13.6.2009 | 09:27
76,3% VILJA ÞJÓÐARATKVÆÐI UM AÐILDARUMSÓKN AÐ ESB
Þrír af hverjum fjórum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup. Aðeins tæp 18 prósent leggja litla áherslu á þjóðaratkvæði um aðildarumsókn. .
Könnunin var unnin fyrir Heimssýn, samtök sjálfsstæðissinna, dagana 28. maí til 4. júní. Úrtakið var 1264 og svarhlutfall 62,3 prósent.
Ég vil svo minna menn á eftirfarandi staðreyndir:
Við fengju 3 atkvæði af 350 í ráðherraráðinu og 5 atkvæði af 750 á ESB þinginu í Brussel.
Þetta merkir að okkar áhrif þarna inn eru lítil sem engin.
Samfylkingin ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma okkur inn í þetta samband - eins og komið hefur fram hjá finnska utanríkisráðerranum sem sagði að IceSlave samningurinn sé forsenda fyrir ESB hjá okkur og nú hangir stjórnin á því hvort 4 þingmenn VG kjósi samkvæmt sannfæringu sinni eða láti SJS beygja sig -
Hversvegna vill Samfylkingin ekki leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort farið verði í þessar viðræður ?
Könnunin var unnin fyrir Heimssýn, samtök sjálfsstæðissinna, dagana 28. maí til 4. júní. Úrtakið var 1264 og svarhlutfall 62,3 prósent.
Ég vil svo minna menn á eftirfarandi staðreyndir:
Við fengju 3 atkvæði af 350 í ráðherraráðinu og 5 atkvæði af 750 á ESB þinginu í Brussel.
Þetta merkir að okkar áhrif þarna inn eru lítil sem engin.
Samfylkingin ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma okkur inn í þetta samband - eins og komið hefur fram hjá finnska utanríkisráðerranum sem sagði að IceSlave samningurinn sé forsenda fyrir ESB hjá okkur og nú hangir stjórnin á því hvort 4 þingmenn VG kjósi samkvæmt sannfæringu sinni eða láti SJS beygja sig -
Hversvegna vill Samfylkingin ekki leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort farið verði í þessar viðræður ?
58 prósent fylgjandi ESB-viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:23 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og er þá er ég á móti inngöngu í ESB en ég hef hins vegar ekkert á móti því að fara í viðræðurnar því það verður alltaf þjóðaratkvæðargreiðsla um hvort við samþykkjum inngönguna eða ekki.
Sturla (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 09:37
Á tímum sem við höfum ekki einu sinni fjármagn í að halda Landhelgisgæslunni gangandi, þá er ekki á nokkurn hátt réttlætanlegt að eyða margfalt því sem að ofangreint kostar í aðildarviðræður við samband sem vill okkur ekkert gott...
Margrét Elín Arnarsdóttir, 13.6.2009 kl. 10:27
Við fengjum 6 þingmenn af 735 sem er u.þ.b. tífallt vægi miðað við að næstum 500 milljón manns hafi fulltrúa á þinginu. Svo var það ekki þannig að "76,3% vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn" heldur var spurningin "Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?" og þar er ekki minnst á aðildarumsókn heldur aðild. Þetta gerði það að verkum að fólk misskildi spurninguna og svaraði að það vildi þjóðaratkvæðagreiðslu en var þá að meina fyrir aðild.
Egill (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 10:45
Þessi könnun Heimsýnar var sérstök og sýndi niðustöðu sem hvergi hefur sést í þessu máli hvorki fyrr né síðar. Þjóðaratkvæði um aðildarviðræður er bull... þjóðarakvæði á sér stað þegar eitthvað haldbært er til að kjósa um...
Úr því þú talar um lítil áhrif af þremur og fimm fulltrúum vil ég minna þig á að við tökum þegar upp flestar tilskipanir ESB í gegnum EES samninginn og eigum engan fulltrúa. Þeir sem best þekkja halda fram að Ísland sé þegar 80% aðildarríki án árhrifa á löggjöf og stefnu sambandsins. Viljum við hafa það þannig áfram.?
Jón Ingi Cæsarsson, 13.6.2009 kl. 11:05
„Ég er ekki trúaður á það að knýja dyra þar sem ekki er ætlunin að ganga inn"
Jón Bjarnason sjávarútvegs&landbúnaðarráðerrra um að sækja um aðild að ESB
Bæði landsfundir Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfinarginnar græns framboðs ályktuðu báðir um að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan ESB en inn.
Framsóknarflokkurinn leggur fram mjög þröng skylirði fyrir ESB-aðild
Það er í raun og veru bara Samfylkingin sem vill afsala til ESB fullveldi okkar og auðlyndum
Óðinn Þórisson, 13.6.2009 kl. 18:25
Auðlynd? Geta menn þá verið fúllyndir, glaðlyndir og auðlyndir?
Páll Geir Bjarnason, 13.6.2009 kl. 18:42
Páll þú færð hrós fyrir málefnalegt innlegg
Óðinn Þórisson, 13.6.2009 kl. 21:08
Stóðst ekki mátið
Páll Geir Bjarnason, 14.6.2009 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.