29.10.2008 | 12:02
Skrítin fyrirsögn
Fyrirsögin er í sjálfu sér kjánaleg og er engin leið að lýsa því svo að þjóðin sé í gíslingu Sjálfstæðisflokksins þegar hann er í forystu um að slökkva elda í þjóðfélaginu í dag.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur leitt umræðuna um ESB-aðild og upptöku evru.
Mig langar að benda á tvennt sem er á móti þessu það annarsvegar fjarlægð við ákvörðunartöku og lýðræðishalli.
Við vitum öll hvað gerist með sjávarútveginn, við fáum í besta falli aðlögunartíma og bændur, ja ef marka má það sem ég hef heyrt þá mun sú stétt leggjast af.
Það er erfitt að vera ósammála Davíð með krónuna en það er sjálfsagt að skoða málið og það er einmitt það sem ríkisstjórnin er að gera og er með nefnd að vinna í málinu.
Hana leiða Illugi og Ágúst Ólafur og vænti ég mikils af þeirri nefnd.
Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og þeir skoða og skoða og skoðaskoðaskoðaskoða.............................
Axel Guðmundsson, 29.10.2008 kl. 12:13
Davíð er samur við sig og líkir starfi sínu við starf fréttakonu og hennar ábyrgð við ábyrgð Seðlabankastjóra.(sjá aftast í myndskeiðinu) Ekki furða þó illa fari ef hann telur sig ekki bera meiri ábyrgð en ein aum fréttakona. Alltaf sami hrokinn í honum. Það myndi frekar styrkja stöðu hans sem stjórnmálamanns ef hann viðurkenndi að hann liggi andvaka yfir ástandinu og hafi þungar áhyggjur yfir stöðu mála. Ef hann í stuttu máli axlaði sína ábyrgð, en ónei! ekki Davíð, hann ræðst alltaf á minnimáttar með hroka og yfirgangi, það eru hans varnarviðbrögð. Hann er vægast sagt ógeðfelldur stjórnmálamaður.
Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:29
Sjálfstæðisflokurinn hefur leitt umræðuna um ESB segir Óðinn í fyrirsögn, er þér alvara eða eru að grínast ? þvílík öfugmæli hefi ég aldrei heyrt.
Skarfurinn, 29.10.2008 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.