Fullveldisafsals og skattahækkanaríkisstjórn

Eina mál Viðreisnar er að afsala fullveldi og sjálfstæði íslands sem leiðir til þess að esb mun hafa yfirráð yfir auðlyndum okkar.

Eina mál Flokks fólksins er að útrýma fáttækt. Það er ekki hægt í raunheimum en flokkurinn mun réttlæta skattahækkanir á millistéttina að flokkurinn sé að leysa málið.

Samfylkingn ætlar að leysa vanda alls heilbrigðiskerfsins á næstu 2 kjörtímabilum sem reyndar er ekki hægt í raunheimum en flokkurinn mun réttlæta skattahækkanir á millistéttina með því að flokkurinn sé að leysa málið.


mbl.is Nýrri ríkisstjórn er spáð fyrir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allur vandi heilbrigðiskerfisins er reyndar leysanlegur, en Smafó eru engir menn til þess.  Eða hinir.

Hvað um það...

Þessir flokkar held ég muni ekki rekast saman, og það verður hver hendin uppá móti annarri allan tímann sem þeir tolla í sjórn.  Held ég.  Sem er gott.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.12.2024 kl. 15:41

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er alls ekki eina mál Flokks fólksins að útrýma fátækt þó það sé vissulega mikilvægast í stefnu flokksins.

Vill ekki flest venjulegt fólk útrýma fátækt? Er einhver fylgjandi því að viðhalda fátækt?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2024 kl. 16:26

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásgrímur - rétt það er hægt að leysa stóran hluta heilbrigðiskerfisins en ef fyrrv. landlæknir verður heilbrigðisráðherra þá á ríkið að vera allt í öllu.

Samfó og Viðreisn er í raun sami flokkurinn varðandi t.d að skattpína millistéttina enda byggist skattastefna þessara flokka á þvi að það sé eina lausnin að skatta út úr vanda frekar en vaxa.

Óðinn Þórisson, 9.12.2024 kl. 17:39

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - eins og ég segi það er ekki möguleiki í raunheimum að eyða fátækt, það verður alltaf munur á þeim sem eiga og eiga ekki peninga.

Sósíalistar vilja með handafafli breyta högum fólks.

Ég minni á bréf SA og ASÍ sem vara við tillögum Flokks fólksins um lífeyrissjóði. Að taka af fólki lífeyri sem það hefur áunnið sér er ekkert annað en tilraun til þjófnaðar. Ætla Samfó og Viðreisn að taka þátt í því ?

Óðinn Þórisson, 9.12.2024 kl. 17:53

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Óðinn. Hvers vegna segir þú að ekki sé hægt að eyða fátækt? Er það eitthvað náttúrulögmál að hópur fólks í nútímasamfélagi þurfi að lifa við fátækt? Ert þú fylgjandi því að viðhalda fátækt?

Yfirlýsingin frá SA og ASÍ er byggð á rangtúlkun og mögulega ert þú líka að misskilja. Það hefur enginn lagt til að taka af fólki lífeyri sem það hefur áunnið sér. Þvert á móti hefur Flokkur fólksins lagst gegn slíkum skerðingum.

Að öllu öðru jöfnu og með réttri útfærslu breytir það engu fyrir endanlega útkomu hvort skattur er lagður á tekjur við inngreiðslu í lífeyrissjóð eða útgreiðslu lífeyris. Þetta er hægt að sanna með einföldu stærðfræðidæmi.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2024 kl. 20:37

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - Walt Disney var stórbrotinn maður sem gerði ævintýramyndir og skapaði Walt Disney ævintýragarðinn 1955, við förum með honum inn í ævintýraheim það sem allt er mögulegt.

Hvorki Viðreisn né Samfylkingin hafa sýnt neinn áhuga að taka á hælisleitenda&flóttamannavandanum og það fara nokkrir milljarðar á ári í þau vandamál, peningar sem fara ekki í að hjálpa okkar fólki.

Flokkur fólksins vill hjálpa fólkinu okkar, hvað meinar flokkurinn í raun með því, það er ekki hægt að nota somu krónuna nema einu sinni. 

Varðandi bréf SA og ASÍ gegn lífeyrislmálum Flokks fólksins þá þarf ansi mikið að vera að svo að þessir tveir taki sér saman og skrifa bréf. Forseti ASÍ var mjög skýr. Lífeyrissjóðirnir eins og okkar bankabækur eru ekki til ráðstöfunar fyrir stjórmálamenn. 

Óðinn Þórisson, 9.12.2024 kl. 21:50

7 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ef þær ná saman þá verður þetta mikið hökt enda Inga mikill sólóisti og Kristrún reyndar líka. Það verða skattahækkanir sem allir finna fyrir. Fátækt snýst ekki bara um peninga og fátækir sem fá peninga en kunna ekki með þá að fara verða áfram fátækir. Að breyta því hvernig fólk fer með peninga sem það hefur milli handanna er ekki ríkisins að sjá um.

Rúnar Már Bragason, 9.12.2024 kl. 22:37

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rúnar Már - ef þessir flokkar ætla að komast nálægt því að uppfylla sín stóru loforð um að útrýma fátækt og laga allt heilbrigðiskerfið á tveimur kjörtímabilum veðrur það ekki gert nema með miklum skattahækkunum á fólk og fyrirtæki. Þetta þekkir fólk mjög vel frá óstjórn Samfylkingarinnar síðustu um 20 ár í Reykjavík sem í dag er nær gjaldþrota.

Sammála ríkið getur ekki og á ekki að stjórna því hvernig fólk fer með sína peninga. Þú getur verið með mjög há laun en samt vera stórskuldugur, skiptir áli hvernig fólk fer með peningaana sína.

Óðinn Þórisson, 10.12.2024 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 81
  • Sl. sólarhring: 218
  • Sl. viku: 722
  • Frá upphafi: 890824

Annað

  • Innlit í dag: 57
  • Innlit sl. viku: 553
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband