15.9.2009 | 17:45
Er þetta gæfuspor ?
Fólki er að sjálfsögðu frjálst að mæta á pallana í ráðhúsinu en það verður að sýna stillingu og virðingu fyrir þeirri starfsemi sem þar fer fram.
Það er líka alger lágmarkskrafa að fólk sýni kjörnum fulltrúum þá virðingu að meðan þeir tala úr ræðustól að virða það og ekki vera með frammíköll og leiðindi sem minnkar í raun og veru bara þá einstaklinga sem standa fyrir svoleiðis gjörningi.
Nú þegar borgarstjórn reykjavíkur hefur samþykkt sölu á 31% OR til Magma Energy Sweeden er ekki annað en gleðjast yfir þessu en á móti er það sorglegt að minnihlutinn skyldi ekki vera með og styðja þetta EN ekki er hægt að líta á þetta öðruvísi en mikið gæfuspor -
Sala í HS Orku samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mótmælendur á pöllum borgarstjórnar eru að gera hróp að röngum aðila. Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar á Suðurnesjum þá er Orkuveitan og meirihlutinn í borgarstjórn ekki rétti aðilinn að skamma. Reykvíkingar hafa ekki umráð yfir þeim orkuréttindum. Það eru sveitarfélög á Suðurnesjum sem þegar hafa samið um nýtingu orkulindanna.
Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar í svo langan sem raunin er - það er til 65 ára - þá eiga þeir ennþá síður að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn. Þeir eiga að gera hróp að ríkisstjórninni fyrir að breyta ekki lögum þannig að leigutími á auðlindum verði styttri og að sveitarfélögunum á Suðurnesjum fyrir að nýta sér að fullu þann möguleika sem lögin gefa.
Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji hlut sinn þá á það að gera hróp að samkeppnisyfirvöldum sem túlka samkeppnislög á þann hátt raun ber og skikkaði Orkuveituna að selja. Eða þá stjórnvöldum fyrir að setja ekki sérlög um að Orkuveitan geti átt hlutinn áfram.
Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji Magma Energy hlut sinn í HS Orku - þá er Orkuveitan ekki sá aðili sem skamma skal. Magma Energy er eini aðilinn sem hefur gert tilboð. Fólkið á að skamma ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki inn í samninginn - eða það á að skamma ríkisstjórnina fyrir að breyta ekki löggjöf þannig að ekki megi selja hlutinn til erlends aðila.
Hvernig sem á málið er litið - þá er fólkið á pöllunum að gera hróp að löngum aðilja.
Ein ástæða þess er reyndar augljós og hefur ekkert með sölu Orkuveitunnar á HS Orku til Magma Energy. Það er nefnilega stór hluti sem er að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn vegna þess að þar er um að ræða stuðningsmenn Samfylkingar, VG og Borgarahreyfingar sem eru að hefja kosningabaráttu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og vilja fella meirihlutann í borgarstjórn hvað sem það kostar og með hvaða meðulum sem er.
Tvískinnungur Samfylkingar sem er með eina stefnu í ríkisstjórn í málinu og aðra í borgarstjórn undirstrikar þetta. Einnig það að stuðningsmenn VG beitir sitt fólk í ríkisstjórn ekki þrýstingi til að grípa inn í á þann hátt sem ríkisstjórnin getur gert.
Við eigum eftir að sjá fleiri svona flokkspólitískar uppákomur í vetur af hálfu stuðningsmanna minnihlutans í borgarstjórn.
Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 21:18
Takk fyrir kommentið Hallur
Ég er alveg sammála þinni greyningu og því að minnihlutinn á eftir að láta meira í sér heyra með allskonar uppákomum sem oftar en ekki munu ekki verða mjög málefnalegt eða markvisst -
Annars var ég mjög ánægður með Óskar Bergsson í Kastljósinu í gær - toppmaður þar á ferð.
Óðinn Þórisson, 16.9.2009 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.