14.4.2022 | 20:45
Hversvegna hefði Jóhanna Sigurðardóttir átt að segja af sér ?
Þann 02.02.2013 var Árni Páll Árnason kosinn formaður Samfylkingarinnar og hafði hún sem forsætisráðherra ekki stuðning frá honum til að klára stjórnarskrámálið sem ég fagnaði mjög.
Samfylkingin setti það efst á listann hjá sér í vinstri - óstjórninni að koma heim með esb " samning " þannig að þjóðin gæti tekið afstöðu til hans.
Samfylkingin setti esb - á ís haustið 2012 og bera því mesta ábyrð á því að það mál er ekki komið til þjóðarinnar.
Svartasti blettur á sögu Samfylkingarinnar eru sjálfsögðu pólitísku réttarhöldin yfir Geir H. Haarde. Flokkurinn hefur enn ekki beðið hann afsökunar á þessum ljóta leik.
Svo í lokin skulum við rifja upp að Jóhanna Sigurðardóttir var ráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde og sat þar í 4 mann ráðherranefnd um ríkisfjármál og Samfylkingin hafði einnig bankamálaráðuneytið á sinni ábyrð.
Það hefði verið best fyrir hagsmuni Samfylkingarinnar að Jóhanna Sigurðardóttir hefði sagt af sér þegar ljóst að hún hefði ekki náð neinum árangri í þessum tveimur málum og hleypt Árna Páli nýjum formanni inn í forsætisráðuneytið og tekið kosningabaráttuna sem forsætisráðherrra en sem betur fer gerði hún það ekki,
Flokkurinn hefur ekki náð sér á strik eftir valdatíð Jóhönnu Sigurðardóttur.
Segir söluna sukk og svínarí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svartasti bletturinn eru a.m.k. 10.000 heimili sem var splundrað og sett á vergang en þeim var aldrei skipaður neinn verjandi. Réttarhöld Landsdóms eru smámál í þeim samanburði.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.4.2022 kl. 21:49
Guðmundur - sammála þér það var illa komið fram við heimilin hjá vinstri óstjórninni og þar var Dagur B. varaformaður.
Pólitísk réttarhöld í lýðræðisríki þar sem á að vera réttarríki þá var þetta svartur blettur og sögu Samfylkingarinnar, ég gef þeim engan afslátt þar. Þetta var ljótur leikur.
Óðinn Þórisson, 14.4.2022 kl. 23:22
Undirritaður hélt að Sjálfstæðisflokkurinn væri svo hrifinn af stjórnarskránni að flokkurinn vildi ekki breyta henni.
Geir H. Haarde var sakfelldur af Landsdómi, til að mynda hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.
"14. gr.
Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."
Stjórnarskrá Íslands
16.11.2020:
"Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.
Þá kváðust ríflega fjórir af hverjum fimm vilja sjá ákvæði um að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, aukið persónukjör til Alþingis og rétt þjóðarinnar til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu í nýrri stjórnarskrá.
Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23.-28. október 2020.
Alls kváðu 66% svarenda að þeir vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, sem er óbreytt frá könnun MMR sem framkvæmd var í apríl 2012, hálfu ári áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fór fram.
Til samanburðar má geta þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sjálfrar var að 67% þeirra sem tóku afstöðu kusu með tillögum stjórnlagaráðs en 33% á móti."
Tveir þriðju Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs
Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,6%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 40,5 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 2.8.2014:
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
9.4.2014:
"Nú hafa stærstu efndir sögunnar á kosningaloforði litið dagsins ljós. Forsætisráðherra greip til þess að nota pizzur til að útskýra fyrir fólki hvernig það ætti að nálgast efndirnar. Hann hefði alveg getað haldið áfram með pizzurnar til að gera fólki grein fyrir upphæðum efndanna.
Samkvæmt tölum (fjölda heimila sem eiga rétt á leiðréttingu deilt í 72 milljarða) lækkar húsnæðisskuld meðalheimilis um 1 milljón. Afborgun af hverri milljón í verðtryggðu húsnæðisláni til langs tíma er u.þ.b. 5 þúsund á mánuði sem dugir fyrir 2 vænum pizzum."
Tvær pizzur á mánuði
13.4.2022 (í gær):
Stjórnarflokkarnir tapa allir fylgi og myndu missa meirihlutann á Alþingi
Þorsteinn Briem, 14.4.2022 kl. 23:41
Samþykkt meirihluta Alþingis frá 16. júlí 2009 um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið er enn í fullu gildi, þar sem þingsályktunin hefur ekki verið dregin til baka af Alþingi.
"Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."
Þingsályktun um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu
18.12.2012:
""Ég trúi því að það þjóni bæði hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins að ljúka þessum samningaviðræðum," segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu."
"Við munum taka mið af ýmsum sérhagsmunum Íslands ... og vonandi felast næstu skref í því að við fáum tækifæri til að kynna endanlegan samning fyrir íslensku þjóðinni, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun.""
8.4.2013:
"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."
"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.
Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."
"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."
"Gangur í viðræðunum hefur verið góður, 27 kaflar hafa verið opnaðir og 11 lokað og einungis er eftir að hefja viðræður um sex kafla."
Varanlegar undanþágur og sérlausnir Evrópusambandsins - Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
19.8.2018:
"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins."
Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
9.3.2022:
Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn
Þorsteinn Briem, 15.4.2022 kl. 00:10
Þorsteinn Breim - Sjálfstæðiflokkurinn styður ekki að æðsta plaggi íslands, stjórnarskrá landsins verði skipt út fyrir tillögu frá nefnd út í bæ.
Aðildarumsóknin var aamþykkt af hluta af þingflokki vg 2009 þvert á stefnu flokksins varðandi esb og orð formannsins kvöldið fyrir kosningar 2009 að ekki yrði sótt um aðild á þeirra vakt.
Þannig að rétt að meirihuti alþings 16..júlí 2009 var að sækja um aðild að esb en svo var það haustið 2012 að aðildarviðræður við esb voru settar á ís m.a vegna mikillar óánægju vg.
Þarna átti Samfylkingin að slíta stjórnarsamstarfinu við vg, þeirra stærsta mál sett á ís og esb - " draumurinnn " í raun búinn með samþykki flokksins sem lagði allt undir að koma heim með " samning " sem þjóðin gæti tekið ákvörðun um.
Stjórnarflokkarnir töpuðu mjög miklu fylgi 2013, Samfylkingin var með 20 , fékk bara 9 og vg var með 14 en fékk bara 7 , þetta kallast afhroð.
Ef þjóðin vill ganga í esb þá fá esb - flokkarnar ekki meira fylgi og þigmenn en 11 samanlagt. Þetta gengur ekki upp.
Þetta eru þriðju alþingskosningarnar eftir 2009 afhroðið vinstri óstjórnarinnar þar sem þessum flokkum var alfarið hafnað og í dag er hvorki pólítískur vilji né vilji hjá þjóðinni að ganga í esb.
Það sem skiptir máli eru kosningar ekki skoðanakannair.
Óðinn Þórisson, 15.4.2022 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.