Sigur Höllu Tómasdóttur, Afleikur Sjálfstæðisflokksins og Katrínar Jak.

íslandHeld að það liggi alveg fyrir að frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og elítunnar tapaði þessum kosningum.

Áfall fyrir Katrínu sem hélt að hún færi inn á Bessastaði á rauða dregli Sjálfstæðisflokksins.

EN hafa ber í huga að sá flokkur er löngu búinn að taka uppruna sínum og fylgið UM 18 %

Ég kaus Höllu Tómasdóttur sem forseta Íslands og hún verður góður forseti fyrir alla Íslendinga.

Til hamingju ÍSLAND með 7 forseta Íslenska Lýðveldisins Höllu Tómasdóttur. 


mbl.is Halla Tómasdóttir kjörin forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Hverjum góður verður nýr forseti?

Í frægri auglýsingu var sagt: Ég hef mjög einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta!

Hví valdir þú versta kostinn, keyptir köttinn í sekkinn, og valdir fulltrúa WEF og Davos klíkunnar á Bessastaði?

Þú gast valið Arnar Þór Jónsson.

Hann kvaðst hafa reynt að vekja Þjóðina af Þyrnirósarsvefni, en hún vildi ekki vakna.

Verið algáðir, vakið. Óvinur yðar, Djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leitandi að þeim, sem hann geti gleypt. Standið gegn honum, stöðugir í trúnni, og vitið, að bræður yðar um allan heim verða fyrir sömu þjáningum. (1.Pét. 5:8-9).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 2.6.2024 kl. 14:19

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég varð vonsvikin en eygi nú nýja von.

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2024 kl. 14:38

3 Smámynd: Dominus Sanctus.

"Held að það liggi alveg fyrir að frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og elítunnar tapaði þessum kosningum".

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Er hún Halla ekki líka í "ELÍTU"; bara í annarri "ELÍTU" heldur en Katrín?

Er hún ekki í einhverri AMERISKRI ELÍTU:

Be or not to be?  Það er spurningin: 

https://kristinthormar.blog.is/blog/kristinthormar/entry/2302693/

Dominus Sanctus., 2.6.2024 kl. 15:04

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þjóðin hafnaði sínum besta kosti og kaus það sem koma skal. Sjáum hvað setur!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.6.2024 kl. 15:12

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur Örn - Arnar Þór var annar að tveimur frambjóðendum sem komu til greyna af minni hálfu.

Arnar Þór sýndi mikinn styrk þegar hann sem v.þingmaður Sjálfstæðisflokksins talaði gegn bókun 35. Hannn þorði að gagnrýna forysta flokksins sem leiddi í raun til þess að hann sagði af sér.

Arnar Þór hefur margt mjög gott fram að færa en hans hugmynd um að vera sem forseti vaktmaður alþingis og þeirra laga og regla sem þar eru til umfjöllunar er ekki hlutverk forseta að mínu mati.

Óðinn Þórisson, 2.6.2024 kl. 17:37

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Helga - Halla Tómasdóttir kom vel fram og stóð sig vel í kappræðum. Alveg laus við öfgar. Að mínu mati. Hún vill verða sameiningartákn þjóðarinnar sem Katrín Jak. hefði aldrei geta orðið.

Óðinn Þórisson, 2.6.2024 kl. 17:41

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas Ibsen - það voru margir flottir frambjóðendur en Halla T. fékk 34.1 % atkvæða, 9 % meira en Katrín Jak. og þar sem við erum ekki með tvöfalda umferð sem vonandi verður tekið upp síðar þá er hún með mjög sterkt umboð frá þjóðinni.

Arnar Þór hefur sýnt að hann hefur mikið fram að færa og við höfum ekki heyrt það síðasta frá honum.

Óðinn Þórisson, 2.6.2024 kl. 17:44

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Domus Sanctus - Katrín Jak. var klérlega frambjóðandi stjórnmálaelítunnar og þetta er áfall að fá ekki þeirra frambjóðenda inn á Bessastaði.


Halla Tómasdóttir hefur komið við víða á sinni starfsæfi, á peninga skyst mér, sem er ekki glæpur og hún er ekki frekar en nokkur annar alveg óumdeildur einstalingur.

Íslenska þjóðin tók skýra afstöðu í þessum forsetakosningum og hún á eftir að gera vel fyrir land og þjóð.

Óðinn Þórisson, 2.6.2024 kl. 17:49

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fólk var ekki að velja besta kostinn þarna, heldur að hafna þeim versta.

Vonum nú að Halla sé ekki Vigdís 2, heldur hafi eitthvað bein í nefinu og geri okkur stolt.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.6.2024 kl. 18:22

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásgrímur - miðað við allan farangurinn sem Katrín Jak. var með á bakinu þá er ekki ólíklegt að fólk hafi ekki viljað verðlauna hana með Bessastöðum.

Ég hef fulla trú á því að Halla Tómasdóttir muni standa í lappirnar fyrir þjóðina.

Óðinn Þórisson, 2.6.2024 kl. 22:00

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kosningavél sjalla klikkaði. Svo sem ekki í fyrsta skiptið, þessi vél virðist vera endanlega að bræða úr sér.

Það er vonandi að flokkurinn átti sig og endurnýi kosningavélina sína, með fólki sem leggur sína tryggð við þau gildi sem Sjálfstæðisflokkur var stofnaður um og vann lengst af eftir.

Gunnar Heiðarsson, 3.6.2024 kl. 09:23

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gunnar - fyrir það fyrsta var það mjög óeðlilegt að Sjálfstæðis-fólk væri að berjast fyrir og kjósa sósíalista á Bessastaði sem reyndi að koma fyrrv. formanni flokksins í fangelsi.

Arnar Þór hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að forystan væri hætt að hugsa um stefnu og hugsjónir flokkiins og ætti að segja af sér.

Óðinn Þórisson, 3.6.2024 kl. 09:35

13 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Merkilegt hvað allir hér að ofan falla í þessa gryfju" Margur heldur mig sig" Þó þjóðin sé fámenn þá hugsar hún ekki öll á sama veg. Er nokkuð viss að það var bara ekki eftirspurn eftir Arnari Þór Jónssyni. Þessvegna var hann ekki kosinn. Og það sama má eiginlega segja um alla hina nema Höllu. Kaus ekki sjálfur í þessum kosningum vegna áhugaleysis og flensu og læt tímann dæma um hvort nýi forsetinn standi undir nafni. Finnst hún reyndar vera svolítið athyglissjúk. En auðvitað þarf ég ekkert að hafa rétt fyrir mér og reyndar mættu fleiri hugsa á svipaðan hátt.

Jósef Smári Ásmundsson, 3.6.2024 kl. 09:51

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - falla í einhverja gryfju og hugsa á sama hátt , ég get ekki tekið undir svona málflutning.

Varðandi Arnar Þór þá fékk hann 10.881 atævði og 5.1 % , hafði áður náð 5 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í suð-vesturkjördæmi en var í raun hennt út úr flokknum fyrir að segja sína skoðun.

Hann náði þessum 5 % þröskuldi, ef við skoðum hvað þarf mörg % til að ná inn kjörnum fulltrúa á alþingi.

Fyfir mér þá gat ég ekki kosið hann vegna þess að hann ætlaði að verða einhver varðhundur slþingis.

Halla Tómasdóttir þarf vissulega að sanna sig, hún tekur við 1.ágúst 24 og það verður spennandi að fylgjast með henni.

Óðinn Þórisson, 3.6.2024 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband