Öfgar mega ekki hafa betur en skynsemi og flugöryggi.

Hvassahraunsflugvöllur DagsÞað er ekki erfitt að skilja hatur borgarjórnarmeirihlutans á Reykjavíkurflugvelli þar sem þetta fólk virðist ekki skylja annarsvegar að Reykjavík er höfuðborg Íslands og hinsvegar að Ísland er eyja og 
því flugvölurinn lífæð fyrir landsbyggðarfólk.

Sjúkraflug sem má ekki setja í stórhættu vegna þekkingarleysis og öfgum þessa fólks gegn Reykjavíkurflugvelli.


Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur talað eins og einn flokkur í þessu máli eins og öllum öðrum málum á þessu kjörtímabili og erfitt að greyna orðið á milli flokkana því þeir virðst í raun vera orðinn einn flokkur.

Skynsemin og öryggi flugs sem verður að vera í 1 sæti segir hinsvegar að Reykjavíkurflugvelli verði ekki lokað fyrr en nýtt flugvallarstæði finnst og nýr flugvöllur byggður.


mbl.is Harður tónn ráðherra ekki í takt við sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 10.6.2016:

"Hæstiréttur dæmdi borginni í hag í málaferlum okkar gegn ríkinu um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. cool

Bæði dómar héraðs- og Hæstaréttar eru mjög afdráttarlausir og eyða óvissu um næstu skref, lokun þriðju brautarinnar og uppbyggingu á Hlíðarenda. cool

Það er mikils virði að dómarnir taka einnig á þeim áhyggjum sem settar hafa verið fram um öryggismál og önnur atriði sem sett hafa verið fram sem rök gegn því að efna eigi fyrirliggjandi samninga. cool

Ráðherra hefur frest til 29. september næstkomandi til að loka brautinni en eftir það leggjast dagsektir á ríkið. cool

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur tekið af skarið um að sá frestur verði virtur.

Uppbygging á Hlíðarenda getur því hafist af krafti enda ekki vanþörf á. Þar munu rísa 600 íbúðir með verslun og þjónustu á jarðhæð." cool

Þorsteinn Briem, 5.5.2022 kl. 18:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

14.3.2013:

"Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. cool

Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112.000 fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á  byggingarlandinu.

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson sem staðgengill borgarstjóra undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli. cool

Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun. cool

Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi. cool

Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs."

Þorsteinn Briem, 5.5.2022 kl. 18:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

mbl.is 6.10.2021:

"Tóm­as Már [Sig­urðsson for­stjóri HS Orku] seg­ir aðspurður að eld­gosið í Geld­inga­döl­um hafi komið upp á besta stað fyr­ir HS Orku. cool

Hugs­an­legt sé að þar verði jarðhita­svæði í framtíðinni og gæti svæðið því orðið orku­lind í tím­ans rás."

Nú er sem sagt í góðu lagi að leggja nýja Suðurnesjalínu og virkja úti um allar koppagrundir á Reykjanesskaganum, jafnvel í Geldingadölum, og reisa ný íbúðarhús og aðrar byggingar fyrir hundruð milljarða króna í Hafnarfirði og Garðabæ, sem byggðir eru á gömlum hraunum. cool

En alls ekki má leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna þess að hraun gæti runnið yfir flugvöllinn. cool

Þorsteinn Briem, 5.5.2022 kl. 18:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú á ríkið einungis 52 hektara land undir austur-vestur flugbraut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á því svæði. cool

Kortavefsjá ríkiseigna

Ríkið getur hins vegar selt þetta 52 hektara land til að fjármagna flugvöll við Hafnarfjörð. cool


Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 115% verðbólga hér á Íslandi. cool

"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni, sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."

Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna, sem fást með sölu á landi ríkisins undir austur-vestur flugbraut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu. cool

Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.


"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann." cool

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna.

Byggð verður þétt við Borgarlínuna, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu og Reykjavíkurflugvöllur fer af svæðinu, enda er nú verið að þétta byggð á öllu höfuðborgarsvæðinu og íbúum svæðisins mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugina.

Í Reykjavík einni hefur til að mynda meira en heil Akureyri bæst við íbúafjöldann síðastliðna tvo áratugi.

Og Reykjavíkurborg keypti um 112 þúsund fermetra land af ríkinu við Skerjafjörð, sem er hér með grænum lit: cool

Þorsteinn Briem, 5.5.2022 kl. 19:52

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Briem - í þessari færslu er ég að reyna að koma á framfæri ákveðnum hlutum sem skipta grundvarllarmáli fyrir alla landsmenn og því miður virðist þú ekki hafa lesið færsluna eða ekki skylja það sem ég er að tala um.

Það að Samfylkingin setji sitthvorum megin við borðið og geri samning við sjálfa sig um framtíð Reykjavíkurflugvallar er að sjálfsögðu ekki boðlegt og hefði að sjálfsögðu átt að gera í sátt við íbúa Reykjavíkur.

Allt þetta ferli virkar eins og þetta sé mjög einhliða og ekki hllustað á nokkurn mann eða þá sem hafa hagsmuni og bera ábyrð á flugöryggi.

Ég hef talað um það að það sé í raun mikilvægt að taka skipulagsvaldið af Reykjavíkurborg meðan svona einhliða öfgasjónarmið ráða för við stjórn Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurflugvöllur er ekki einkamál þessara 12 borgarfulltrúa en eins og ég bendi á í færslunni þá velti ég því upp hvort þessir fjórir flokkar séu í raun orðinn sami flokkurinn.

Ég vil benda þér og öðrum að skoða síðuna http://www.lending.is/

Óðinn Þórisson, 5.5.2022 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband