29.11.2008 | 09:29
Skila svona mótmæli einhverju ?
Ég skal ekki segja en það er ekkert að því að fólk láti skoðanir sínar í ljós með rólegum og yfirveguðum hætti.
Það er þegar t.d lögfræðinemar eru farnir að hóta að bera menn út sem ég a.m.k hætti að styðja svona mótmæli.
Ekkert er betra en íhaldið
Útifundur á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
í haldið svíkur sýna nánustu í haldið haldið í
Sigmar Ægir Björgvinsson, 29.11.2008 kl. 09:36
Ég veit ekki hvort þau munu skila einhverju, en ég held áfram að mæta vegna þess að þau eru mín eina von. Ég er búin að vinna hörðum höndum, langa daga síðasta áratug til þess að mennta mig og koma mér upp heimili. Nú mun maður horfa uppá alla þá vinnu brenna upp í verbolgunni og standa uppi eignalaus efir næsta ár. Þjóðin er fátæk og gríðarlegt uppbyggingarstarf framundan. Ef ég á að vera hér og vinna myrkranna á milli til þess að borga skuldir okkar íslendinga þá finnst mér lágmark að fá allt sem gerðist upp á yfirborðin og nýtt fólk í stjórn svo ég geti treyst á framtíð ríkissjóðsins sem ég er nú beðin um að strita fyrir. Ef ég fæ ekki traust á honum þá fer ég bara úr landi og kem mér annarsstaðar fyrir, ég eins og flest ungt fólk verð hvort eð er eignalaus innan skamms. Af hverju ætti ég að berjast fyrir þessa ríkisstjórn?
Ég skil hræðslu fólks alveg því það felst öryggi í því að halda í það eina sem maður þekkir á erfiðum tímum en ég trúi ekki að íslenska þjóðin ætli að haga sér eins og barin eiginkona og halda áfram með sama fólki af því það er svo hrætt um hvað tekur við. Þetta hefur ALDREI gerst í heimssögunni að ríkistjórn haldi áfram að sitja eftir svona hrun.
Ég motmæli því ég get ekki annað!
Hippastelpa, 29.11.2008 kl. 09:58
Þetta blogg er gott dæmi um hvernig heilaþvottur sjálfstæðismanna hefur farið með þjóðina. Að menn skilgreini sig sem stuðningsmenn ákveðins flokk í sömu andrá og íþróttaliðs. Fólki er skítsama hvað flokkurinn gerir það bara haldur með honum eins og um íþróttalið sé að ræða. Fólk er eitthvað að misskilja hvað lýðræði gengur útá. Maður á ekki að kjósa þann sem manni finnst flottastur af því bara heldur meta þá útfrá þeirra gjörðum.
Kommentarinn, 29.11.2008 kl. 10:18
Ég get sagt sömu sögu og Hippastelpa - maður fer ekki að vinna fyrir skuldum auðmanna myrkranna á milli nema að tryggt sé að fjölskylda manns hafi þak yfir höfuðið á móti og mat á borðum.
Því mótmæli ég.
U4ea, 29.11.2008 kl. 10:26
Hippastelpa það hefur aldrei orðið svona hrun ní heimssögunni áður þannig að dæmið hjá þér gengur ekki upp
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.11.2008 kl. 10:42
Ertu með betri hugmynd en að bera siðblinda sjálfshyggjumenn útúr þeim embættum sem þeir eru búnir að eigna sér? Þú hefðir sennilega setið heima og bölvað samlöndum þínum ef þú hefðir verið rúmeni 1989 þegar Ceausescu var borinn út.
Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 13:05
Róttækari mótmæli
Alexander Kristófer Gústafsson, 29.11.2008 kl. 18:38
Takk fyrir commentin
Það voru mun færri sem mættu í gær en fyrir viku. Eflaust má finna einhverjar skýringar fyrir því. Kanski ein sú að ræðumenn voru allt þekkt vinstri öfgafólk og kanski er önnur hvernig þetta fólk hegðaði sér við lögreglustöðina.
Nú bíðum við eftir 1.des og hvort lögfræðineminn muni reyna að standa við stóru orðin.
Óðinn Þórisson, 30.11.2008 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.