Samfylkingin sagði NEI við tillögu Sjálfstæðisflokksins um ESB

ESB - Nei TakkÞað voru gríðarleg mistök hjá Samfylkingunni að samþykkja ekki tillögu Sjálfstæðisflokksins um að þjóðin yrði spurð hvort hún hefði áhuga á að ísland myndi ganga í ESB.

Það var svo Samfylkingin sem setti ESB - aðlögunarviðræður á ís haustið 2012.

Það voru haldnar lýðræðislegar alþingskosingar 25 sept 2021 og fengu ESB - flokkarnir lítið fylgi.

Samfylkingin fékk 9.9 % atkvæða og 5 þingmenn og Viðreisn fékk 12,6 % atkvæða og 6 þingmenn.

Það hvorki meirihlutafylgi hjá þjóðinni eða pólitískur vilji að hefja aftur aðlögunarviðræður að ESB.

Áfram Ísland


mbl.is Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.3.2022:

Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn cool

4.10.2018:

"Fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti." cool

Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 21.3.2022 kl. 17:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu." cool

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það." cool

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins." cool

Þorsteinn Briem, 21.3.2022 kl. 17:18

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er rétt að þjóðin á að segja sitt álit í þjóðaratkvæðagreiðslu en þetta er nú kannski ekki rétti tíminn. Staðreyndin er sú að aðild núna myndi stórskaða almenning þegar kemur að verði fyrir orkuna. Við yrðum tilneydd tila að leyfa sæstreng og þar með tekur verð almennings í landinu mið af verðinu á meginlandinu. Varðandi varnarmálin þá er það NATÓ sem sér um þau mál. Ekki ESB. Sennilega er best að bíða fram að næstu alþingiskosningum og kjósa um þetta þá samhliða þeim þegar ástandið í Evrópu er orðið eðlilegt.

Jósef Smári Ásmundsson, 21.3.2022 kl. 17:40

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Briem - Katrín Jakobsdóttir sagði á alþingi í dag að það hefðu verið mistök hjá VG í ríkisstjórn við Samfylkinguna að styðja ekki tillögu Sjálfstæðisflokksins um að spyrja ekki þjóðina hvort eigi að hefja aðlögunarviðræður við ESB.

ESB - flokkarnir hafa talað mikið um ESB en niðustaðan í síðustu alþingiskosningum var sú að samanlagt fengu flokkarnar aðeins 11 þingsæti.

Samfylkingin útilokaði stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningar og þegar niðurstaða kosninganna lá fyrir höfðu stjórnarflokkarnir bætt við sig fylgi.

Það er ekki hægt og væri raun svik við kjósendur stjórnarflokkana að halda einhverja þjóðaratkvæðagreiðslu á þessu kjörtímabili um mál sem er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar.

Það er mjög ódýrt hjá ESB flokkunum að koma núna fram með þessa tillögu þegar Rússar hafa hafið innrás í Úkraínu þegar tillagan um aðlögun að ESB er raun gagnslaus fyrir þjóðaröryggi okkar.

Við erum í Nató sem verndar okkur frá árás þar sem árás á eina Nató þjóð er árás á allar.

Við erum með þjóðaröryggisráð sem hefur eftirlit með því að þjóðaröryggisstefnu Íslans sé framfylgt.

Það má svo alltaf ræða um einhverjar skoðanakannanir en eina sem skiptir máli eru alþingskosningar og þar töpuðu ESB - flokkarnir.

Ég held að ef Björt Framtíð hefði ekki slitið stjórnarsamsarfinu 15 sept 2017 af einhverri stórfurðulegri ástæðu og ákvörðun sem tekin var um miðja nótt þá er aldrei að vita hvað hefði gerst með ESB - málið.

Svo voru kosningar og mynduð var ríkisstjórn af flokkum sem hafa það ekki á stefnuskránni að afsla ísland fullveldi og sjálfstæði sínu og var sú ríkisstjórn endurkjörin í raun og veru  þannig að ESB verður að bíða þar til í fyrsta lagi eftir næstu alþingiskosiningar eftir 4 ár.

Óðinn Þórisson, 21.3.2022 kl. 18:16

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - það sem þarf að gerast til að hægt sé að kjósa um hvort eigi að hefja aðlögunarviðræður við ESB er að meirihluti alþings sé hlynntur aðild og fari til Brux með alla ríkisstjórnina á bak við sig og skrifi undir það sem ESB leggur á borðið fyrir þá að skirfa undir.

Það er aðeins aðild að ESB í boði , að ísland aðlagi lög sín og reglur að ESB.

Óðinn Þórisson, 21.3.2022 kl. 18:19

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef að núverandi stjórnkerfi virkar eins og það á að gera þá hlýtur vilji þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu að endurspegla niðurstöður alþingiskosninga.Reyndar hef ég haldið því fram að núverandi kerfi þar sem flokkar eru kosnir en ekki fólk endurspegli ekki lýðræðið. Hvort viltu þá láta þjóðina ráða eða meirihlutann á Alþingi?

Jósef Smári Ásmundsson, 21.3.2022 kl. 19:14

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - Samfylkingin og Píratar hafa í raun komið í veg fyrir allar breytingar á stjórnarskránni á undanförnum árum.

Það gerist aðeins í löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við þar sem stjórnarskrá er rifin og ný skrifuð af nefnd út í bæ.

Þjóðin velur í kosningum flokka, meirihlutinn myndar ríkisstjórn og hefur framkvæmdavaldið.

Óðinn Þórisson, 21.3.2022 kl. 21:43

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er engin þörf á að breyta stjórnarskránni til að breyta úr flokksræði yfir í einstaklingskosningar, Óðinn. Stjórnarskráin segir einungis að allir landsmenn sem náð hafa ákveðnum aldri hafi rétt áað bjóða sig fram. Það er ekki skilyrt að til þess þurfi að bjóða sig fram á lista flokksframboðs. Þjóðin á að eiga rétt á að velja um þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og um önnur mál.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.3.2022 kl. 09:29

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - ég hef alltaf tekið þátt í öllum þeim prófkjörum og kosningum sem ég hef haft rétt til að taka þátt í.

Ég myndi vilja sjá breytingu á stjórnarskránni sem segði að ákveðin % þjóðarinnar myndi vilja kjósa um eitthvað mál væri það gert og sú atkvæðagreiðsla yrði bindandi.

Samfylkingin og Píratar hafa komið i veg fyrir allar breytingar á stjórnarskránni með kröfu sinni um að skipta út æðsta plaggi okkar íslendinga, stjórnarskránni fyrir tillögu frá nefnd í út í bæ.

Kjósum um Nato, ESB, Reykjavíkurflugvöll o.s.frv en það verður að vera gert rétt og að það sé í raun vilji þjóðarinnar.

Óðinn Þórisson, 22.3.2022 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 310
  • Frá upphafi: 881735

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 227
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband