14.6.2023 | 15:55
Borgarlínan byggir á Rörsýn á Framtíðina
Allir sem koma að því að samþykkja þessa framkvæmd sem er nefnd Borgarlína eru með rörsýn á framtíðina.
Það að ætla að henda milljörðum í eitthvað sem er líklegt til að verða úrelt þegar þessari framkvæmd er lokið eftir einhver 15 - 20 ár er móðgun við virðingu þessa fólks fyrir okkar skattpeningum.
Það er svo miklar tæknibreytingar sem við erum að fara í gegnum og verða á næstu árum að setja öll eggin í samgöngum í eina körfu er nálgast eitthvað sem ég get ekki sett í lýsingarorð hér.
Það að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki þetta bruðl með almannafé segir meira en mörg orð um á hvaða stað flokkurinn er kominn.
92 milljarðar í almenningssamgöngur til 2038 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 888614
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sýnist að 5 miljarðanir á næsta ári dugi kannski fyrir brúnni yfir Fossvog. Á svo að bíða í heilt ár til að leggja akvegi að henni? Heimskulegra verður varla farið með almannafé.
Rúnar Már Bragason, 14.6.2023 kl. 18:13
Rúnar Már - og þessir 5 plús eitthvað milljarðar verða ekki notaðar til að laga t.d heilbrigðiskerfið sem er í tætlum.
Það verður að stoppa þessa mjög svo vanhugsuðu framkvæmd sem við höfðum í raun ekki efni á nema með því að senda komandi kynslóðum óútfylltan tékka eins og var reynt að gera með Icesava.
Óðinn Þórisson, 14.6.2023 kl. 18:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.