Forhertur Bjarni Ben ætlar að halda áfram

Það er pínulítið fyndið að heyra Bjarna Ben tala um að hann finni fyrir stuðning frá sínu fólki. Auðvitað veit hann að flokkurinn er í stórkostlegum vanda en í dag sníst þetta um að halda stólum fyrir elituna.

Hvaða fólki er hann tala um, ég sagði mig úr Sjálfstæðisflokknum í feb 24 eftur 40 ár í flokknum og útskýrði úrsögn mína mjög vel, Ekkert svar hefur borist frá Valhöll.

Ég lít á mig sem Sjálfstæðismann en raunvöruleikinn eins og ég lít á flokkinn í dag þá er hann eingöngu hagsmunasamtök elítuklíkunnar sem telur sig í dag eiga flokkinn.

Síðasti möguleiki Sjálfstæðisflokksins að bjarga sér frá afhroði í næstu kosningum var 5 apríl á þessu ári þegar Kata Jak. formaður vg og forsætisráðherra labbaði frá borði


mbl.is „Vilja helst losna við mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég kann ekki við að þú kallir Bjarna Ben forhertann. Ég kynntist honum þegar ég bjó í Garðabæ og starfaði þónokkuð fyrir Stjörnuna. Hann kom alltaf vel fyrir og var mjög vel liðinn og hafði mjög góða nærveru. 

Sigurður I B Guðmundsson, 27.8.2024 kl. 17:40

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - þetta snýst ekki um hvort Bjarni Ben sem góður gæi og komi vel fram. Ég mætti oft meðan ég bjó í Kópavogi í ca. 20 ár á fundi x-d í Kópavogi og kom hann alltaf vel fyrir.

Sjálfstæðisflokkurinn er í frjálsu falli, flokkurinn er búinn að læsa sig í sambúð með sósíalistum og ekkert er lengur eftir af gildum stefnu og hugsjónum flokksins, þetta snýst bara um að fáir einstaklingar hafi stóla og hirðina í kringum þá.

Útlendingavandinn er að vaxa gríðarlega og við íslendingar með ökkar hefðir og siði, kristin gildi erum að verða undir. Og Sjálfstæðisflokkurinn , Bjarni sem formaður ber alla ábyrð á því að þora ekki að taka á þessum málum. 


Ég gæti svo rætt um botnlausa eyðslu á skattpeningum. Hærri skattar og ríkisfrjámálin í tærlum í boði Bjarni Ben. sem hefur samþykkt allskonar þvælu eins og borgarlínuklúðrið sem mun kasta hundruðir milljara og verður kannski tilbúin 2040, 

Óðinn Þórisson, 27.8.2024 kl. 20:24

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Forhertur er fyrir mér: Glæpamaður. Ég er ekki sammála Bjarna í öllu en forhertur er hann ekki. 

Sigurður I B Guðmundsson, 27.8.2024 kl. 21:07

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þú ert að mínu mati að setja til hliðar stóru myndina en flott hjá þér að verja Bjarna Ben og takk fyrir ath.semdirnar við mína færslu.

Óðinn Þórisson, 27.8.2024 kl. 21:43

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég er bara að segja að vera forhertur er sama og t.d. óprúttinn, harðsvíraður, kaldrifjaður svo dæmi sé tekin. EF það er að taka upp hanskan fyrir Bjarna þá það. En ég er innilega sammála þér að sérhagsmunafélög stjórna þessu landi og þar fer sjálfstæðisflokkur fremstur í flokki. Er yfirleitt ánægður með blogginn þín. 

Sigurður I B Guðmundsson, 27.8.2024 kl. 21:54

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - við erum það heppnir að búa í landi þar sem við fáum að tjá okkar skoðanir , vera ósammála, rökræða og stundum eins og hér um skylgreinignu á orði, þegar ég skrifaði þessa færslu var þetta ekki mín hugmynd heldur þetta að halda áfram í stjórnarsamstarfi við flokk sem á enga samleið með hugmyndafræði Sjálfstæðisflokkins, og halda áfram sama hvað sem gengur á, vg samþykkti ályktun á flokksstjórnarfundi sínum gegn Bjarna Ben.

EN kanni ætti ég ekki hafa svona miklar áhyggur af vægat sagt vondri pólitískri stöðu flokksins þar sem ég hætti í honum í Feb á þessu ári og á enga samleið með honum eins og hann starfar í dag,

Óðinn Þórisson, 27.8.2024 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband