Lágkúra öfgafólks gegn heiðursmanninum Jóni Gunnarssyni

Það er fátt um þetta segja annað en þetta endurspeglar þá lágkúru sem þetta fólk sem stóð fyrir þessari tillögu stendur fyrir.

Ég skora á Flokk Fólksins að láta aldrei aftur teyma sig í svona lágkúru aftur.

Jón Gunnarssson Dómsmálaráðherra hefur verið yfirburðarmaður í þessari ríkisstjórn.


mbl.is Tillaga um vantraust misskilningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lögfræðiálit pantað af ráðherranum sjálfum er hvorki úrskurður né dómur í málinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2023 kl. 10:13

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - þá verðum við bara að vara sammmála um að vera ósammála.

Óðinn Þórisson, 12.5.2023 kl. 12:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ertu ósammála því að álit sé hvorki úrskurður né dómur?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2023 kl. 12:31

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - álitsgerð Lagastofnunar er mjög skýr.

Óðinn Þórisson, 12.5.2023 kl. 17:05

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú svaraðir ekki spurningunni um hvort þú teljir álitsgerð jafngilda dómi eða úrskurði.

Nú er komin upp sú staða að fyrir liggja a.m.k. þrjú álit sem öll benda í mismunandi áttir. Eitt frá lagasérfræðingum á skrifstofu Alþingis. Annað byggt á því frá fjölmennum samhljóða hópi lögfræðinga sem starfa fyrir stjórnarandstöðuflokkana. Svo það þriðja sem ráðherra pantaði og var birt í dag. Ég ætla alls ekki að setja mig í dómarasæti í málinu enda ekki hæfur til þess. Rökin vísa í ýmsar áttir og eru misgóð.

En álit er hvorki úrskurður né dómur og felur því ekki í sér neina bindandi niðurstöðu.

Eina bindandi niðurstaðan sem liggur fyrir er að vantrauststillagan var felld af stjórnarmeirhlutanum. Hvort sem það var rétt eða röng niðurstaða þá var hún klárlega pólitísk en ekki lögfræðileg.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.5.2023 kl. 18:33

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - Þegar þingmenn á alþingi okkar íslendinga fara af stað í svona ferðalag þá verður að leggja fyrir hvað menn ætla að fá út úr því ferðalagi.

Auðvitað var þetta pólitísk aðför gegn dómsmálaráðherra frá þingmönnum sem vildu koma höggi á hann en ríkisstjórnarflokkarnir voru aldrei að fara að fella ráðherra á svona vanhugsaðri og illa ígrundaðri tillögu.

Ég skil alveg svona vitleysu frá þríburaflokkunum en ég held að Flokkur Fólksins verði aðeins að staldra við því þetta er ekki það sem sá flokkur snýst um.

Niðurstaðan liggur fyrir eins og kemur fram í áliti Lagastofnunar Háskóla Íslands eins og ég segi er mjög skýr.

Óðinn Þórisson, 12.5.2023 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband