Sigur Helga Magnúsar er sigur Tjáningarfrelsins

Þó svo að ég sé mjög ósáttur við hvað langan tíma dómsmálaráðherra tók í að taka þessu ákvörðun þá fagna ég henni gríðarlega.

Við búum í réttarríki þar sem  mikilvægt er að einstaklingar sem reyna að verja sig gegn hótunum afbrotamanna eins og fjölskylda Helga Magnúsar hefur þurt að þola fái að gera það án þess að eiga á hættu að missa sitt starf.

Nú liggur fyrir að Helgi Magnús vararíkissaksónari heldur sínu starfi þá verður eftir þessa réttu niðurstöðu að skoða hvort ríkissaksóknari verði ekki að víkja.

 


mbl.is Guðrún hafnar beiðninni: Helgi heldur starfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sennilega eykst fylgi Sjálfstæðisflokksins um 3% í næstu könnun

Grímur Kjartansson, 9.9.2024 kl. 16:29

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Grímur - hægri - menn styðja þessa ákvörðun og það ætti að nýtast Sjálfstæðisflokknum.

Óðinn Þórisson, 9.9.2024 kl. 17:05

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er hægt að færa fyrir því rök að sá sem tapaði mestu í þessu máli var Dómsmálaráðherra, sennilega hefur hún gert út um framavonir innan flokksins með þessum "vingulshætti" sínum.....

Jóhann Elíasson, 9.9.2024 kl. 18:38

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - með því að taka svona langan tíma bjó dómsmálaráðherra til óvissu, það var vont fyrir alla aðila málsins. Stjórnmálamenn sem glíma við ákvarðanafælni eiga litla vonir um framtíðarframa.

Það má hrósa dómsmálaráðherra fyrir að taka rétta ákvörðun, ákvörðun sem hægri menn styðja alveg klárlega.

Óðinn Þórisson, 9.9.2024 kl. 19:19

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég hef tekið eftir því að vinstrimenn segja stundum af sér þegar svona niðurstaða fæst. Ein útgáfa af uppgjöf vinstrimanna er sú hefð að vinstriflokkar klofni þegar ágreiningur verður til, öfugt við Sjálfstæðisflokkinn sem var vanur að halda sínu fólki í einni breiðfylkingu - en ekki lengur reyndar.

Allavega held ég að Sigríður J. sé ekki mjög sátt við þessa niðurstöðu og fleiri en ein ástæða er fyrir því að ég tel að margir vilji hana úr þessu embætti, bæði vinstrimenn og hægrimenn. Vinstrimenn vegna þess að hún kemur óorði á þeirra fullkomnunaráráttu, að ekkert megi finna gagnrýnivert við ríkið og kerfið - þar sé alltaf farið eftir reglum, ESB reglum oftast.

Það má segja að Helgi hafi tjáð sig heldur frjálslega miðað við veigamikið embættið.

Hinsvegar er Sigríður J. búin að vera eins ómannúðleg gagnvart undirmanni sínum og hægt er að ímynda sér, og það er meira en gagnrýnivert. Komið hefur fram hjá Gylfa Ægissyni í athugasemdum í DV að hún er samkynhneigð. Þar með er vafi um hlutleysi, gagnvart orðunum sem Helgi lét falla um samkynhneigða. Þetta varðar hana persónulega. Mjög erfitt og snúið orðið.

Þegar embættismenn láta tilfinningar og eigin pólitískar skoðanir hafa áhrif á störf sín, þá er ástæða til afsagnar. Það gildir bæði um Helga og Sigríði.

Hægrimenn vilja auðvitað fá hana úr þessu embætti fyrst hún er þeim andsnúin.

Ég skil ekki í Guðrúnu dómsmálaráðherra að stíga ekki skrefið til fulls og víkja henni úr embætti.

En allavega, þetta var eins hlutlaus ákvörðun af Guðrúnu og mögulegt var miðað við aðstæður, held ég. Ekki eru þó allir sáttir.

Allavega, það kæmi mér ekki á óvart að annaðhvort þeirra segði af sér, eða eitthvað breytist þarna. Andrúmsloftið getur varla verið gott á vinnustaðnum.

Ingólfur Sigurðsson, 9.9.2024 kl. 19:44

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingólfur - fyrst að þessu með hvað gerist á morgun, næstu daga á vinnustaðnum, Ríkissaksóknara, þetta er mjög flókið og ekki auðvelt að sjá hvernig þau geti starfað saman áfram þarna.

Dómsmálaráðherra fékk það verkefni, tók of langan tíma, að segja til um hvort ríkisaksóknari gæti hennt vararíkissaksóknar út starfi, niðurstaðan er að hún gat það ekki og auðvitað hefði verið gott fyrir alla málsaðila að hún hefði tekið einhverja ákvörðun um framhaldið, nú ríkir óvissa um framhaldið.

Staða ríkissaskóknara, það er hægt að færa rök fyrir því að hún sé komin út i horn eftir þessa ákvörðun dómsmálaráðherra og spurning hvort hún víki / segi af sér eða fundin verði leið t.d gera starfslokasamning við annaðhvort þeirra, saman sé ekki ekki vinnustaðinn, Ríkissaksóknara ganga upp.

Sem hægri maður þá þsð sem ég tek mest út úr þessari ákvörðun er að hann hafði leyfi til að tjá sig um mál sem snéri beint að hótunum gagnvart ofbeldismanni sem er nú dæmur glæpamaður og er í fangelsi næstu 8 árin.

Það að dómsmálaráðherra dró í margar vikur að taka einfalda og rétta ákvörðun varðandi vararíkissaksónara mun líka hafa póltík áhrif á hana sjálfa að hafa skapað þessa óvissu hja´öllum aðilum málsins. Vinstri menn - munu klárlega keyra á hana fyrir að taka afstöðu gegn ríkissaksónara.

Óðinn Þórisson, 9.9.2024 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 206
  • Frá upphafi: 881741

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband