13.10.2007 | 12:39
Reykvíkingar í slæmum málum
Uppeldissonur ingibjargar ætlar að byrja þetta nákvæmlega eins og ég átti von á með árás á einkabílinn svo kemur hitt berja niður einkaskóla.
Þessi nýji meirihluti er slæm tíðindi fyrir fólk sem vill ákveða hvað það vill gera sjálft - nú skal forræðishyggjan taka völdin.
Var hann búinn að svara því hversvegna hann studdu listann fræga ?
Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst svo undarlegt að það sé bannað að tala 'ljótt' um einkabílinn. Og um leið og bent er á galla hans er það árás á eitthvað fyrirbæri sem er kallað 'einkabíllinn'. Enhvernvegin virðist eins og menn lesi orðið með allri áherslu á 'EINKA' en minni áherslu á 'bíll'. Einka er algert aukatriði í hugtakinu einkabíll. Málið snýst um 'bíll'. Svo geta menn tekið upp nýtt hugtak 'einkahjól'. Enda fela hjól í sér miklu meira frelsi fyrir einstaklinginn en klunnaleg tæki sem kölluð eru bílar; og neyða menn til að sitja í biðröðum á hverjum degi.
Arnþór L. Arnarson, 13.10.2007 kl. 13:01
Svona forræðishyggja eins og að koma í veg fyrir opnun spilasalar í hverfi borgarstjóra? Eða að koma í veg fyrir að hægt sé að kaupa kaldan bjór í stykkjatali í ríkinu í miðbænum?
Neddi, 13.10.2007 kl. 13:46
Kæri Neddi.
Enginn er að banna neitt. Og ef þér er annt um frelsi einstaklinsins, þá ættirðu að prufa að stíga á hjól. Það er fátt meira þvingandi en að aka um götur bæjarins á bíl.
Arnþór L. Arnarson, 13.10.2007 kl. 13:58
Arnþór, ég held að Neddi hafi verið að svara Óðni, og grínast með hvernig Vilhjálmur borgarstjóri hafi verið með forræðishyggju og mögulega af verri sort.
En Óðinn: Hvaða listi er það sem er svo frægur og Dagur studdi, en vantar að svara eitthvað um ?
Morten Lange, 14.10.2007 kl. 00:14
Arnþór, það er uppeldissonur ingibjargar sem hefur talað skýrt um óbeyt sína á einkabílnum og vilji hans að neyða fólk upp í strætó með góðu eða illu er öllum kunn.
Neddi, ekki ætla ég að verja Villa í þessum málum enda algjörlega ósammála honum og ekki í anda Sjálfstæðisstefnunnar
Morten, kaupréttarsamninginn.
Það sem væri réttast að gera nú er að halda kosningar í Reykjavík.
Óðinn Þórisson, 14.10.2007 kl. 10:59
Óðinn:
Er "vilji hans að neyða fólk upp í strætó með góðu eða illu öllum kunn"?
Nú er ég enginn sérstakur talmaður neins flokks né er ég fylgismaður neins flokks. En allt þetta fólk sem er allt þetta kunnugt; hvar er það? Það er auðvitað ekkert mál að segja öllu fólki er kunnugt um að X er svo. Þetta er auðvita bara eins og hvert annað raus. Þú fyrirgefur.
Arnþór L. Arnarson, 14.10.2007 kl. 14:19
Rétt er það að ég var að skjóta létt á Óðinn því að forræðishyggjan var ekkert meira að komast við völd nú en þegar að Sjálfstæðisflokkurinn náði völdum. Allir flokkar eru þjáðir af einhverri tegund af forræðishyggju.
Þó svo að ég sé vinstri sinnaður þá styð ég frelsi einstaklingsins en frelsið má aldrei vera á kostnað einhvers annars. Þannig væri ég á móti því að farið væri að gera einkabílinn upptækan eða eitthvað álíka vitlaust. En ég er mjög fylgjandi því að menn hafi raunverulegan valkost við einkabílinn, hvort sem að það er hjólið, strætó eða góðir gönguskór.
Neddi, 14.10.2007 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.