Sjálfstæðisflokkurinn

Enn ein staðfestingin á því að Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálflokkurinn á Íslandi og mælist með 31.6% fylgi og fylgi við hann fer vaxandi - Smile

Það má búast við því að sama þróun verði áfram með stjórnarflokkana að þeir mun tapa fylgi enda frammistaða þeirra hreint út sagt ömurleg.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er eina trygging okkar fyrir áframhaldandi spillingu í Íslenskum stjórnmálum. Þar er ég hjartanlega sammála þér að það mun skifta þjóðina miklu máli ef hann kemst aftur í aðstöðu algerlega óverðskuldað og án þess að hafa tekið út sannfærandi refsingu.

Gísli Ingvarsson, 18.9.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

refsingu??? er eitthvað alvarlegt að heilabúinu í ykkur? Stjórnmálaflokkurinn er ekki ein persóna heldur hópur fólks sem að hefur sömu eða svipaðar skoðanir. Það að ætla sér að refsa stjórnmálaflokki er það sama og að refsa fólkinu sem að er hlynnt honum. Hvað hef ég til sakar unnið? Ég er hægri maður, sem stendur er eini hægri flokkurinn á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn? Ég tel einstaklingsframtakið einu leiðina fyrir Ísland út úr þeim ógöngum sem að við erum komin í og já til þess þarf hægri flokkur að setjast við völd. Stjórnmál og refsingar eiga ekki saman því að hvað sem fulltrúar flokksins gera, þá verður lýðræðið að hafa frelsi til þess að fara sína leið, jafnvel þó að það þýði að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda.

Jóhann Pétur Pétursson, 18.9.2009 kl. 18:34

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður brást Sjálfstæðisflokkurinn þjóðinni gjörsamlega. Ekkert var gert til að koma í veg fyrir gríðarlega fjármálaspillingu og blekkingum var meira að segja beitt, t.d. gegnum Fjármálaeftirlitið. Þar virðist eins og allir hafi sofið í vinnunni frá því eldsnemma á morgnana og þangað til menn sluskuðust heim.

Sjálfstæðisflokkurinn er ásamt Framsóknarflokknum spillingarbæli. Þeir létu afskiptalaust að bönkunumvar breytt í ræningjabæli.

Hvað er það fólk að hugsa sem vill kjósa þessa flokka? Vill það að rannsókn á bankahruninu verði stöðvað, Eva Jolin og saksóknari rekinn, grunaðir menn gefnar upp allar sakir?

Er fólk með öllum mjalla sem vill þessa stjórnmálaflokka aftur til valda?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.9.2009 kl. 18:35

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Vandamálið sem við eigum við að glíma í dag er að það kerfi sem við búum við það er kerfi stjórnmálaflokka er úr sér gegnið og í eðli sínu ólýðræðislegt.  Það er ekki eðlilegt að fámennur hópur í sem er í forustu breiðrar hreyfingar ráði stefnunni.  Þannig það það er flokkakerfið sem verður að víkja.

Það er líka spurning hvort sú sameining og stækkun sveitarfélaga sem hefur átt sér stað hérna að undaförnu er ekki angi af þessu.  ef við myndum setja stærð sveitafélaga bæði eftir og neðri mörk sem væru td 500 og 5000 þá fengjum við nánara lýðræði og opnara.  Það myndi aftur á móti kosta að við yrðum að skipta upp stórum sveitafélögum, en yrðum á móti að leyfa þeim að hafa með sér regnhlífarsamband.

Einar Þór Strand, 18.9.2009 kl. 18:56

5 identicon

Guðjón, Fólkið sem kýs Sjálfstæðisflokkin er einfaldlega búið að átta sig á því að skattpíning, ríkisvæðing og jafnaðarstefna (þar sem sumir eruð jafnari en aðrir) er ekki að vinna okkur í gegnum kreppuna.  Fólk er líka búið að átta sig á því að kosningaloforðin um skjaldborg heimilanna, velferðarbrúna, atvinnuupbygginguna, afnám leyndarhjúpsins og spyllingarinnar var ekkert nema innantóm loforð sem aldrei átti að framkvæma.

Kjósendur VG eru margir hverjir sárir út í forystuna fyrir að svíkja lit varðandi ESB, Icesave og AGS og MARGIR komnir með upp í kok af sífelldu grenji í Steingrími (Holta-Þóri) yfir því hvað allt sé erfitt og hvað hann sé mikill píslarvottur án þess að fá neinar þakkir. 

Ég man ekki eftir að nokkur einasti stjórnmálamaður hafi grenjað jafn mikið og Steingrímur gerir nú.  Það er ekki eins og hann hafi verið þvingaður í þetta starf karl fauskurinn.

En ástæðan fyrir því að ég kaus og myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur er sú að ég hef mikla trú á einstaklingsframtakinu, eignaréttinum og frelsi markaðarins.   Það hefur sýnt sig í lang flestum þjóðfélögum sem hafa farið illa útúr efnahagsþrengingum eftir t.d stríðsátök að frjáls markaður kemur þeim margfallt fyrr á lappirnar en t.d ríkisvæðing og skattastefna eins og vinstri flokkarnir standa fyrir.

Ef við hættum að leita að sökudólgum og förum að velta því fyrir okkur hvað kemur okkur Íslendingum best í okkar nánustu framtíð þá hef ég fulla trú á að Sjálfstæðisflokkurinn muni ná upp blómstrandi hagkerfi ca 20 árum fyrr en vinstri flokkarnir.  Einfaldlega vegna þess að skattastefnan, "jöfnuðurinn" og ríkisafskiptin sem einkenna vinstri flokkana VIRKA EKKI til að snúa kerfinu í gang.  Það mun eingöngu halda okkur í frosti svo lengi sem sú stefna er við líði.

Hrafna (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 21:38

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir kommentin

Ríkisstjórnin var mynduð eða svo var sagt um ákveðin mál eins og að slá skjaldborg um heimilin - koma efnahagslífinu aftur í gang - gegnsæi og allt upp á borðið - ný vinnubrögð -

eitthvað hefur þetta ekki gengið eftir og ekkert sem þessi ríkissstjórn átti að standa fyrir er í dag OG fólk er farið að átta sig á því OG t.d þessi könnun sínir að fólk er í meira og meira mæli að missa alla trú á þessari fyrstu tæru vinstri stjórn - best væri ef Jóhanna myndi átta sig á því sjálf að hennar tími er liðinn og myndi gera sér ferð til Bessastaða og skila umboðinu - hún er ekki á að ná tökum á þessu -

Óðinn Þórisson, 18.9.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband