5.9.2009 | 09:45
Fjölmiðlar á villigötum
Þessi frétt kristallar kanski vandamál fjölmiðla, hér er verið að segja frá einhverri hreyfingu sem skiptir nákvæmlega engu máli er löngu búin að missa sinn trúverðuleika sinn, gerði það reyndar á fyrsta degi þegar þeir seldu sig einsmálsflokknum fyrir nefndarsæti og stóðu svo ekki við heiðursmannasamkomulagið þegar kom að esb-atkvæðagreiðslunni -
nei fjölmiðar eru vissulega á villigötum þegar þeir telja að þetta sé frétt -
þessi hreyfing var stofnuð með það meginmarkmið að vera lögð niður - sá tíminn er löngu kominn -
Á von á átakafundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jedúddamía. SjálfstæðisFLokksmenn virða náttúrulega lög og reglur einskis. Og skilja ekki hvað íslenska stjórnarskráin segir um að þingmönnum beri að kjósa eftir eigin samvisku! En samviska S-manna er svört sem syndin og þeir geta ekki horfst í augu við sekt sína. 18 ára óstjórn undir yfirskyni frelsis en frelsið var bara fárra og aðallega þurftu þeir að vera FL-okksbundnir.
Rósa (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 09:57
Sá er þó munurinn á BH og FLokknum að þegar lög sem banna skipulögð glæpasamtök verða til þá verða bæði Hells Angels á Íslandi og SjálfstæðisFLokkurinn bannaðir.
Baldvin Björgvinsson, 5.9.2009 kl. 10:36
Ég var bannaður á athugasemdakerfi eyjunnar fyrir að segja að sjálfstæðisFLokkurinn væri hagsmunasamtök glæpamanna. Borgarahreyfingin er hagsmunasamtök fjögurra þingmanna flokksins, sem gáfu frat í kjæosendur sína. Þau lærðu ósiðina með undraverðum hraða og segir það allt sem segja þarf um innræti og heiðarleika flokksmanna.
Valsól (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 13:49
Gaman þegar Sjálfstæðismenn tala um trúverðugleika. Þorgerður Katrin hefur mikinn trúverðugleika um þessar mundir eftir Kaupþingsfíaskóið sitt. Davið Oddson hefur mikinn trúverðugleika eftir sína frábæru stjórn í Seðlabankanum. Geir Haarde hefur mikinn trúverðugleika eftir ótrúleg viðbrögð sín við kreppunni. Bjarni Ben hefur mikinn trúverðugleika eftir að hafa setið í stjórnum stórfyrirtækja sem tóku þátt í spillingarleiknum.
Ég er bara ekki frá því að í BH sé trúverðugra fólk á þingi en XD getur státað af.
HanYi (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 14:09
Takk fyrir commentin
Rósa - þetta eru miklar fullyrðingar sem þú berð hér á borð en ekkert sem ég hef ekki heyrt áður
Baldvin - því miður er það þér til minnkunnar og ath.semd því ekki marktæk að líkja sjálfsæðisflokknum við hells angels -
valsól - ég mun ekki banna þig hér þó svo þú haldir þínum skoðunum um sjálfstæðisflokkinn hér fram -
HanYI- davíð oddsson var hrakinn frá völdum af hinni tæru vinstri ríkisstjórn, ekki hefur það breytt neinu - geir er hættur afskiptum af stjórnmálum - þið vinsrimenn verðið að að fara að hætta að tala um fortíðina og tala um hvað allt er erfitt og ríkisstjórnin þín verður að fara að vinna vinnuna sína - sjálfstæðisflokkurinn gerði hvað hann gat t.d í icesave málinu að hjálpa ríkisstjórninni með því að setja inn fyrirvaara
Óðinn Þórisson, 6.9.2009 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.