Skýr skilaboð

Það er alveg ljóst að VG mun gera allt sem í þeirra valdi stendur á öllum stigum þessa verkefnis að hindra og koma í veg fyrir þetta verði að veruleika. Reyknesingar verða að senda VG skýr skilaboð á laugardaginn hvaða skoðun þeir hafa á þessu verkefni.

Nú hefur SF sagt nei við Bakka - Húsvíkingar verða einnig að senda SF&VG skýr skilaboð í kosningunum á laugardag.

x-d
mbl.is Hundruð slógu skjaldborg um Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Auðvitað vill fólk vinnu,  xD.

Ragnar Gunnlaugsson, 23.4.2009 kl. 15:33

2 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Synd að skilaboð sjálfstæðisflokksins um fjármögnun sé eins óskýr raun ber vitni. Hún eiginlega gleymdi því í kosninga hamnum. Ég er annsi hræddur um að Sjálfstæðismenn svíki suðurnesjamenn um vinnu líkt og hún hefur gert öll hin 18 árin á undan.

Andrés Kristjánsson, 23.4.2009 kl. 15:56

3 identicon

Bölvuð vitleysa!

Í fyrsta lagi þá erum við að biðjast undan Kyoto bókuninni með þessum áformum. Þér er kannski sama, en ég vil að börnin mín geti búið í "grænu" ríki þar sem það er enn hægt að drekka úr fjallalækjunum.

Í öðru lagi þá er rætt um að 1800 manns fái vinnu. Það er nær að það verði nokkur hundruð -og fari fækkandi eftir byggingu álversins. Skoðið rannsóknir.

Í þriðja lagi þá væri nær að byggja upp íslenskt atvinnulíf frekar en að auka á þennsluna með erlendum stórfyrirtækjum og veita frekar íslenskum atvinnuvegi afslátt af rafmagni í stað þess að niðurgreiða rafmagn til erlendra fyrirtækja. Má ég benda á 25% hækkun rafmagns til garðyrkjubænda?

Að lokum, þá getur ekki verið sniðugt að setja öll eggin okkar í sömu körfu. Að byggja hér upp land sem verður háð alþjóðlegu álverði og álfyrirtækjum getur varla boðað annað en slæmt ástand til lengdar.

Álver er skyndilausn og leysir engan raunverulegan vanda!

Tóta (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:00

4 identicon

Komið í Húsdýragarðinn þar sem Sjálfstæðismenn eiga heima. Auglýst hefur verið eftir furðufuglum í eitt búrið og hefur verið vænst þess að Davíð og Geir gefi sig fram. Ræningjarnir þrír verða á svæðinu, Kúlgerður Katrín, Spillugi Gunnarsson og Guflaugur Þór í gervi Kasbers, Jesbers og Jónatans. Kúlgerðu katrín með kúlulán eignimannsins upp á 500 miljónir, Spillugi Gunnarsson með sjóð 9 og Guflaugur með væna styrki frá BAUGI í pokanum. Leynigesturinn verður enginn annar en Árni Johnsen og hitar upp með laginu ,,Rimlarokk” og hinu undurfagra lag ,,Í faðmi flokksins” lög sem hann samdi í sveitinni. Kannski að Björn Bjarna mæti og gefi það upp að hann sé hættur að uppnefna fjölmiðla sem Baugstíðindi, því hann sé búinn að átta sig á því að réttnefni á flokknum sem hann er í er ,,Baugsflokkur”. Aðrar spennandi og óvæntar uppákomur verða svo í boði bókhaldsdeildar flokksins, en nánar um það síðar.

Valsól (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:08

5 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Andrés, er þetta e-ð grín? Á þessum 18 árum hefur Ísland haft eina lægstu atvinnuleysisprósentu Í ÖLLUM HEIMINUM!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 23.4.2009 kl. 16:40

6 identicon

Og hvað gerðist svo Margrét? Bólan sprakk! Er þá ekki betra að hafa hlutina í meira jafnvægi en að þenja þá til hins ýtrasta og meira til þar til allt springur, eins og við höfum fengið að kynnast núna undanfarið?! 18 ár af skítsöfnun já! Takk fyrir það!

Heiða (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 02:30

7 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Fyrir þessi 18 ár þá var kaupmáttur hér minni en hann er í dag, eftir hrun! Já svo vill líka svo "skemmtilega" til að ástandið er að verða svona allstaðar í heiminum, við fórum bara niður hraðar enda bara pínu lítið hagkerfi. 18 ár af skítsöfnun? Við stöndum eftir með eitt besta menntakerfi í heiminum og eitt besta heilbrigðiskerfi í heiminum einnig eftir þessi 18 ár, og þetta er ekki hrunið, við höfum þetta ennþá!

Ástandið í ESB ríkinu Þýskalandi er td verra en hjá okkur, bæði hvað varðar atvinnuleysi og þjóðarframleiðslu á mann, og það meira að segja eftir hrun hjá okkur og fyrir hrun hjá þeim!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 24.4.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband