11.12.2023 | 07:37
Hræðileg þróun á Íslandi hjá mótmælendum
Ég hef verið talsmaður að lögreglan fái auknar valdheimildir og beti búnað.
Nú liggur fyrir eftir að öfgahópur réðst að Bjarna Ben. utanríkisráðherra okkar á fundi í Háskóla Íslands 8.des.
Þarna var farið yfir strikið og kannski er kominn tími til að lögreglan geti komið í veg fyrir að svona hræðileg uppákoma komi upp aftur og þetta öfgalið verði stoppað.
Þetta er ljótur blettur á sögu okkar lýðveldis.
Herða öryggi á helfararsamkomu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:20 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einhverjir hálfvitar settu smá jólaskraut á einhvern nauða-ómerkiegan ríkisstarfsmann sem ekkert mál er að skifta út fyrir annan, bókstaflega samstundir, og allir fá hland fyrir hjartað.
Þeir eru allir eins, allir einræktaðir í sömu verksmiðjunni í Brussel, og tyggja allir sömu þuluna: "Kolefni, meira fé til hryðjuverkamanna, stærra ríki, hærri skatta, minni þjónusta fyri almenning."
Og þú heldur að valdbeitingararmur þessa batterís sé ess vrður að fá meir valdheimildir?
Til hvers? Til þess að þröngva klámi á börn með vopnavaldi? Til þess að handtaka fleiri menn af handahófi fyrir upplognar sakir?
Trölla-trú þín á ríkisvaldinu er með ólíkindum. Og nokkuð ógnvekjandi.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.12.2023 kl. 16:42
Hvað ætli svona öfgvamanneskja fái þungan dóm?
Sigurður I B Guðmundsson, 11.12.2023 kl. 17:37
Ásgrímur - það að öfgafólkið hafi hent glimmer yfir utanríkisráðherra breytir engu um alverleika málsins. Hvað ef þetta hefði verið skýra ?
Við höfum búið í samfélagi þar sem okkar ráðamenn hafa getað mætt á almenna fundi hér á landi án öryggisgæslu en kannski er sá veruleiki farinn með þessari árás á ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
Þetta atvik er klárlega öryggisógn af ásetningi, ógn við okkar friðsama samfélg og því verður lögreglan að bregðast
Óðinn Þórisson, 11.12.2023 kl. 18:57
Siguður I B - Karl Steinar yfirlögregluþjónn hefur komið fram í fjölmiðlum og sagt að lögreglan líti þetta atvik mjög alverlegum augum og það verður bara að koma í ljós hvort það vera einhverjir eftirmálar af þessu hjá dómstólum.
Óðinn Þórisson, 11.12.2023 kl. 18:59
** Hvað ef þetta hefði verið skýra ? (sic)
Þá hefði mátt skifta honum út fyrir annan eins. Ég benti á það. Við búum í lýðræðisríki, það reiknar með því að svona mönnum sé skift út.
Jafnvel þó þessir sauðir hefðu sprengt alla þingmenn og ráðherra í loft upp í einu, þá hefði að reddast með einum kosningum.
Ekki vandamál, engin ástæða til þess að kalla til GESTAPO.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.12.2023 kl. 21:44
Ásgrímur - við íslendingar höfum haft þá gæfu að ofbeldi hér á landi hefur almennt verið lítið en vissulega er ofbeldi ekki nýtt fyrir okkur.
En nú virðist sem sá tími sé liðinn og þetta atvik segir okkur líka að við höfum verið hálf sofandi fyrir því sem er að gerast og mikilvægt að bregðast við þessum nýja veruleika.
Þetta alvarlega atvik sýnir líka ákveðið skeytingarleysi og friðhelgi fólks á opinberum vettvangi.
Almennt þá held ég að við islendignar viljum hafa okkar samfélag frjálst og stjórnmálamenn geti mætt á almenna fundi án mikillar öryggisgæslu en kannski mun þetta atvik breyta því.
Óðinn Þórisson, 11.12.2023 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.