8.8.2023 | 20:07
Þórdís Kolbrún ráðherra ESB á Íslandi
Það hefði mátt segja mér það oftar en tvisvar að v.formaður og utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins væri orðinn talsmaður og taki við skipunum frá Ursulu von der Leyen.
Það má nú vera öllum ljóst að ráðherra hefur engan veginn staðið sig og varið okkar hagsmuni og bara tekið þegjandi við fyrirmælum sem hún hefur og mun fá frá ESB.
Ef það var einhver vafi um það að hún ætti ekki að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins er þeirri spurningu nú verið svarað skýrt.
Ráðherra og v.formaður Sjálfstæðisflokksins er einfaldlega að fara gegn landsfunarályktun flokksins varðandi ESB og ætti í raun að segja af sér.
Ekki beðið um undanþágu fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er því miður augljóst að hagsmunir Íslands eru ekki í fyrirrúmi hjá Utanríkisráðherra þjóðarinnar.
Það er blátt áfram sorglegt hvernig er komið er hjá Sjálfstæðisflokknum með slíka leiðtoga.
Jónatan Karlsson, 8.8.2023 kl. 20:55
Jónatan - ef ráðherra ætlar að reyna að vera áfram v.formaður flokksins verður hún mæta á fundi um allt land og útskýra fyrir flokksmönnum hversvegna hún þverbraut landsfundarályktun flokksisns varðandi ESB.
Það kom hvergi fram í stjórnarsáttamálanum að við ætluðum að slíta stjórnmálasmstarfi við Rússland en það gerði Þórdís Kolbrún.
Þegar matvælaráðherra stoppaði svo hvalveiðar í hennar kjördæmi með eins dags fyrirvara sagði hún ekki neitt og barðist ekki fyrir sína kjósendur í sínu kjördæmi.
Ráðherra er að innleiða lög og reglur ESB þar sem ESB lög trompi íslensk, já þetta er v.formaður Sjálfstæðisflokksins og svo mun hún reyna að selja yfirráð yfir auðlyndum okkar í ESB.
Þórdís Kolbrún hefur nú sýnt það með verkum sínum og vera hálf í felum að hún er ekki næsti formaður Sjálfstæðisflokssins. Miðflokkurinn bíður og sér fram á fjölgun þingflokksins eftir næstu. kosningar vegna mjög kjánalegra og rangra ákvarðana v.formanns og utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Óðinn Þórisson, 8.8.2023 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.