Það sem skipti máli

Það sem skipti öllu máli var í raun og veru þrennt:

1. Að þetta meirihlutasamstarf við Framsóknarflokkinn myndi halda áfram - samstarfið hefur verið mjög gott þessi 19 ár og leggja grunninn að því að hægt verði að halda því áfram eftir næstu kosningar
2. Að nýr bæjarstjóri verður Sjálfstæðismaður
3. Og í þriðja lagi að forða okkur kópavogsbúum frá því að hleypa Samfylkinginni að - þessi stjórnmálaflokkur hefur EKKERT gert fyrir Kópavog OG Kópavogsbúa - Samfylkingin í kópavogi hlýtur að hugleiða það mjög alvarlega að skipta um oddvita fyrir næstu kosingar enda hefur hún lítið annað gert en verið  með gengdarlausar persónuárásir á Gunnar og hans fjölskyldu.

Yfir þessu geta Kópavogsbúar glaðst nú á 17 júni.


mbl.is Stuðningur orðum aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já þú ert semsagt haldinn þeirri fyrru að það sé bara allt í lagi að Kópavogur hafi greitt dóttur bæjarstjórnas og fyrrum forseta bæjarráðs yfir 70 millónir? Bara af því að Gunnar hafi byggt svo mikið? Og ólíkt Sjálfstæisflokknum þá talar oddviti Samfylkigarinar í fyrir hönd bæjarfulltrúa flokksins sem og Samfylkingarinar í Kópavogi.

Síðan væri ganam að þú skoðaðir fréttina sem þú tenig þetta við. Hún fjallar í raun um að flest sem Gunnar sagði fjölmiðlum af fundi Sjálfstæismanna var í besta falli orðum aukið og versta falli rangt. M.a. þar sem hann sagðist hafa notið algjörs stuðnings til til að ræða við Framsókn. Það voru bæjarfulltrúar sem áttu að ræða vð Framsókn.

Bendi þér líka á grein eftir Loft Þór Pétursson í Morgunblaðinu í dag þar sem segir m.a.

Þvílíkar árásir á saklausa Sjálfstæðisflokkinn! Rekstur bæjarins er í fínu lagi, þrátt fyrir tuga milljarða skuldir, ábendingar um vanhæfi og spillingu er auðvitað bara einelti en ekki málefnaleg umræða (»og fjölmiðlarnir dansa með«, sem er ein vinsælasta setning sjálfstæðismanna í dag) og rógburðurinn úr herbúðum Samfylkingarinnar er endalaus. Á maður að hlæja eða gráta?

Og síðar í greininni segir hann

Er það málefnalegt að tala um aðgerðarleysi komma og krata fyrir 19 árum? Voru þeir kannske búnir að undirbúa jarðveginn fyrir byggingaframkvæmdir í Smára og Lindahverfi með kaupum á landi undir þær? Er það málefnalegt að tala um lélega þjónustu við bæjarbúa, þegar við »sem höfum lengi búið í Kópavogi« munum eftir því að Kópavogur var bær »gamla fólksins og barnavagnanna« en ekki bær verktakanna? Er það málefnalegt að segja í hvert skipti sem bent er á siðlaust hátterni sjálfstæðismanna, að þar fari saman hönnunarstofa Samfylkingar og viljalaus verkfæri hennar á fjölmiðlum? Er það málefnalegt að grenja undan því að bent sé á meint vanhæfi bæjarstjórans vegna viðskipta við fyrirtæki honum tengd, þegar staðreyndin er, að einmitt vegna blóðtengsla á viðkomandi að gjalda fyrir tengslin en ekki öfugt? Er það málefnalegt að reyna að kenna starfsmönnum bæjarins um, í stað þess að axla ábyrgð sjálfur?

Það er kannski hollt fyrir sjálfstæðismenn að muna að þeir tóku við bænum þegar að þjóðarsáttinn var gerð. Þegar þeir tóku við voru t.d. dagvistunarmál hér í bænum í góðu horfi sér í lagi ef við miðum við Reykjavík þar sem var margra ára bið eftir að koma barni á leikskóla.

Síðustu 19 ár hefur verið uppgangur í þjóðfélaginu og peningar flætt um allt. Þá var líka auðvelt að byggja upp.

Ég segi nú bara að það var gott að gæluverkefni Gunnars var ekki hafið né allar þær framkvæmdir sem áttu að verða á Glaðheimasvæðinu. Og í fréttum í dag eru lóðareigendur þar að skila þeim lóðum sem Kópavogur keypti á okurverði, þó hann ætti landið sjálfur. Og stórskipahöfnin og allt það á Kársnesi. Við sætum heldur betur í súpunni þá.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.6.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Magnús og takk fyrir kommentið

Það sem gerst hefur hér í Kópavogi á þessum 19 árum má líkja við byltingu. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eiga það skuldlaust og er það furðuleg nálgun hjá þér að ætla að gefa vinstrimönnum nokkuð í uppbyggingu Kópavogs.
Ef við skoðum t.d Árborg þar sem SF er með bæjarstjórann - tapaði reyndar tveimur bæjarfulltrúm í síðustu kosningum en þar blasir við gjaldþrot eins og komið hefur fram - ég ætla ekki að gera þér það að ræða stöðuna í Grindavík.
Það er erfitt að segja til um hvernig staðan væri í dag ef vinstrimenn hefur verið hér í meirihluta en miðað við að SF er fyrst og fremst spjallaflokkur EN ekki flokkur framkvæmda og ákvarðana þá skulum við þakka fyrir það að vintrimenn hafa hvergi komið nálægt málum Kópavogi.

Óðinn Þórisson, 17.6.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband