10.8.2009 | 07:37
Icesave og ríkisstjórnin
Ábyrgð þingmanna í langstærsa mái sem þingið hefur fengið til umfjöllunar í mörg ár er mikil.
Nú virðist vera að koma í hausinn á stjórninni að hafa sent úr arfaslaka samninganefnd sem gerði í buxurnar og ekki haft neitt samráð í stjórnarandstöðuna í þessu máli.
Ekki virðist vera þingmeirihluti fyrir að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave og geta þau skötuhjú Jóhanna og Steingrímur ekki látið þetta inn í þingsal fyrr en búið er að ná þingmeirihluta fyrir málinu.
Ef ekki næst þingmeirihluti fyrir ríkisábyrðginni er það fyrst og fremst þeim sjálfum að kenna en vissulega er möguleiki að Steingrímur og Jóhanna nái að beita einhverjum þrýstingi/taka stjórnarþingmenn á eintal og gera þeim grein fyrir því að ef þetta verði ekki samþykkt þá falli þessi fyrsta tæra vinstri ríkisstjórn sem Steingrímur er tilbúinn að fórna öllu fyrir.
Samfylkingin ætlast eflaust til að Sjálfstæðisflokkur kom ríkisstjórninni til bjargar í þessu máli eins og með Helguvík - því miður hefur framkoma SF í garð Sjálfstæðisflokksins verið á þann veg að ekki má búast við stuðningi þar - ENDA er samningurinn heil hörmung - Framsókn mun ekki samþykkja þessa ríkisábyrð en hvað með Bhr - hver veit hvað sá sundurtætti óánægjuhópur er að hugsa eða mun gera - veit enginn -
Afstaða stjórnarandstöðu óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:39 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefði því miður ekki þýtt neitt að hafa samráð við stjórnarandstöðuna í þessu máli, því að hún hefur tekið þann pól í hæðina að eini tilgangur stórnarandstöðu sé að eyðileggja fyrir því sem stjórnin gerir í þeirri von að henni takist að fella stjórnina og komast sjálf að kötlunum. Það er svo sem erfitt að sakast út í hana hvað það varðar, því þetta er hefð í íslenskum stjórmálum. Vandinn nú er aftur á móti sá að stjórnin er ekki einhuga um margt sökum klofnings hjá VG og því mun stjórnarandstöðunni sjálfsagt takast ætlunarverkið fyrr en síðar -- og mun það verða þjóðinni til framdráttar?
Megingallinn á Icesave-málinu (fyrir utan það að það skuli vera til yfirleitt) er sá að stjórnarandstaðan hefur ekkert annað fram að færa í málinu en það að samningnefndin hafi verið óskaplega vond og þess vegna séu samningarnir óviðunandi -- og bara ef Sigmundur og Bjarni hefðu haft forystu í málinu þá hefði allt farið á betri veg. Er það trúlegt? Því miður alls ekki. Það hafa engin haldbær rök komið fram um að Íslendingar eigi kost á betri samningi, ef þeir ganga til samnings yfirhöfuð (og mikill meirihluti þingmanna virðist vera á þeirri skoðun að hjá því verði ekki komist). Staðreyndin er nefnilega sú að samningsstaða Íslendinga er engin og viðsemjendur okkar geta sett okkur skilyrðin að vild. Íslendingar njóta lítils trausts á lánamarkaði og því verðum við að treysta á velvilja Breta og Hollendinga til að lána okkur. Í þeirri stöðu þýðir lítið að tala digurbarkalega um að við viljum þetta og hitt, því að mótaðilinn getur þá alltaf einfaldlega gengið frá borðinu. Eins þýðir lítið að treysta á að málstaður okkar afli landinu fylgis í útlöndum. Því miður njóta Íslendingar ekki aðeins lítils trausts heldur einnig lítillar samúðar í nágrannalöndunum. Á meðan á "útrásinni" stóð voru landsmenn yfir sig stoltir af víkingunum sínum, lofsungu "áræði" þeirra, hversu litla virðingu þeir báru fyrir reglum, hversu fljótir þeir voru að taka ákvarðanir, hversu vel þeir voru tengdir innbyrðis (sbr. "ímyndarskýrslu" forsætisráðuneytis frá því í fyrra, http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/Forsaetisr_arsskyrsla_END2.pdf) -- og hvöttu stjórnvöld til að hlíta í engu "úrtölum" frá "öfundsjúkum" bankamönnum í útlöndum. Í augum vinaþjóða eru Íslendingar eins og óþekkir krakkar sem þurfa að fá sína lexíu, því að annars muni þeir ana út í sama foraðið á ný. Foreldrar hirta til börn sín þegar þeim finnst þau hafa hegðað sér illa -- það ber ekki vott um óvild, þver á móti.
Gísli (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 08:39
Gísli, þú hefur samráð við einhvern áður en þú gerir eitthvað. Núverandi útspil ríkisstjórnarinnar um samráð eru orðn tóm. Samráð er ekki að koma og segja: " við viljum starfa með ykkur að því marki að þið samþykkið allt það sem við viljum".
Fannar frá Rifi, 10.8.2009 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.