15.8.2009 | 18:31
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Vg stendur í dag mjög illa að vígi sem sjórnmálaflokkur eftir að hafa látið Samfylkinguna kúga sig í þessu stjórnarsamstarfi og sett til hliðar stefnumál flokksins og allt til þess að halda völdum.
En alltaf er þó hægt að sjá eitthvað jákvætt og má segja að Jón Bjarnason landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra stóð sig afar vel í ESB-málinu en sagt er að hann hafi verið beittur miklum þrýstingi að kjósa á móti sinni sannfæringu. Og svo er það Guðfríður Lilja sem hefur staðið sig afar vel í þessu Icesave máli og staðið föst á sinni sannfæringu og sú krafa innan flokksins um nýjan formann hlýtur að vera mjög mikil sérstaklega eftir að það virðist hafa nú komið í ljós að samninganefndin hans Steingríms brást okkur Íslendingum algjörlega.
Taparinn er maðurinn sem telur öllu til fórnandi til að fyrsta tæra vinstri ríkisstjórnin missi ekki völdin.
Góð lending fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðismaðurinn úttalar sig um það, sem kæmi hans flokki best.......flokknum, sem helst allra flokka er hægt að kenna um Icesave.......
Jón Kristjánsson, 15.8.2009 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.