Hvað eru almannahagsmunir í huga skemmdarverkaflokkana í Reykjavíkurmeirihlutanum ?

Þannig að það komi alveg skýrt fram þá munu ráðherrar Flokks fólksins vinna að heilum hug með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.

Við ríkisstjórnarborðið situr einstaklingur sem stóð fyrir einhverjum mestu frelsissviptingum og lokunum fyrirtækja í lýðveldissögunni og fyrir það fær þessi einstaklingur orðu og ráðherrastól.

Þetta er brenglun á mjög háu stigi.Skaðinn sem þríeykið olli var gríðarlegt. andlega og fjárhagslega fyrir heimili og fyrirtæki.

Það kemur mér ekki á óvart að Viðreisn haldi áfram að vera hækja Samfylkingarinnar og enn og aftur velur Viðreisn samstarf við öfga vinstri flokkk sem telur að lausn á öllu sé að skatta allt í drasl.

Borgin er í tætlum eftir valdtíð Samfylkingarinnar og það er áhyggjuefni að skemmtarverkaflokkanir í meirihlutanum í Reykjavík sé komnir í landssjórnina.


mbl.is „Þetta er ríkisstjórn almannahagsmuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessi stjórn lítur verr út því lengur og dýpra sem maður skoðar hana.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.12.2024 kl. 18:24

2 Smámynd: Guðbjörg Snót Jónsdóttir

Nei, það er víst alveg áreiðanlegt, að við getum ekki reitt okkur á þessa ríkisstjórn að neinu leyti, þegar þessar kvinnur ætla líka að bruna með okkur inní ESB við fyrsta mögulega tækifæri. Ég treysti ekki Þorgerði sem utanríkisráðherra og finnst hún algerlega vanhæf í það embætti. Ég get ómögulega lýst blessun minni yfir þessa ríkisstjórnarnefnu, og gef henni heldur ekki langan tíma, því að þær mundu allar vilja ráða förinni, þessi montrass í forsætisráðherrastólnum, sem ég hef megna vantrú á og finnst alveg ómöguleg, og svo Þorgerður, sem ég óttast, að muni sífellt gera sér dælt við Evrópusambandsstjórnina, alveg veik yfir því að geta ekki komist með okkur þangað inn, og ekki verður það betra, ef stór meirihluti þjóðarinnar segir nei við slíku, sem ég vona að verði, og svo Inga Sæland, sem sagt hefur verið að sé einræðisherra í sínum flokki, og verður varla til friðs, ef hún fær ekki sitt, og finnur ekkert tillit tekið til sín. Ég get ómöguleg séð, hvernig þessi stjórnarnefna geti setið í heil fjögur ár. Ég gef henni ekki nema hálft ár, enda þá fullreynt, hvort þær geta unnið saman. Mér líst engan veginn á þetta, hvernig sem á það er litið. Það verð ég að segja.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir, 21.12.2024 kl. 18:38

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stjórnarskráin leyfir ekki ESB aðild. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla getur breytt því. Allir þingmenn verða að vinna drengskaparheit að stjórnarskrá og þeir mega ekki virða það að vettugi með því að stuðla að broti gegn stjórnarskránni. Enginn stjórnarsáttmáli getur breytt því.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.12.2024 kl. 20:49

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásgrímur - stór loforð sem stjórnarflokkarnir gáfu og nú þegar stjórnarsáttmálinn liggur fyrir eru flest loforðin ekki á dagskrá eða í einhverri míflugumynd. Nei þetta byrjar ekki vel.

Óðinn Þórisson, 21.12.2024 kl. 22:07

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðbjörg - Flokkur fólksins er byggður upp og er í raun bara einn einstaklingur, Inga Sæland og það á eftir að koma í ljós nú þegar hún er komin í stjórn og verður að finna lausnir á flóknum málum en ekki bara öskra og garga í ræðupúlti á aðra að gera eitthvað róttækt t.d útrýma fáttækt sem i raunheimum er ekki hægt að framkvæma. 

Þetta gæti orðið mjög stutt ferðalag hjá vinkonunum ef það á að ráðast í eitthvað af stóru málunum sem flokkarnir lofuðu sínum kjósendum. Inga Sæland er pólitískt mjög brothætt ef hún skilar ekki til fátæka fóksins verulegum bótum.

Þorgerður Katrín er og hefur alltaf verið mikill esb - aðildarsinni og hefur reynt í mörg ár að selja fólki það að það sé hægt að skoða í einhvern pakka og fá samning. Það sem er í boði er aðeins aðlögun að lögum og reglum esb. Fullveldisafsal og auðlyndirnar ekki lengur á okkar forræði.

Óðinn Þórisson, 21.12.2024 kl. 22:19

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - sammála, hvað æltar Flokkur fólksins að gera ef þjóðin segir í þjóðaratkvæðagreiðslu sem er mjög ólíklegt JÁ við að skoða í pakkan, eins og ÞKG segir þá verður Flokkur fólksins að annaðhvort hætta í ríkisstjórninni eða breyta um esb - kúrs og tala við aðlögun Íslands að esb.

Eru Viðreisn og Samfó að kokka upp breytingu á stjórnarskránni þannig að flokkarnir geti framselt fullveldi Íslands til ESB ?

Óðinn Þórisson, 21.12.2024 kl. 22:23

7 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Líst ekkert á þessa stjórn og það er með ólíkindum að eftir hryðju verkin

í Reykjavík og tali nú ekki um Jóhönnu óstjórnina að fólk skuli kjósa

samfylkinguna. Kannski er það vegna þess að klárinn sækir í það þar sem hann er kvaldastur.

En munum þetta því þetta höfum við öll séð trekk í trekk.

Drengskapatheitið er bara hræsni sem notað er á setningu alþingis

og svikið um leið og sest er í stólana.

Sorgleg staðreynd.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.12.2024 kl. 14:09

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - fyrir ekki mörgum árum stóð Samfylkingin gegn því að þjóðin fengi að kjósa um Icesave - Svavarsamnginn, sem endaði með því að ÓRG tók stöðu með þjóðinni gegn Icesave Samfylkingarinnar og 98 % þjóðarinnar kusu gegn því að borga Icesave - klafa Samfylkingarinnar.

Samfylkingin hefur stjórnað Reykjavík síðustu 20 ár og er borgin nær gjaldþrota samt eru skattar og álögur eins háar og hægt er og samgöngumálin orðin það slæm að borgin hefur búið til tafatíma sem er ekki mjög umhverfisvænt. En þröngsýni Samfylkinnnar í þessu eins og öllum málum er þannig að það er aldrei gott fyrir almenngi.

Viðreisn getur ekki farið inn í næstu kosningar en að að gera tilraun við að afsla Ísland fullveldi okkar og yfirráðum yfir okkar auðlyndum. Rétt þetta drengskaparheit er bara skrifa á blað sem þingmenn fara ekki eftir.

Óðinn Þórisson, 22.12.2024 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Úkraína
  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband