20.5.2024 | 20:22
Er hluti Sjálfstæðismanna með Stokkhólmsheilkennið ?
Ég spyr bara mína fyrrv. flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum sem ætla að kjósa Katrínu Jakobsdóttur hvort þeir hafi ekki snefil af sjálfvirðingu ?
Hversvegna spyr ég þessar spurningar, jú Katrín Jakobsdóttir var gerandi í landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde fyrrv. formanni Sjálfstæðisflokksins.
Það að um helmingur Sjálfstæðismanna ætla að kjósa kvalara sinn í gegnum tíðina sem forseta segir heilmikið um þann veruleika að flokkurinn er að mælast með um 17 % fylgi, forsytan búin að gleyma uppruna flokksins, hugmyndafræði stefnu og gildum um flokkur stétt með stétt.
Katrín efst í nýrri könnun Prósents | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einungis ef einhver hinna hættir við
þá er möguleiki á að Katrín verði ekki næsti forseti lýðveldisins
Grímur Kjartansson, 20.5.2024 kl. 21:05
Líklega þarf stór hluti Sjálfstæðismanna á sálfræðiaðstoð að halda vegna þessa.......
Jóhann Elíasson, 20.5.2024 kl. 22:22
Grímur - ólíklegt að einhver frambjóðendanna hætti við þannig að virðist vera að Katrín fari á Bessastaði á rauðum dregli Sjálfstæðismanna.
Katrín hefur farið gegn öllum stóru málum Sjálfstæðisflokksins sem hefur stórskaðað flokkinn en forystan er algerlega meðvitundarlaus. Allt sem skiptir máli hjá þessu liði eru stólarnir.
Óðinn Þórisson, 20.5.2024 kl. 22:53
Jóhann - Sjálfstæðismenn sem ætla að kjósa Katrínu eru á mjög vondum stað og rétt þurfa aðstoð.
Óðinn Þórisson, 20.5.2024 kl. 22:55
Kjósi Sjálfstæðismenn Katrínu fyrir forseta landsins segir það meira um stjórnun Bjarna Ben. gagnvart flokksmönnum en nokkuð annað. Bjarni Ben. er að eyðileggja Sjálfstæðisflokkinn og búinn að vara að því í mörg ár.
Tómas Ibsen Halldórsson, 20.5.2024 kl. 23:15
Þessu liði er ekki viðbjargandi.
Sigurður I B Guðmundsson, 20.5.2024 kl. 23:16
Tómas Ibsen - það virðist vera sem Sjálfstæðismenn/forysta flokksins séu búnir að gleyma Icesave - Jóhönnustjórnarinnar, pólitískur réttarhöldumum yfir Geir, hvalveiðimálinu, engar virkjanir, orkuskortur, o.frv. þar sem Katrín var alltaf gerandi gegn Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Ben er kominn á endastöð með flokkinn og held að flokkurinn verði að búa sig undir afhroð i´næstu kosningum.
Forysta flokksins tekur ekki lengur mark á flokksmönnum og hefur slegið skjaldborg um stólana sína. Allt annað skiptir engu máli.
Óðinn Þórisson, 21.5.2024 kl. 08:12
Sigurður I B - sammála, líklega ekki.
Óðinn Þórisson, 21.5.2024 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.