Mótmæli á Föstudeginum langa / sorglegasti dagur okkar kristnu þjóðar

Mér sýnist þetta hafa verið allt þekktir mótmælendur og vil ég góðfúslega með kristilegum gildum og hugarfari að leiðarljósi að endurtaka ekki þennan fund á þessu sorgardegi kristinn þjóðar.

Það hefði verið auðvelt fyrir skipuleggjendurnar að halda þennan fund á morgun laugardag.


mbl.is Mótmæla bankasölunni á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það má gagnrýna þessa bankasölu svo sem, en þeir sem hafa fylgzt með íslenzku þjóðlífi í 20 ár að minnsta kosti og muna Búsáhaldabyltinguna vita að ákveðin prósenta á þessu landi eru svokallaðir atvinnumótmælendur. Áður voru þeir hluti af Vinstri grænum, mig grunar að nú hafi þeir meira farið yfir á Pírata eða Sósíalistaflokkinn. Atvinnumótmælendur bíða á hliðarlínunni að hægrimenn misstígi sig og mótmæla þá, en ekki útaf misgjörðum vinstrimanna og jafnaðarmanna. Býsna óréttlátt.

En bankasalan er gagnrýniverð. Það er bara svo miklu fleira sem hægt er að mótmæla og margt eða flest miklu verra. Búið er að taka frjálsa hugsun af fólki með kerfisbundnum áróðri.

Ingólfur Sigurðsson, 16.4.2022 kl. 04:07

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingólfur - það er sjálfsagt að mótmæla en föstudagurinn lagi er ekki rétti dagurinn til að gera fyrir kristna þjóð.


Píratar hafa verið mjög duglegir rétt eins og sósíalistar og nú hefur verið farið að bera á þingmönnum Flokki fólksins, veit ekki hvort þeir voru þarna í gær, en jú þetta er alltaf sama fólkið.

Það er ekki eins og stjórnarandstaðan hafi ekki nýtt sér til hins ítrasta til að koma höggi á traust og trúverðugleika bankanna okkar sem getur skaðað okkur alþjóðlega.

Eins og áður hefur komið fram hjá mér þá treysti ég ekki Stundinni, Kjarnanum og fréttastofu Rúv sem hefur að mínu mati algjörlega misst sinn trúverðugleika og traust.

Óðinn Þórisson, 16.4.2022 kl. 07:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég verð alltaf jafn hissa þegar kenningum um "atvinnumótmælendur" er kastað fram og óska vinsamlegast eftir skýringum.

Hvert fer ég til að sækja um atvinnu við að mótmæla, hver er launagreiðandinn og hvað er tímakaupið?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2022 kl. 18:07

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - ég held að það sé mikilvægt að við sem kristin þjóð virðum ákveðin gildi sem við höfum sem kristin þjóð og boðum ekki til eða mætum á mótmæli á dögum eins og föstudeginum langa.

Óðinn Þórisson, 16.4.2022 kl. 19:54

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Óðinn. Ég var ekki að spyrja um það, heldur hvar þeir sem vilja gerast "atvinnumótmælendur" geti sótt um það starf, hjá hverjum og fyrir hvaða tímakaup?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.4.2022 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband