3.11.2022 | 17:51
Bjarni Ben. formaður frá 2009 eða nýr maður með nýjar leiðir til að afla meira fylgis
Ég ætla ekki að tjá mig um samskipti Jóns Gunnarssonar og formanns Sjálfstæðisfélags Kópavogs þar sem lýsingar formanns Sjálfstæðisfélgs Kópavogs eru það harðar að fyrr en meira liggur fyrir í því máli er best að setja það til hliðar.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur hafnað þessu alfarið og sjáum bara hvernig málið þróast.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksis er um næstu helgi og þar verða tveir traustir og góðir menn í framboði annarsvegar Bjarni Ben formaður flokksins síðan 2009 og hinsvegar Guðlaugur Þór ráðherra.
Fólk hefur verið að velta fyrir sér hver sé i raun munurinn á þessu góðu mönnum.
Niðurstaðan er skýr þeir hafa báðir unnið frábært og farsælt starf fyrir Sjálfstæðisflokkinn í mörg ár.
Nú ætla ég að reyna að svara hver í raun er munurinn á annarsvegar Guðlaugi og hinsvegar Bjarna.
Guðlaugur segir einfalt að flokkurinn hafi tapað of miklu fylgi og grasrótininni hafi ekki verið sinnt eins og þarf að gera og breyta þarf þar og bjóða fleira fólki til að ganga til liðs við breiðari stjórnmálaflokk.
Enginn flokkur kemst nálæsgt flokknum þegar kemur að stefnu og hugsjónum og forendan eru lítlil og meðalstjór fyrirtæki. Semsagt breikka ásýnt flokksins sem hefur verið nokkuð lokuður í huga margra.
Bjarni leggur höfuðáherslu á hvað munu gerast ef hann falli og hvað verður um ríkisstjórnina. A.m.k hefur hann hótað landsfundarfulltrúum því að ef þeir kjósa hann ekki mun hann hætta í stjórnmálum.
Því hefur svo verið fleygt fram að hann hafi ætlað að stíga til hliðar á næsta landsfundi og þar yrði kjörinn fyrsti kven Formaður flokksins Þórdís Kolbrún Gylfadóttir en hún á Bjarna alla að þakka í pólitík eins og Áslaugu Arna.
Út frá þessum stutta pistili ættu landfundarfulltrár og almennir Sjálfstæðismenn að geta tekið nokkra skýra afstöðu til hvor frambjóðandinn á að fá þeirra atkvæði
Sá sem er búinn að vera formaður síðan 2009 eða Guðlaugur Þór sem hefur sett stefnuna á stétt með stétt og reyna að fá það fólk til baka sem getur ekki komið til baka meðan BB er formaður segir Gulli.
Sjálfstæðisflokkkurinn
stétt með stétt
Bjarni: Ég ætla ekki að hringja á vælubílinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:57 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Óðinn,
Hvað varð um "Gjör rétt þol ei órétt", gleymdist þessi stefna flokksins hjá Guðlaugi eða er hún nokkuð viðkvæm fyrir hann. Þessar stefnur Sjálfstæðisflokksins, Stétt með stétt og Gjör rétt þol ei órétt, virðast hafa horfið úr stefnu flokksins undanfarin ár, enda sjáum við hver staða flokksins er í dag, flokkur glundroða.
Ég sé engan fyrir mér innan flokksins sem verið gæti leiðtogi, ekki einvörðungu fyrir flokkinn heldur þjóðina, en á árum áður hafði flokkurinn á að skipa öfluga menn sem tókust á við verkefni sem vörðuðu heill þjóðarinnar, mér sýnist sá tími liðinn, alla vega hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 3.11.2022 kl. 22:21
Tómas Ibsen - þetta eru þeir tveir einstaklingar sem eru í framboði til formanns flokksins.
Minn pistill er því í raun bara að benda á muninn á þeim tveimur.
Held að enginn gæti gefið kost á sér í þetta embetti eða önnur embætti í hvaða flokki sem hann er án þess að það væri hægt að gagnrýna viðkomandi aðila.
Óðinn Þórisson, 4.11.2022 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.