21.6.2022 | 09:58
Hversvegna afhroð hjá Sjálfstæðisflokknum 14.mai 2022 ?
Sjálfstæðisflokkurinn fékk aðeins 14,686 atkvæði og 24,5 % og 6 borgarfulltrúa miðað við 18.146 atkvæði 30,8 % og 8 borgarfulltrúa 2018.
Sjálfstæðisflokkurinn var með mjög góðan oddvita Eyþór Arnalds sem talaði mjög skýrt og var buinn að halda fylgi flokksins uppi allt kjörtímabilið.
Niðurstaðan er kristaltær innkoma Hildar Björnsdóttur skaðaði flokkinn mjög mikið og það sýnir m.a góður árangur Framsóknarflokksins sem fékk 4 borgarfulltrúa og hafði 0.
Hildur var í stjórnarandstöðu við Eyþór nær allt kjörtímabilið í lykilmálum og það er mín skoðun að hún ætti að stíga til hliðar og axla ábyrð á afhroði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eina skynsamlega viðbragðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er kolvitlaus greining hjá þér. Hafði ekkert með Hildi að gera.
Ástæðan er einfaldlega sú, og Bjarni hefði
betur beðið en lá svo á, var bankasalan. Þegar nöfn þeirra sem keyptu komu í ljós,
gamlir hrunverjar og pabbar, þá skipti engvu máli hvort allt var gert löglega eða
ekki. Skaðinn var skeður. RUV og fleiri, ásamt þingmönnum sem samþykktu söluna, snéru þessu
öllu uppí spillingu hjá sjálfstæðisflokknum og það virkaði. Korter fyrir kosningar.
Sýnir sig enn og aftur dómgreindar leysið hjá BB, enda er hann á góðri leið að koma flokknum til fjandans.
Ef ekki koma nýjir menn í brúnna, þá er sjálfstæðisflokkurinn á leið í sama fylgi og allir hinir litlu flokkarnir.
Sorglegt en satt.
Sigurður Kristján Hjaltested, 21.6.2022 kl. 11:05
Sigurður Kristján - til að verja aðeins Hildi þá var það óheiðarleiki Viðreisnar sem sagðist ganga óbundinn til kosninga en daginn eftir kjördag myndar bandalag með S og P þannig að Viðreisn sveik sitt loforð og gerði ómöglegt fyrir Hildi að mynda meirihluta.
Eyþór var eini sam hafði umboð frá flokksmönnum eftir prófkjörið 2018 og Hildur og aðrir voru valdir á listann í Valhöll af einhverri elítu þar.
Ég hefði viljað sjá hana sem fékk 2 sætiið á silfurfati styðja sinn oddvita 100 % en ekki vera að takast á út á við hann í grundvallarmálum og eyðilaggði það samstöðuna í borgarstjórnarflokknum.
Bankasölumálið, Lilja Alferðs. v.formaður Framsóknar situr í ráðherranefnd um ríkisfjármál og vissi allt um málið og allar hennar eftiráskýringar einfaldlega voru afsannaðar af BB.
Því miður verða þetta annað kjörtímabil glatað og það alfarið í boði Hildar Björnsdóttur.
Óðinn Þórisson, 21.6.2022 kl. 12:56
Þú verður að fara að skilja það að LÍÚ núna SFS stjórna þessu öllu.
Sigurður I B Guðmundsson, 21.6.2022 kl. 16:18
Sigurður I B - formaður og v.formaður eru kjörnir á landsfundi af landsfundarfulltrúum á lýðræðislegan hátt.
Ef þú hefur einhverjar sannanir/tilgátur fyrir því hverjir þú telur að í raun stjórni Sjálfstæðisflokknum þætti mér vænt um að heyra þær.
Hildur gerði mikil mistök að þegar hún sá fram á að hún var að tapa miklu fylgi þá fór hún og hjólaði í formann flokksins frekar en horfa í eigin barm og sjá að málflutningur hennar var ekki virka enda oft hljómaði hún eins og frambjóðandi Samfylkingarinnar.
Óðinn Þórisson, 21.6.2022 kl. 19:28
Óðinn þú talar um að einhver elíta í Valhöll hafi raðað á lista. Er möguleiki að elítan þín sé LíÚ þ.e.a.s. SFS??
Sigurður I B Guðmundsson, 21.6.2022 kl. 20:01
Sigurður I B - eina sem er vitað er að þetta fúsk með val á framboðslista 2018 var flokknum ekki sæmandi.
Sjálfstæðisflokkurinn er eina fjöldahreyfingin á íslandi og á alltaf að nýta það afl / fólkið í flokknum til að velja sjálft frambjóðendur sem sitja á lista flokksins.
Best væri ef Hildur myndi segja af sér og axla ábyrð en þar sem hún mun ekki gera það verður stórt verkefni hjá henni að fá traust og þá vinna í samræmi við hugsjónir og stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Framsókn byrjar þetta á lægsta punkti eftir að hafa svikið lofoð um breytingar og Viðreisn er sveik sitt loforð um ganga óbundin til kosninga þannig að þegar svoleiðis er farið af stað þá má segja að þessi endurreisti meirihluti sé byggður á hrossakaupum og sviknum loforðum.
Óðinn Þórisson, 21.6.2022 kl. 21:24
Ég er reyndar sammála síðuhafanum hér, Óðni, að innkoma Hildar Björnsdóttur hafi ekki verið til að efla Sjálfstæðisflokkinn í borginni heldur minnka hann. Hún styður Borgarlínuna þvert á flesta sjálfstæðismenn, og það hlýtur að koma af stað óróa, jafnvel þótt sumir séu sáttir við þá stefnu hennar.
Bankasölumálið umdeilda er svo einnig til að gera málin verri. En ekki tel ég það aðalástæðuna fyrir lélegri útkomu flokksins í kosningunum.
Eyþór Arnalds halaði þó inn meira fylgi en Hildur með því að vera á móti Borgarlínunni. Það held ég að sé á kristaltæru.
Einnig tek ég undir það að Viðreisn ber mikla ábyrgð á því klúðri að reisa við Dag B. Eggertsson og hans risavaxna Borgarlínusóunarklúður, og Þórdís Lóa er búin að afhjúpa sig sem alger vinstrikona sem hefur fordóma gegn Sjálfstæðisflokknum, að því er virðist. Það er ómögulegt að vera með þannig fólk í pólitík, sem ekki getur unnið með öðrum.
Ingólfur Sigurðsson, 21.6.2022 kl. 22:19
Infólfur - bankamálið og lítið fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefði ekkert með hvort annað að gera.
Hlutverk Hildar er að sameina hópinn sem er ekki á sömu skoðun og hún í grundvallarmálum og þarf að sýna að hún ætli að vinna með hugsjónir og stefnu Sjálfstæðsflokksins að leiðarljósi.
Eyþór talaði skýrt gegn borgarlínunni og Sjálfstæðismönnum líkaði vel við það meðan Hildur dásamði borgarlínuna sem er ófjármögnuð og mun líklega verður settur sérstakur borgarlínuskattur sem mun bitna mest á þeim sem minnst mega sín.
Viðrein er ekki hægt að treysta í dag, flokkurinn þarf nauðsynlega að losa sig við hækjustimpilinn við Samfylkinguna og sýna að flokkurinn getur starfað sjálfstæður og tekið eigin ákvarðanir.
Óðinn Þórisson, 21.6.2022 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.