29.7.2023 | 08:34
Forysta Sjálfstæðisflokksins verður að fara að vakna
Það er eðliegt að spyrja alvarlegra spurninga þegar kemur að Sjálfstæðisflokknum og stöðu hans eftir 6 ára samstarf við VG.
Flestir Sjálfstæðismenn voru sáttir við miðað við aðstæður að taka eitt kjörtímabil með VG EN að enurnýja það og gefa VG áfram Forsætisráðherrastólinn voru mistök.
Eins og komið hefur fram nær Sjálfstæðisflokkurinn ekki fram sinni stefnu og áherslum í flóttamannamálum, orkumálum og varnarmálum í samstarfi við VG.
Þögn v.formanns Sjálfstæðisflokksins og 2.þingmanns Norð - vestur kjördæmis þegar matvælaráðherra VG stoppaði hvalveiðar með 1 dags fyrirvara og tók vinnu af 200 fjölskyldum var mjög há. Ég ætla ekki að minnast á svik Matvælaráðherra VG við strandveiðimenn.
Það verður að slíta þessu stjórnarsamstarfi við VG og skoða hvort Framsókn sé reiðubúin til að taka á þessum málum í samstarfi við Miðflokk/Flokk Fólksins með hagsmuni íslands að leiðarljósi.
Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt
Óttast klofning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:35 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Óðinn.
Væri ekki best fyrir flokkinn að þessi flokksforysta hefði sig í burtu og viki fyrir nýrrí flokksforystu,
þessi er allavega búin að sýna og sanna að hún er ekki að ná upp fylginu nema síður sé og
er þá ekki bara best að setja keflið í hendurnar á nýju fólki.
kv hrossabrestur
Hrossabrestur, 29.7.2023 kl. 17:57
Frá því að BB tók við flokknum hef ég ekki getað séð neitt bitastætt sem flokkurinn berðist fyrir landi og þjóð til heilla. Í tíð BB hefur fylgi við flokkinn helmingast og honum þykir ekkert athugavert við það, þingmenn og aðrir áhrifamenn innan flokksins þegja og gera ekkert til að rétta úr kútnum. Dauði flokksins blasir við.
Þjónkun við erlenda yfirboðara mun ekki eingöngu eyðileggja flokkinn heldur íslenskt þjóðfélag og þar með með dyggum stuðningi við VG, Samfylkinguna og þeim Sjálfstæðismönnum sem eru að vinna fyrir WEF og þar tel ég BB vera staddan.
Gott er að sjá Óðinn að þú ert byrjaður að átta þig á því sem er að gerast.
Tómas Ibsen Halldórsson, 29.7.2023 kl. 23:20
Held að það sé ekki til nógu öflug verkjaraklukka til að vekja BB og hans lið nema að hún hafi sokkið ofaní mjúka ráðherrastólinn og orðin batteríslaus.
Sigurður I B Guðmundsson, 29.7.2023 kl. 23:33
Hrossabrestur - það er vissulega komin þreyta í þessa forystu og v.formaðurinn er mun pólitískt veikari eftir t.d að reka sendiherra Rússlands úr landi og formaðurinn búinn að sitja of lengi, síðan 29 mars 2009.
GÞÞ fékk 40 % atkvæða í formannskjöri sem sýnir að Bjarni er ekki eins sterkur sem formaður og líklega mun hann hætta í pólitík eftir þetta kjörtímabil.
Óðinn Þórisson, 30.7.2023 kl. 08:20
Sigurður - í dag er staðan þannig að forsysta flokksins horfir meira í ráðherrastólana en hugsjónir og stefnu flokksins.
Tekur ekki afstöðu þegar matvælaréðhrra VG sparkar vinnu undan tugum fjölskyldna, hvalveiðar og standveiða.
Óðinn Þórisson, 30.7.2023 kl. 08:22
Tómas - fylgi við flokkinn er að minnka vegna þess að undanfarin ár hefur flokkurinn í raun ekki staðið fyrir eitt eða neitt nema halda í völdin.
Það vakti athygli mína um daginn þegar BB fagnaði 10 ára valdaafmæli flokkisins við stjórn landsins, það er ekki ávísun á gott.
Það er svo mjög alvarleegt hvað flokkurinn sem er með skýra stefnu að vilja ekki esb - aðlögun en er á fullri ferð inn í esb og utanríkismálum íslands í dag raun stjónað frá Brux.
Óðinn Þórisson, 30.7.2023 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.