Lokaniðurstaða

Nú þegar lokaumræðan um ríkisábyrgð um Icesave er hafin er rétt að hrósa þeim sem það eiga skilið og lasta þeim sem hafa staðið sig afar illa svo ekki sé vægara til orða tekið.
Fyrst er að taka fram þá staðreynd að þessi Icesave samningur sem skrifað var undir er alfarið á ábyrgð SF og VG. - um þetta verður vart deilt -
Strax eftir undirritun samningsins kom í ljós pólitísk ósammstaða um samninginn í ríkisstjórnarflokkunum -
Ekki veit ég hvað þeim hjónakornum Jóhönnu og Steingrími gekk til að ætla að keyra málið í gegnum þingið án þess að þingmenn fengju að sjá samninginn - en hjá þeim er allt svo mikið leyndó -
Sem betur fer höfum við öfluga stjórnarandstöðu og nokkrir ábyrgir þingmenn vg eins og Guðfríður Lilja, Lílja Mósesdóttir og Ögmund Jónasson - þetta fólk á sérstakt hrós skilið Smile   fyrir að ná fram fyrirvörum við ríkissábyrgðina. Og auðvitað Helga Ás Grétarssyni og þeim í indefece Wink
Jú hverjir eru þá þeir aðilar sem ég lasta - að sjálfsögðu Steingrímur og hans skósveinar sem skrifuðu undir þennan vonda samning OG síðast en ekki síst Samfylkingin - en þeim er þó vorkunn þeir eru einsmálsflokkur sem trúir á ESB og það sé lausn allra okkar mála -

mbl.is Lokaumræða um Icesave hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gullfiskaminni er erfitt.   Icesave er á ábyrgð Geirs Haarde, Árna Matt og ríkisstjórnar þeirra sem þá voru við völd og mörkuðu svigrúm og umfang samnings með undirskrift og samkomulagi við Holllendinga í byrjun nóv 2008. Seðlabankastjóri þáverandi undirrtaði það plagg einnig.

Ríkisstjórn sú er þá tók við lauk þeirri vinnu samkvæmt þeim ramma sem áveðinn var og sú vinna sem eftir fór er á ábyrgð hennar ásamt þeirri fyrri sem markaði rammann.

En ef Sjálfstæðismenn eru svo miklir aumingjar að vilja ekki kannast við ábyrgð sína eiga þeir það við samvisku sína... við vitum betur.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.8.2009 kl. 11:37

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Nei nei Jón þetta er alrangt hjá þér - en þú hefur rétt á að hafa þína skoðun -
bara benda þér á það að þegar vinstri velferðastjórnin  tók við var skipt um samninganefnd og ekki var leitað eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna og SJS skipaði pólistískan vin sinn til að fara fyrir nefndinni sem því miður kom heim með vondan samning - ykkar og vg er ábyrgðin á þessum samning - um það er ekki deilt að mínu mati -

Óðinn Þórisson, 27.8.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband