4.7.2023 | 08:24
Ísland skiptir ekki máli þegar kemur að loftlagsmálum
Róttækir vinstrimenn eru helteknir af því að heimurinn sé að farast hættum við ekki að nota olíu.
Við erum hér um 390 þús og alveg ljóst að eins og kemur fram hjá þessum fjármálasérfræðingi að við skiptum ekki máli þegar kemur að loftlagsmálum.
Það er stríð í Úkráínu, það verður líklega einhverja mán eða ár í viðbót og stríð er ekki keyrt áfram á neinu öðru en að nota olíu.
Indverjar, Kínverjar og Rússar ætla ekkert að gera í loftlagsmálum næstu árin, ca 2040 og meðan það er þá skiptir engu máli hvað 390 þús manna þjóð gerir í loftlagsmálum.
Skiptir engu máli fyrir Sáda hvað Ísland gerir í loftslagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha, er loksins búið að fatta að Ísland skiptir engu í þessu máli!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 4.7.2023 kl. 09:40
Óðinn, allt er þetta satt og rétt sem þú segir en "RÉTTTRÚNAÐURINN" hjá "BAKBORÐSSLAGSÍÐULIÐINU" er svo gífurlegur einhliða áróðurinn er svo gífurlegur að ekki má einu sinni nefna neinn annan möguleika á loftslagsbeytingunum en þetta lið vill meina að sé orsökin. Ég hef nokkuð oft sett framkenningar um mögulega orsök til dæmis hérna: "ÞAÐ ER ALVEG MEÐ ÓLÍKINDUM AÐ LESA SVONA... - johanneliasson.blog.is". Þessi umrædda grein er byggð á gögnum frá NASA og og spálíkönum frá sömu stofnun, það er tekið mið af veðurfarsbreytingum á tímabilinu en allt kemur fyrir ekki "RÉTTTRÚNAÐARLIÐINU" verður ekki haggað og heldur fast við sitt. Að reyna að halda öðru fram en þetta lið heldur fram er alveg "DAUÐADÓMUR"....
Jóhann Elíasson, 4.7.2023 kl. 09:45
Sigurður - það er svo að fá Landvernd og aðra umhverfis og loftlagsöfgahópa til að skylja það.
Það getur haft gríðarlega neikvæð áhrif á börn að heyra það endalaust frá þessu öfgafólki að heimurinn sé að farast ef við hættum ekki að nota olíu.
Óðinn Þórisson, 4.7.2023 kl. 12:33
Jóhann - róttækir vinstri - menn og öfgafólk í loftlagsmálum hafa aðeins eina skoðun og boða hana eins og trúarsamtök.
Þetta öfgafólk, t.d í Bretlandi, stoppa olíu, sest á götur, truflar fólk sem er á leið i vinnu, börn í skóla, fer inn á íþróttavelli og reyna að trufla og skemma o.s.framkv.
Þetta er alveg sama aðferðafræðin og Vegan-öfgaliðið notar t.d að trufla fólk sem er að borða á veitingastöðum og er að versla kjört i búðum.
Allt þetta hefur þveröfug áhrif á almenning enda að trufla líf venjulegs fólks gerir ekkert til að sannfæra fólk um að taka afstöðu með þeim þar sem réttrúnarðurin víkur fyrir almennri skynsemi.
Óðinn Þórisson, 4.7.2023 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.