Hækka skatta og auka álögur er það sem þeir vilja helst af öllu

Vinstrimenn berjast fyrir því að réttlæta það sem þeim finnst eðlilegt þ.e að hækka skatta og auka álögur á fólk og fyrirtæki - þó svo það væru engar forsendur fyrir því að hækka skatta myndu þeir hækka skatta - það er bara þannig.

Þeir ætla að skattpína almenning og fyrirtæki út úr kreppnunni - OG neita að skoða aðrar tillögur og lausnir -


mbl.is Vísa fullyrðingum um villandi framsetningu á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Hverjir eru það sem eiga að borga fyrir ævintýri Bjarna Ben í Austulöndum ef ekki almenningur á Íslandi?

Ekki hefur mér skilist að Bjarni sjálfur ætli að gera það. Hann var bara meðvitundarlaus eigandi í þessum viðskiptum og undirskrifandi skjala (líklega af því að stimpillinn fanns ekki þegar til átti að taka).

Og hverjir eiga að borga þá hundruði milljarða sem féllu á Seðlabankann og ríkissjóð útaf snilldar stjórnun Davíðs Oddssonar?

Ætlar Davíð sjálfur að gera það eða lendir sú nóta á íslenskum skattgreiðendum?

Jón Bragi Sigurðsson, 13.12.2009 kl. 10:22

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Bargi - styður þú ríkisstjórn sem vill að við almenningur borgum skuldir óreyðumanna ?

Óðinn Þórisson, 13.12.2009 kl. 12:39

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nei Óðinn ég á satt að segja erfitt með að styðja þessa ríkisstjórn og er enginn vinstri maður. En um hvað höfum við að velja? Og ég álít að við eigum ekki að borga Icesave.

Bankamenn eru klárlega óreiðumenn. Um það þarf ekki að ræða. En þeir eru fleiri óreiðumennirnir. Ég álít þann mann (DO) sem settur var yfirmaður æðsta hagstjórnartæki landsins og lauk því með að setja Seðlabankann á hausinn vera alveg fullgildan óreiðumann. Og ég álít Bjarna (Big) Ben sem átti aðild að því að tryggingarsjóð Sjóvá var stolið og glatað í braski í Austulöndum vera jafn fullgildan óreiðumann. Fall Seðlabankans uppá 375 milljarða lendir óhjákvæmilega á skattborgurum Íslands ekki satt, á sama hátt og þeir milljarðar sem ríkið lagði í að bjarga Sjóvá frá falli?

Ég styð frjálst hagkerfi með því aðhaldi og þeim stjórntækjum sem nauðsynleg eru. Kannske er stærsti glæpur Sjálfstæðisflokksins sá að þeir voru settir til þess að gæta þessarrar stefnu og þessarrar gilda en brugðust svo hrapalega að við sem styðjum þessa stefnu sitjum í myrkrinu og upplifum okkur sem þátttakendur í glæp.

Ég gæti vel hugsað mér að kjósa stefnu Sjálfstæðisflokksins en ég get ekki treyst fyrrverandi né núverandi stjórnendum hans. Því miður.

Ef að við eigum eftir að sitja uppi með vinstri stjórnir um langa framtíð þá getum við ekki kennt kommunum um það. Nei, við getum ekki kennt neinum öðrum um það en einmitt Sjálfstæðisflokknum.

Jón Bragi Sigurðsson, 13.12.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þú spyrð hvað höfum við úr öðru að velja ? þessi ríkisstjórn er ekki val - hún hefur brugðist algjörlga - hún er komin með rauða spjaldið frá fólkinu - vissulega og það get ég tekið undir að hluta til að auðvitað hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert allt rétt - hann skapaði frelsi í viðskiptum - frelsi fylgir ábyrgð - þeir sem keyptu bankana fóru illa með það frelsi - það gæti vel verið að vinstri stjórnin sitji hér í einhvern tíma enda skpta völdin öllu máli hjá þeim - öllu er fórnandi að mati þessa fólks til að halda völdum -
Ákveðnum fjölmiðlum hefur verið beytt mikið gegn Bjarna Ben. og hann staðið sig mjög vel OG nítur mikils trausts og er rétt að byrja sem formaður flokksins -

Óðinn Þórisson, 13.12.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband