19.4.2022 | 10:05
Sendum Samfylkinguna í frí frá Reykjavík 14 mai
Húsnæðiskorturinn í Reykjavík er tilbúinn vandi sem R-listinn bjó til á sínum tíma er enn í dag.
Öll nálgun meirihlutans á þessu kjörtímabili og á þvi síðasta hefur verið að halda niðri lóðaframboði sem býr til þessa skortstefnu sem Samfylkingin byggir sína stefna á.
Þétting byggðar hefur algerlega mistekist enda brengluð stefna enda e enginn lóðaskortur í Reykjavík.
Samfylkingin sagði sig frá jafnaðarstefnunni í tíð Jóhönnustjórnarinnar.
Íbúðakaup orðin áhættufjárfesting? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Íbúum Reykjavíkur hefur fjölgað um meira en heila Akureyri síðastliðna tvo áratugi og væntanlega hafa þeir sjálfir valið að búa í Reykjavík.
Í fyrra, árið 2021, fjölgaði íbúum Reykjavíkur um 2.426, samkvæmt Hagstofu Íslands, sem er um þriðjungurinn af íbúum Akraness en þeir voru 7.841 um síðustu áramót.
Og síðastliðin fimm ár hefur íbúum Reykjavíkur fjölgað um tólf þúsund og fimm hundruð, sem er um það bil heill Mosfellsbær en þar bjuggu 13.024 um síðustu áramót.
Með lögheimili í Reykjavík, samkvæmt Hagstofu Íslands:
1. janúar 2002: 112.411,
1. janúar 2022: 135.688.
Þeim sem eiga lögheimili í Reykjavík hefur því fjölgað um 23.277 síðastliðna tvo áratugi, eða 21%, og um 3.600 færri íbúar eiga lögheimili á Akureyri, eða 19.642 um síðustu áramót.
Þar að auki starfa þúsundir manna í Reykjavík sem ekki búa þar, til að mynda Seltirningar, enda er nánast engin atvinnustarfsemi á Seltjarnarnesi.
Í fyrra, árið 2021, komu 1.285 nýjar fullbúnar íbúðir inn á húsnæðismarkaðinn í Reykjavík, sem var um 30% yfir markmiðum borgarinnar.
Og þar af voru 792 íbúðir, eða 62%, á vegum húsnæðisfélaga án hagnaðar.
1.4.2022:
Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík
Á Vatnsmýrarsvæðinu verða um 740 íbúðir á Hlíðarenda og um 700 íbúðir í Nýja Skerjafirði, samtals um 1.440 íbúðir.
Og þessar íbúðir verða nálægt stærstu vinnustöðum landsins. Landspítalinn er með um fimm þúsund starfsmenn, Háskóli Íslands með um sextán þúsund nemendur og kennara og Háskólinn í Reykjavík um fjögur þúsund nemendur og kennara, samtals um 25 þúsund manns.
Verið er að byggja íbúðir fyrir mörg hundruð nemendur Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á Vatnsmýrarsvæðinu og þar er verið að reisa Vísindagarða.
Um 300 íbúðir verða á Héðinsreit, rétt hjá matvöruverslunum á Granda, til að mynda Bónus, en ekki var pláss fyrir þá verslun á Seltjarnarnesi.
Verið er að reisa eða nýbúið að byggja um 360 íbúðir við Útvarpshúsið í Efstaleiti, um 100 á Höfðatorgi, um 300 á Kirkjusandi og um 1.500 íbúðir í Vogabyggð.
16.11.2018:
"Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1.344 íbúðir í borginni á fyrstu tíu mánuðum ársins og árið er orðið metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík."
"Framkvæmdir á nýjum íbúðum eru hafnar á 32 byggingarsvæðum í Reykjavík, þar sem má byggja alls 4.828 íbúðir."
Metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík - Um fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi í borginni
4.10.2021:
""Í fyrra voru teknar í notkun 1.572 nýjar íbúðir í Reykjavík. Það var met.
Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru þær orðnar 1.422. Það stefnir því í annað met.
Og verið er að byggja tvö þúsund íbúðir í þessum töluðu orðum," segir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar."
Þorsteinn Briem, 19.4.2022 kl. 11:06
Þorsteinn Breim - stundum mætti halda að meirihlutinn væri meira að vinna fyrir verktaka/fjarfesta en borgarbúa þegar kemur að því að halda niðri lóðaframboði.
Við höfum verið að sjá á undanförnum árum mikla fólksfjölgin i nágrannasveitarfjölum Reykjavík vegna lóðaskortsetfnu meirihlutans í Reykjavík.
Það er búið að benda á ýmis svæði sem mættu fara í byggingu hér á Reykjavík þar sem er enginn lóðaskortur en meirihlutinn nú sem á fyrra kjörtímabili hefur þvertekið fyrir að fara í.
Ung fólk / fólk sem er að kaupa sína fyrstu eign eiga mjög erfitt eða gert það nánast ómöglegt að kaupa íbúð í Reykjavík og hafa ferkar valið nágrannnasveitarfélgin eins og Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ, Reykjanes, Akranes, Þorlákshöfin o.s.frv.
Ég er sammála Einari að ef þessir fjórir lóðaskortsstefnuflokkar halda áfram hér eftir 14 mai er alveg ljóst að það verður meira en neyðarástand á húsnæðismarkaði á næstu árum hér í Reykjavík.
Óðinn Þórisson, 19.4.2022 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.