Sjálfstæðisflokkurinn kominn á vondan stað

Sjálfstæðisflokkurinn á að vera flokkur borgarlegra afla þar sem fólk hefur og fær frelsi til þess að ferðast og ákveða hvernig það lifir sínu lífi,

Ólíkt Samfylkingunni sem er forræðihyggju og skattaflokkur sem telur að hann viti betur hvernig á að ráðstafa þinum peningum og hvernig þú átt í raun og veru að lifa þinu lífi.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur státað sig af því að vilja hafa álögur á fólk og fyrirtæki sem minnst en að hækka biðreiðagjöld um of er Sjálfstæðisflokknum til skammar og ekki í samræmi við skatta og frelsis-stefnu flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn á að segja sig frá Borgarlínunni og eyða skattpeningum okkar í annað en að efna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. x-d verður að finna sig aftur.


mbl.is Mjög mikil hækkun fyrir bílaeigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég get ekki betur séð Óðinn en að það sé fyrir löngu síðan kominn tími til að þú endurskoðir afstöðu þína til Sjálfstæðisflokksins...

Jóhann Elíasson, 16.9.2023 kl. 12:07

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær mjög lélega útkomu úr næstu kosningum (innan við 20% til dæmis) þá munu forvígismennirnir þar þurfa að endurskoða núverandi stefnu(leysi). 

Ingólfur Sigurðsson, 16.9.2023 kl. 12:46

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - eigum við ekki segja að ég og fleiri séu komnir á ystu nöf að segja skilið við flokkinn.

Hvalveiðimálið er spurning um atvinnufrelsi og ef t.d þær veiðar verða stöðvarðar með samþykki flokksins er game over. Það eru fleiri mál t.d frumvarp formanns vg gegn tjárningarfrelsinu sem fékk að vísu ekki að koma inn núna en hún mun reyna aftur eftir áramót. Eins og ég segi þá er flokkurinn kominn á vondan stað og verður að finna sjálfan sig aftur.

Óðinn Þórisson, 16.9.2023 kl. 14:17

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingólfur - ef Sjálfstæðisflokkurinn tekur ekki slaginn við VG um grundvallarmál og framfylgir landsfundarályktunum, stefnu og hugsjónum flokksins þá verður 20 % bara góð niðurstaða.

Miðflokkurinn bíður, mun forysta Sjálfstæðisflokksins hrekja fólk sem hefur fylgt flokknum í áratugi til að segja skilið við flokkinn ?

Óðinn Þórisson, 16.9.2023 kl. 14:20

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bifreiðagjald er í eðli sínu eignaskattur. Álagning þessa gjalds tekur ekkert tillit til tekna eða aflahæfis greiðandans.

Lágmarks bifreiðagjald er nú 30.160 kr. á ári fyrir bíla 3.500 kg og undir, svo sem ódýra smábíla af eldri árgerðum eins og lágtekjufólk getur kannski vonast til að eignast.

Fjármálaráðherra ætlar nú að hækka þetta lágmarksgjald upp í 40.000 kr. á ári sem er 32,6% hækkun á einu bretti fyrir dæmigerðan smábíl.

Lágmarksgjaldið fyrir bíla sem eru þyngri en 3.500 kg á aðeins að hækka um 3,5%. Þetta eru dýrari bílar sem menga meira en ódýrir smábílar.

Gjaldið fyrir hvert gramm af CO2 losun umfram það sem fellur undir lágmarksgjaldið á aðeins að hækka um 3,5%. Það leggst á stærri og dýrari bíla sem menga meira.

Þessi aukna skattheimta mun þannig lenda hlutfallslega mest á þeim sem hafa minnst á milli handanna og aka því um á ódýrum litlum og sparneytnum bílum.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.9.2023 kl. 15:00

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var gott að  lesa það að farnar eru að renna á þig "tvær grímur" varðandi tryggð þína við flokkinn og segir mér og öðrum að þú látir ekki endalaust traðka á þér og þú hafir þín mörk.  Ég verð að viðurkenna að Sjálfstæðisflokkurinn hafði alveg ágætis möguleika hjá mér fyrir um það bil 30 árum en mér hefur fundist hann vera að færast nær SOSIALDEMÓKRÖTUM og alltaf finnst mér "LAUMUKRATAR" hafa náð meiri og meiri tökum á flokknum og endanlega festu þeir sig í sessi þegar Bjarni Benediktsson tók við formennsku í flokknum.  En undanfarið hefur mér fundist keyra um þverbak eftir að  Utanríkisráðherra fór að gera sig gildandi og þessi þvermóðska hennar og undirlægjuháttur með  bókun 35 fyllti mælinn...

