Ber að taka hótanir alvarlega

Nú þegar rúmar 2 vikur eru til kosninga birist enn ein könnunin sem sýnir að vinstriflokkarnir mælast með meirihluta og ef þetta verður niðurstaðan hafa þeir hótað okkur því að þeir muni vinna saman eftir kosningar.
Þeir sem ætla að kjósa vg vilja eftirfarandi, meiri ríkisafskipti, hærri&fleiri skatta og slatta af forræðishyggju. Og þeir vilja ekki Helguvík og öll þau störf sem skapast í kringum það verkefni.
Hvernig á maður að ræða um sf, ég ætla bara að koma með 2 punkta, þeir segja að ESB-aðild sé þeirra aðalmál (reyndar þeirra eina svar við öllum spurningum) en ég hef ekki heyrt neinn alþingsmann sf segja að þeir ætla að gera þetta að úrslitaatriði þegar kemur að stjórnarmyndunarviðræðum - vg telur okkur betur borgið utan þess - Og sf vill helst í eina sæng með vg sem eru algjörlega á móti Helguvík Og tilbúnir að leggja mikið á sig til að koma í veg fyrir að þau störf verði til.
Framskón- ja þeir eiga skilið að fá þann stuðning sem nemur því að hafa búið til þessa stjórn sem við erum með í dag - Enda bendir flest til þess að þeir fái undir 10% fylgi.
Sjálfstæðisflokkurinn teflir fram nýjum og öflugum formanni, búnir að fara í fundarherferð um landið Og rætt kosti og galla Esb-aðildar Og komist að niðurstöðu, endurreisnarnendin skilaði inn á landsfund mjög góðri skýrslu Og er með því eini flokkurinn sem hefur þorað að fara í innri skoðun.
Sjálfstæðisflokkurinn er skýr valkostur - það er klárt mál.
mbl.is Samfylking eykur forskot sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er í gangi í kollinum á þér kæri vinur.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur framið þjóðarmorð á íslensku þjóðinni.

gefið útrásarvíkingum ríkiseignir þegið svo af þeim fé í laumi.

Glæsilegan formann = Gjörspilltan forríkann pabbastrák fæddan til að viðhalda völdum fyrir spillingaröflin í landinu.

ég kaus einu sinni þennan flokk og bið íslensku þjóðina innilega afsökunar á því.

Ingólfur (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 17:36

2 Smámynd: SGunn

Þetta er stóra vandamálið sem við glímum við í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að rústa þjóðinni og samt er enn til fólk eins og þú sem ætlar að kjósa þá aftur. Þú minnist á innri skoðun. Sú innri skoðun sem sjálfstæðisflokkurinn fór í leiddi til þess að hér þarf engu að breyta. Þeir vilja ekki einu sinni gefa þjóðinni kost á að meta kosti og galla aðildar. Nei þeir vita best og ekki skal um það rætt að fara í ESB. Að taka svo ákvörðun um hvort eigi að fara í viðræður, nei við skulum láta kjósa um HVORT við eigum að fara í viðræður. Svo er spurt. Þið ætlið ekki að hækka skatta, hvaðan eiga peningarnir að koma? Jú það fyrsta sem þeir ætla að skera niður eru barnabætur. Þeir segja að fullt af fólki sem ekki þurfa á þeim að halda fái þær greiddar. Nú er svo að þeirra eigið kerfi sér til þess að ef þú átt visst mikið af eignum eða færð ágætis laun þá skerðast bæturnar hlutfallslega. Þannig að með öðrum orðum þá ætla þeir að skera niður þar sem síst má. En eins og ég benti á hér fyrr. Þá hefur ekkert breyst hjá þessum flokki. Þeir munu áfram vinna fyrir efnameira fólk og skera niður hjá þeim efnaminni. Ég velti því fyrir mér hvað þarf til að menn eins og þú hættir að styrkja gjörspilltan og valdasjúkan flokk eins og sjálfstæðisflokkinn. Þú kannski ert duglegur við að styrkja flokkinn þannig að þeir viti hverjum eigi að klappa og hverjum ekki???

SGunn, 9.4.2009 kl. 17:37

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingólfur ég ætla ekki svara þinni athugasemd þar sem hún byggist fyrst og fremst á því að móðga mig en þar sem ég er mikill lýðræðissinni ætla ég að leyfa henni að standa.

Nei SGunn staðhæfing þín að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að rústa þjóðinni er ekki rétt. Og eins og þú veist hefur fyrrv. formaðu flokksins beðist afstökur á því er að honum snýr.
En jú Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir því að einkavæða ríkisbankana og veita þar freslsi en frelsi án ábyrgðar Og þar brugðist þeir er keyptu bankana og eftirlitsstofnanir sváfu á verðinum.
Sjálfstæðisflokkurinn SGunn fór eins og ég sagði í mínum pistli í mikla funarherferð um landið þar sem farið var yfir kosti og galla ESB-aðildar og niðurstaðan var sú að það þjónar ekki hagsmunum okkar Íslendinga. En Sjálfstæðisflokkurinn vill að farin verði hin tvöfalda leið og ég spyr hversvegna vill flokkur eins og sf ekki leifa þjóðinni að kjósa um það hvort hún vilji fara í slíkar viðræður - við hvað er þeir hræddir - vilja þjóðarinnar !
Stór orð þín um Sjálfstæðisflokkinn ætla ég ekki að commenta á enda ekki svaraverð EN koma mér ekki á óvart þegar vinstrimaður á í hlut.

Óðinn Þórisson, 9.4.2009 kl. 23:11

4 identicon

Óðinn ég bara get ekki skilið þennan málflutning hjá öðrum. Ég hvet þig til að kynna þér ástandið enn betur. Og að þetta með Helguvík sé góð lausn er ótrúlegt. Orkan sem við eyðum í þetta er svo mikil að eins og Perkins sagði þá gætum við skapað fleiri störf og aukið matarútflutning bara með að byggja upp fullt af gróðurhúsum og nota orkuna í það. Hvað þá að fara byggja upp rafmagnsbíla flota og margt margt fleira. Við erum hlutfallslega að tapa á álverinu, mikið fé fer úr landi, höfum enga peninga til að byggja enn eitt álverið og við látum aðra framleiða "hluti" úr álinu okkar.

Vertu upplýstur og taktu þá ákvörðun!

Kær kveðja

Jóhann

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband