koma fram með sjálfstæða stefnu og hugsjónir.
Viðrein veit hvað kom fyrir síðasta hækjuflokk Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Ég skrifaði um daginn færslu " Hljóð og mynd fer ekki saman hjá Viðreisn "
Varðandi þetta flokksval Samfylkingarinnar er þetta ótrúlega óspennandi, Dagur, Heiða, Skúli og Hjálmar - ekki beint ávísun á bjarta framtíð fyrir Reykjavík og Reykvíninga.
Það þarf að breyta um kúrs í Reykjavík, ekki x-s.
Flokksval Samfylkingar eftir bókinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt alþingiskosningunum í september síðastliðnum er ekkert sem bendir til þess að Mörlendingar séu hægrisinnaðri en fyrir nokkrum árum.
Miðflokkurinn, sem er þrátt fyrir nafnið lengst til hægri á Alþingi, tapaði miklu fylgi í kosningunum og þar að auki duttu af þingi Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson, sem voru þar lengst til hægri af sjálfstæðismönnum.
Og Arnar Þór Jónsson er einungis varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk núna um 1% minna fylgi en í alþingiskosningunum árið 2017, þegar flokkurinn tapaði um 4% fylgi.
Og Miðflokkurinn fékk núna 5,4% fylgi en í alþingiskosningunum 2017 fékk flokkurinn 10,9% fylgi.
Miðflokkurinn fékk núna engan þingmann í Reykjavík en meirihlutaflokkarnir í borginni, Samfylkingin, Vinstri grænir, Viðreisn og Píratar, fengu um 60% þingmanna Reykjavíkur, 13 af 22.
Og samkvæmt skoðanakönnunum fær Miðflokkurinn engan borgarfulltrúa í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í maí næstkomandi.
Þorsteinn Briem, 11.2.2022 kl. 09:46
22.10.2020:
Minni skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur á hvern íbúa en annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Þorsteinn Briem, 11.2.2022 kl. 10:44
Þorsteinn Breim - ég held að flestir hefðu talið það eðlilegt að meirihluti sem hefði ekki meirihluta atkvæða á bak við sig myndi reyna að einhverju leiti að vinna með flokkunum sem hefðu meirihluta atkvæða á bak við sig. Nei það hefur ekki verið raunin.
Nú er það komið í ljós að 53 % fjölgun borgarfulltrúa úr 15 - 23 hefur engu skilað fyrir hagsmuni Reykjavíkur eða Reykvíkinga.
Og nýjast í gær tillaga um að kaup á eign upp á 460 milljónir vegna borgarlínu , ja eigum við ekki að segja að þeim milljónum verður ekki varið í grunnþjónutuna, n.b þesssir peningar eru ekki á fjárhagsáætlun.
Það sem þessi 12 borgarfulltrúar hafa ekki viljað skylja er að Reykjavík er höfuðborg Íslands og hefur þar af leiðandi meiri skyldur en öll önnur sveitarfélög.
Ég hef verið talsmaður þess að taka skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg með Samfylkingin er við völd í Reykjavíik vegna mikilvægis Reykjavíkurflugvallar fyrir alla landsmenn.
Var það ekki um árið sem Dagur o .co hundsuðu yfir 60 þús undirsktifir varðandi að Reykjavíkkurflugvöllur yrði áfram í Vatnsýmirinni, ekki mikil lýðræðisást þar.
En auðvitað gæti Viðrein haft mikið að segja með það eftir næstu borgarstjórnarkosningar hvort þeir vilja bara vera áfram hækja Samfylkingarinnar eða vilja verða sjálfstæður frjálslyndur flokkur.
T.d selja Malbikunarstöð Reykjavíkurborgar og fara í það með borgarlegum flokkum að lækka álögur á fólk og fyrirtæki.
Framsókn þeir fá örugglega fulltrúa í borgarstjórn og það virðist komið upp ósætti milli vg og Samfylkingarinnar , þannig að ég held að Dagur geti ekki litið á það svo að hann muni ráða Reykjavík næstu 4 árin.
Óðinn Þórisson, 11.2.2022 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.