Jóhann Elíasson, 16.9.2023 kl. 15:16

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Óðinn. Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki undir nafni og hefur ekki gert frá því BB tók við flokknum, en trúir flokksmenn hafa verið gersamlega blindir á verk hans og stefnu og hafa því látið leiða sig í villu. Ekki er að sjá að breytingar til batnaðar séu framundan þar sem BB hefur raðað í kringum sig fólki sem er engu betra til þess fallið að hlúa að sjálfstæðisstefnunni.

Það sem þyrfti að gerast nú er að Sjálfstæðismenn sendi inn skilaboð á flokksskrifstofuna þar það segir sig úr flokknum. Flokksforustan þarf að fá sjokk, það virðist ekki nóg að skoðanakannanir sýni að flokkurinn hefur misst trúverðugleika meðal kjósenda, það hefur ekki hreift við forustunni, en þegar flokksmenn segja sig úr flokknum í hópum gæti hugsanlega orðið breyting á.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.9.2023 kl. 16:26

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - það er rétt hja þér og þá sérstaklega undanfarin nokkur ár hefur Bjarni verið með ákvörðunum sínum bæði varðandi fólk í lykilstöður og áherslum verið færa flokkinn meira í átt að gera hann að sósíal - demókratískum flokki, mörgum hægri mönnum innan flokksins til lítillar skemmtunar.

Skrautsýningin í Hörpu þar sem Ursula von der Leyen mætti og lagði línurnar fyrir okkur varðandi losanir í flugi, fengum 2 ára undanþágu fyrir flugið sem er ekki neitt og ekkert varðandi skip/strandsiglingar og er það nú  svo orðið að Þórdís Kolbrún er ráðherra esb á íslandi.

Já undirlægjuháttur henanr varðandi esb er alger.

Utanríkisráðherra hefur misst flugið mikið undanfarið, annarsvegar að standa ekki með sínu fólki í sínu kjördæmi þegar matvælaráðherra vg stoppaði hvalveiðar með eins dags fyrirvara og svo hinsvegar að slíta stjórnarmálasamstarfi við Rússa með þvi að reka sendiherrran úr landi.

Þegar / ef þessu stríði  í Úkraínu einhvertíma líkur  þá er hún búin að koma í okkar mjög vonda stöðu varðandi að ná viðskiptasambandi við þá aftur. 

Óðinn Þórisson, 16.9.2023 kl. 18:28

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas - sammála hann hefur raðað í kringum sig Já fólki og það er í raun vegna þess að hann hefur verið formaður flokksins allt of lengi og hann nánast litur svo á að hann eigi flokkinn.

Tók þingsækti og Vilhjálmi Bjarnasyni í suðurkjördæmi og afhenti konu, nú fer Óli Björn frá sem formaður þingflokks og kona tekur við, skipar nýjan ráðherra á kvennafrídeginum 19 .júní , þetta vikar allt eins og flokkurinn sé orðinn eins og Samfylkingin.

Bjarni er búinn að taka ákvöðrun um að hann vill að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímablið og það verður högg fylgishrunið eftir tvö ár ef flokkurinn ætlar að halda áfram á sömu leið og láta vg stjórna sér.

Óðinn Þórisson, 16.9.2023 kl. 18:32

10 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Allt eru þetta ágætar athugasemdir. Ég vil bara bæta einu við. Það versta við þetta er að þegar fólk fer að venjast svona breytingum halda sumir að status quo, óbreytt ástand sé það rétta, og gleyma betri dögum þegar dugnaður og heiðarleiki þingmanna var miklu, miklu meiri. 

Aldrei hefur verið meiri þörf á því að sjálfstæðisfólkið sem man grunngildin krefjist endurkomu þeirra aftur. 

Ingólfur Sigurðsson, 17.9.2023 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 875790

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband