11.2.2008 | 20:44
Vilhjálmur situr áfram
Eftir mikla orðahríð og umfjöllun um stöðu oddvita borgarstjórnarflokks sjálfstæðisfokksins liggur fyrir að Vilhjálmur ætlar að sitja áfram sem borgarfulltrúi. Menn geta haft misjafnar skoðanir á þessari ákvörðun Vilhjálms en þetta er hans ákvörðun og hann segist hafa axlað ábyrgð með því að missa meirihlutann og hann borgarstjórastarfið.
Ólafur F. Magnússon hefur sagt að ef eitthvað þá hafi þetta styrkt stöðu meirihlutans, kanski hefur hann rétt fyrir, tíminn einn mun leiða það ljós hvort svo verði.
Ég tek undir orð Þorgerðar Katrínar varaformanns flokksins að sjálfstæðismenn verða að standa fast saman.
Nú þegar þessi ákvörðun er komin getur nýr og sterkur meirihluti farið í það að vinna verkin enda mikið sem þarf að gera eftir 100 dimma daga sundurleits vinstri meirihluta sem undir veikri stjórn dbe kom litlu sem engu í verk, gat ekki einu sinni gert með sér málefnasamning.
Það sem skiptir máli er að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn aftur til valda og eru bjartir dagar því framundan fyrir Reykjavík og reykvíkinga.
Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 888605
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.