Fjármál borgarinnar í rusli - staðfest

Það voru engin ný tíðindi sem fjármálaráðherra okkar íslendinga síðustu 10 árin sagði um fjármál höfuðborgarinnar að þau væru í rusli.

Samfylkingin telur að lausnin á öllum vandamálum sé að hækka skatta og álögur á fólki og fyrirtæiki með Sjálfstæðisflokkurinn vill auka ráðstöfunartekjur fólks með lægri sköttum sem um leið veitir fólki meira frelsi.

Framsókn situr uppi með þann svartapétur að hafa samið um samstarf við Samfylkinguna sem er búinn að keyra fjármál borgarinnar beint í ruslið en skiptimiðinn var borgarstjórastóllinn.

Það verður engin breyting á rusl-fjármálum borgarinnar fyrr en Samfylkingin fer frá borði og einnig Sjóræningaflokkurinn, hef ekki áhyggjur af Viðreisn, hann fer sömu örlog og Björt Framtíð.


mbl.is Segir fjármál borgarinnar „í rusli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Óðinn.

Þurfti einhverja staðfestingu, er þetta ekki það sem hefur blasað við undanfarin ár?

Og vittu til, Dagur Eggertsson mun örugglega ekki klikka á því trendi samspillingarfólks að láta einhverja aðra

sitja uppi með svarta pétur.

kv. hrossabrestur.  

Hrossabrestur, 26.8.2023 kl. 16:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna hitti "Hrossabrestur" naglann beint á höfuðið og kafnegldi......cool wink

Jóhann Elíasson, 26.8.2023 kl. 16:32

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hrossabrestur - Samfylkingin var að tapa sínum 3 konsningum í röð, verið duglegur að sækja hækjuflokka til að halda áfram að fara með fjárhag borgarinnar beint i ruslið.

Hann gefur tímabundin völd til þessara hækjuflokka til að halda völdum, þessir flokkar deyja pólitískum dauða fyrir skammvinn völd. Björt Framtíð heyrir sögunni til og næst verður það Viðreisn.

Nú er komið að skuldadögum hjá Reykjavíkurborg, allar lánalínur lokaðar, lítill áhugi á skuldabréfum borgarinnar, borgin ætlar að taka 30 ára lán, senda reikninginn á framtíðarkynslóðir.

Dagur hættir í borginni, fer í framboð til þings í næstu alþingskosningum og þegar allt er komið í endanlegt rusl í fjármálum þá er hann kominn í landsmálin og segist ekkert hafa lengur með borgina að gera.

Rétt Samfylkingin tekur aldrei ábyrð á eigin gjörðum heldur lætur hækjuflokkana taka það, og t.d Framsókn með sína 4 borgarfulltrúa mun bíða algert afhroð í næstu borgarstjórnarkosningum fyrir að taka svaratpétur - borgarstjórastólinn.

Óðinn Þórisson, 26.8.2023 kl. 17:54

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - takk fyrir innlitið.

Óðinn Þórisson, 26.8.2023 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband