8.11.2008 | 19:46
Mótmæli - hverju á þetta að skila
Eggjum var kastað í alþingishúsið, bónusfáni og óeirðir við lögreglu. Ég myndi ekki vilja setja mitt nafn við svona mótmæli. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir forkólfana að aðeins 2000 hafi látið sjá sig en kanski ekki.
Greint frá mótmælunum erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð minn góður hvað það hlýtur að vera gaman að lifa lífinu í svona ignorant bliss og fylgja hjörðinni í hvívetna og spyrja aldrei neins.
Enginn er hnepptur í jafn vonlausan þrældóm og sá sem trúir því að hann sé frjáls.
Sölvi Borgar (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:01
Það er reyndar mjög misjafnt hvaða tölur hafa verið nefndar um hversu margir hafi verið þarna í dag. Ég var þarna og tel nánast öruggt að það hafi verið töluvert fleiri en 2000. Allavega fjölmennustu mótmæli sem ég hef séð í Reykjavík.
Áfram Valur!
Stefán (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:02
Loksins þegar Íslendingar láta í sér heyra og henda fáeinum eggjum þá rísa letisófakallarnir upp og skilja ekkert í þessu. Mér finnst gott að þú viljir ekki láta nafn þitt við svona mótmæli, ég er alveg viss um að mótmælendurnir vilja ekkert með þig hafa.
Hinrik (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:03
Fjölmiðlar eru að kjafta svo mikið niður, þú ættir að drífa þig niðureftir og sjá þetta með eigin augum, ekki í gegnum fréttatilkynningar fjölmiðlana. það voru myndi ég segja 5-7000 manns þarna á austurvelli
Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:08
Ertu í Sjálfstæðisflokknum, því ef svo er þá skil ég alveg hvers vegna þú ert á móti því að fólk mótmæli enda sá flokkur búinn að koma þjóðinni á hausinn. Furðulegt að vera enn að verja þetta spillingar PAKK!
Valsól (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:40
Auðvitað er hann Óðinn í Sjálfgræðisflokknum, öðruvísi mundi hann ekki virka eins og hann gerir. Ég held hinsvegar að honum sé ekki alls varnað og geti alveg séð ljósið, á endanum...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.11.2008 kl. 02:19
Er ekki komin tími til að fara á fætur?
Fundurinn var friðsamur og lauk kl. 16. Ekkert af því sem kom fram í sjónvarpinu var á ábyrgð skipuleggjennda.
Heidi Strand, 9.11.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.