Vantraust á Jón Gunnarsson verður felld

Stjórnarandstaðan kemur sundruð fram í þessu máli þar sem ekki allir flokkarnir leggja fram þessa fáránlegu og tilgangslausu tillögu.

Þessi hluti stjórnarandstöðunnar hefur verið á mjög undarlegri vegferð þá sérstaklega þríburaflokkarnir og þessi tillaga er ekki líkleg til að verða samþykkt.

Íslenska þjóðin hefur ekki borið mikið trausts til alþingis og svona tillaga er ekki til þess gerð að auka það.

Vantraust á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra íslands setur alþingi í vonda stöðu og er tímasóun eins og liðurinn fundarstjórn forseta sem stjórnarandstaðan misnotar að mínu mati.


mbl.is Leggja fram vantrauststillögu á Jón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Væri það til þess fallið að auka traust að ráðherra brjóti lög um þingsköp og það sé látið óátalið?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2023 kl. 16:18

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - Þórhildur Sunna sem er einn af þeim þingmönnum sem ber fram þessa tillögu braut siðareglur alþingis og er því ekki í neinni stöðu til að gagnrýna aðra fyrr en hún axlar sjálf pólitíska ábyrð og segir af sér.

Óðinn Þórisson, 29.3.2023 kl. 16:28

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að tillagan sé ómarktæk vegna þess hver leggur hana fram er ad hominem rökleysa (farið í manninn, ekki málið).

Og þú svaraðir ekki spurningunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.3.2023 kl. 17:29

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Svona harkaleg átök á milli þingmanna eiga sér ekki stað af engri ástæðu, þ.e.a.s. nema Jón Gunnarsson hafi hitt á viðkvæma bletti. Eitthvað í máli hans er sennilega satt og rétt, og þessi viðbrögð Pírata til að fela það. Dylgjur eða ásakanir hans þarf að skoða betur einnig, ekki bara ásakanir Pírata. Ef hann braut lög um þingsköp er spurning hvort Guðrún Hafsteinsdóttir þurfi ekki að taka við af honum, eins og áætlað var.

Ingólfur Sigurðsson, 29.3.2023 kl. 18:09

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - það er langur aðdragandi að þessari vantrausttillögu hluta stjórnarandstöðunnar sem hefur farið hamförum gegn dómsmálaréðherra íslands alveg frá því að hann tók við embættinu. 

Óðinn Þórisson, 29.3.2023 kl. 18:33

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingólfur - það hafa verið mjög snörp orðaskipti milli hluta stjórnarandstöðunnar og dómsmálaráðherra þar sem grundvallarágreyningur er um útlendingamál.

Alþingsmenn eiga ekki að hafa neitt um það að segja um hver fær íslensksan ríkisborgararétt og eiga ekki að geta beitt sér fyrir ákveðnum fóttamönnum á einhvern óeðlilegan hátt.

Það var ávörðun Bjarna að Jón myndi stíga til hliðar eftir 18 mán og Guðrún Hafsteinsdóttir taki við embætti dómsmálaréðherra og þannig verður það, frávik getur þó orðið eitthvað en ekkert sem skiptir máli í heildarmyndinni.

Nú er það bara að gera það rétta og fella þessa vantrausttillöngu sem að mínu mati á engan rétt á sér og er bara tímaeyðsla.

Óðinn Þórisson, 29.3.2023 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband