Bretar og Icesave

Kanski hefði verið betra að láta Breta sitja báðum megin við samingaborðið - þeir hefðu eflaust gert betri samning fyrir Íslandshönd en þessi skelfilega samninganend sem var leidd af gömlum alþýðubandalagsmanni.

En nú er því miður staðan bara sú að ekkert annað er í stöðunni en að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave - Þessi samningur er HEIL HÖRMUNG og er algjörlega á ábyrgð vg og sf - það er klárt mál.


mbl.is „Það er búið að semja!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Óðinn, sjálfstæðismaður og áhugamaður um pólitík og íþróttir, eflaust er þessi samningur "hörmung" en hverjum er í raun um að kenna? Hverjir leiddu þessi ósköp yfir okkur? Væri nú ekki nær fyrir þig sjálfstæðismanninn að líta þér nær og dæma hugsanlega mildar þau sem reyna sitt besta í gífurlega erfiðri stöðu? Hummmmmm? Held það væri þér holt. kkv. SK

Sigurjón Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 09:27

2 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Jiminn eini Sigurjón Kristjánsson. Ég ætla nú ekki einu sinni að fara út í þessar fullyrðingar þínar varðandi hverju þetta er allt að kenna. Læt mér nægja að nefna það að Samfó var með bankamálaráðuneytið þegar Icesave fór af stað og síðan að það var ekki einn einasta sjálfstæðismaður í Icesave nefndinni!

Hvernig á svo Óðinn, almennur borgari sem kýs Sjálfstæðisflokkinn, að líta sér nær í þessum efnum? Bar hann e-a ábyrgð á þessu? Stofnaði hann Icesave reikningana? Án þess að þekkja Óðinn þá finnst mér meira að segja frekar líklegt að hann hafi ekki einu sinni vitað hvað Icesave var þar til í haust!!! Hvernig ber hann þá ábyrgð á þessu, hvernig er þetta honum að kenna???

Svona málflutningur er alveg hreint ótrúlegur og fær mann til þess að efast um þessa blessuðu þjóð okkar ef að til er fólk sem sér málin í alvörunni svona...

Margrét Elín Arnarsdóttir, 7.8.2009 kl. 12:41

3 identicon

Vá! Ja hérna hér og allir þeir frasar he he ...já og að ógleymdu "jminn"- :-) Ég var eingöngu að benda Óðni á þá fullyrðingu sem hann bar fram um að ábyrgðin væri eingöngu vg og sf. Hún á sér forsögu og teigir sig mun lengra en "plaggið" sjálft og samningurinn "hörmulegi" ...hvað sem um hann skal segja. Ég sagði aldrei að hann bæri ábyrgð á þessu eins og þú túlkar orð mín. Bað hann aðeins að velta því fyrir sér áður en hann dæmdi svo hart. Þetta er ekki árás á sjáfstæðisflokkin Margrét Elín eins og mér sýnist þú taka þessu. Ég nefndi sjálfstæðisflokkin vegna þess að óðinn er sjálfstæðismaður. Ef hann væri Samfylkingarmaður hefði ég hikstalaust nefnt það sama. Kjarninn í framsetningu minni er að það er sumu fólki er svo tamt að dæma aðra en líta sér ekki nær. Þegar fólk gerir það, lítur sér nær, er gjarnan stutt í auðmýktina. Var aðeins að koma þeim þætti inn, sem því miður hefur verið þverrandi í allri umfjöllun um þetta blessaða/bölvaða icesave. Hroki og dómharka er ekki það sem við þurfum á að halda. Ef hægt er að tala um að einhverjum sé um að kenna er hægt að týna svo marga til, ætli við séum ekki sammála um það? grunar það reyndar. Annars bara góðar stundir og áfram Ísland. SK

Sigurjón Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 15:33

4 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Hrunið er já mörgum að kenna, við getum sko alveg verið sammála um það, og hef ég aldrei og mun aldrei reyna að frýja Sjálfstæðisflokkinn frá ábyrgð þar. Það er bara svo hrikalega áberandi oft í þessari umræðu að fólk vill bara kenna Sjálfstæðisflokknum um allt, og þá bara allt! Þú getur síðan ekki neitað því að þessi samningur er á ábyrgð Samfó og VG, þó  ég vilji reyndar kennar Samfó um hann svona 90% amk, enda "neyddu" ISG og Össur hann Geir á sínum tíma til þess að fara samningaleiðina, eftir að hann var nýbúinn að segja í fréttaviðtali að það væri bara hið besta mál að Bretar myndu fara í mál við okkur, þá kæmur réttur þeirra sem og okkar í ljós! Þannig að ef e-ð er þá á að benda á Samfó nánast alfarið í þessu máli öllu þar sem frumorsök þessa lélega samnings liggur hjá þeim sem og það sem ég nefndi áður með bankamálaráðuneytið. Hér er ég eingöngu að tala um Icesave, er ekki að kenna Samfó eingöngu um hrunið, það voru margir sem eiga sökina þar!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 7.8.2009 kl. 17:09

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurjón -
Ég tel ekki að ég hafi verið dómharður -

Þegar vinstristjórnin tók við þá var skipt um samninganefnd
Ekkert samráð var haft við stjórnarandstöðuna þegar þessi samningur var undirritaður
Steingrímur Joð sagði á alþingi að aðeins væru könnunarviðræður í gangi - tveimur dögum síðar var búið að skrifa undir -

Margrét Elín - sammála þér því miður er það svo að vinstrimenn vilja kenna Sjálfstæðisflokknum um allt en auðvitað ber Sjálfstæðisflokkurinn ákveðna ábyrgð en ekki á þessum samning sem hann kom hvergi nálægt.

Óðinn Þórisson, 7.8.2009 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband