12.10.2023 | 12:08
Bjarni Ben er enn Fjármála og Efnahagsráðherra
Þetta er óttalega kjánaleg og furðuleg þessi spurning þingmanns Pírata en það er reyndar er yfirleitt allt þannig hjá þessum stórfurðulega hópi fólks.
Þannig að það komi skýrt fram þá er Bjarni Ben formaður Sjálfstæðisflokksins og einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar og verður að taka sæti í ríkisstjórn.
Af hverju er hann hérna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, Píratar, þeir hafa sinn eigin skilning á hlutum. Sem betur fer þá fattar venjulegt fólk hvað það er vitlaust hjá þeim.
Birgir Örn Guðjónsson, 12.10.2023 kl. 12:37
Birgir Örn - hann mætir og Pírtar gagnrýna það og ef hann hefði ekki mætt þá hefðu þeir gagnrýnt það.
Þetta fólk verður seint sakað um að tækla hlutina að skynsemi en ferkar að snúa öllu á hvolf.
Óðinn Þórisson, 12.10.2023 kl. 14:55
Ég var að lesa pistil í DV, og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar þar að hann telji Bjarna fara í annað embætti og þetta verði venjuleg stólaskipti.
Ég er sammála því eins og ég skrifaði í mínum pistli í dag, að Bjarni er þungavigtarmaður í stjórnmálum, og ekki hægt að setja hvern sem er í fjármálaráðuneytið. Gæta verður að jafnvæginu á milli flokkanna við embættisveitingar. Það var gert þegar stjórnin var mynduð og því þarf að velja þetta af vandvirkni. Kannski að nýtt fólk komi inn, eða að gera meiriháttar breytingar á stjórninni.
Ef formaður Sjálfstæðisflokksins fer úr stjórninni þarf að gera aðrar breytingar, kannski fleiri embætti til sjálfstæðismanna, til að jafnvægið haldist hvað varðar stærð flokka og hvað kjósendur vildu þegar var kosið.
Hér gefst ágætt tækifæri til að spyrja sig hvort Svandís í Vinstri grænum eða aðrir þurfi ekki að víkja einnig?
Ingólfur Sigurðsson, 12.10.2023 kl. 15:15
Ingólfur - rétt varðandi matvælaráðherra vg en yfir henni gæti verið dómur vegna stopp hvalveiða með eins dags fyrirvara. Spurning hvort vg hlífi henni fyrir þeim hugsanlega dómi og sendi hana á annað ráðuneyti.
Ég sé ekki að þessi ríkisstjórn starfi áfram nema að formaður flokksins verði áfam ráðherra. Hann er einn af þremur oddvitum þessarar ríkisstjórnar.
Ef hann hinsvegar tekur ekki sitt sæti í ríkisstjórn þá er það alfarið hans ákvörðun og spurning hvort hann sé þá í raun að hætta sem formaður&þingmaður.
Það gengur samt ekki á þessu tímapunkti þegar 2 ár eru eftir að kjörtímabilinu.
Líklegast hafa þau Þórdís og hann sætaskipti. Það er eðlilegast.
Óðinn Þórisson, 12.10.2023 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.