17.1.2025 | 14:29
Borgarlínan ein versta ákvörðun í lýðveldissögunni
Það er algerlega brjálæðislegt að sú staða sé komin upp að þessi ákvörun um að eyðileggja samgöngukerfið á höfuðborgarsvæðinu sé að fara að stað.
Þetta fólk, allir sem bera ábyrgð á þessu brjálæði bera alla ábyrgð á þessum risa - óútfyllta tékka sem á að senda á næstu kynslóðir.
Það verður horft í framtíðinni að hér hafi verið tekin stórhættuleg áhætta um framtíð samgöngukerfisins og ætlar enginn að segja STOPPUM ÞESSA VERULIKAFYRRINGU STJÓRNMÁLAMANNA.
![]() |
Framkvæmdir hafnar við Fossvogsbrú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 899429
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar ég fór á fund í Valhöll í fyrra með vini mínum og Bjarni Benediktsson var í pontu að fjalla um þetta og svara spurningum fólks, þá var það alveg augljóst á honum að hann vildi þetta ekki. Samt afsakaði hann sig og sagði að það yrði að ljúka við þetta úr því að búið væri að samþykkja samgöngusáttmálann, og ríkisstjórnin hefði ályktað um þetta.
Ég held að ekki einn einasti maður í salnum hafi verið hrifinn af borgarlínunni.
Nú er sú ríkisstjórn farin frá og flokkarnir í henni hafa mikið minnkað. Ástæða til að fara ofaní saumana á öllum hennar málum og mistökum.
Þessi borgarlína er alveg dæmigerð fyrir klúður og mistök og svo misbeitingu valds, í tilfelli Dags B. Eggertssonar og hans stuðningsfólks.
Þetta er líka dæmigert fyrir mistök sem erfitt er að vinda ofanaf. Því miður, en ég er mjög sammála þessum góða pistli.
Sjálfstæðisflokkurinn og fólk innan hans myndi sennilega auka virðingu og vinsældir sínar meðal landsmanna, ef það reyndi að hætta við þetta, vinda ofanaf öllu þessu.
Það yrði kannski eitt fyrsta skrefið til að endurreisa fyrri stærð Sjálfstæðisflokksins. Ég er sammála því sem hér kemur fram.
Ingólfur Sigurðsson, 18.1.2025 kl. 01:20
Ingólfur - ég fór á þennan sama fund með Bjarna Ben og hans skilaboð til fundarmanna voru mjög skýr en svo tók hann algera u.beygju í málinu og samþykkti vitleysuna.
Sammála allir fundargestir voru á móti borgarlínunni en orð og efndir fóru ekki saman hjá Bjarna Ben.
Þessi framkvæmd sem var verið að taka fystu skólfustungu af í gær, Kópavogsbrúin verður ekki tilbúin fyrr en 2028 og mun ekki leysa þann vanda sem hún þarf að leysa þar sem fjölskyldubílinn fær ekki að nota brúnna.
Dagur B. vann að því allan sinn borgarstjórnarferil i að þrengja götur sem hefur aukið tafatíminn og þar með aukið mengun verulega í Reykjavík á hans stjórnmálaferli í borgarstjórn.
Og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að samþykkja þennan óúrfyllta - tékka á næstu kynslóðir sýnir að forystufólk flokksins var ekki að vinna eftir stefnu flokksins um frelsi í samgöngum og ábyrð í fjármálum.
Nýji LSH við Hringbraut var byggður á röngum stað, miðað við stefnu Samfylingarinnar um að loka Reykjavíkurflugvelli og gríðarlegt aðgengisvandfamál fyrir fólk að spítalanum og svo þessi borgarlína sem verður minnst sem verstu ákvörðun í lýðveldissögunni. En ef fólk tekur í hansbremsuna og loka Betri Samgöngum og hætta við þetta yrði hægt að hjálpa framtíðarkynslóðum mikið.
Óðinn Þórisson, 18.1.2025 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.